Skiptir álit annarra máli? 12. maí 2005 00:01 Áður en þáttur Opruh um Ísland var sýndur hér á landi varð uppi fótur og fit vegna innihalds hans. Tvær íslenskar konur búsettar erlendis skrifuðu harðorðar greinar í Morgunblaðið þar sem þær skömmuðust yfir þeim íslensku konum sem voru í þættinum og það sem meira var, þá eyðilagði þátturinn fyrir þeim það stolt sem þær höfðu yfir því að vera Íslendingar. Önnur þeirra gekk meira segja svo langt að hún ætlaði að segjast vera frá Finnlandi hér eftir, og hin sagðist ætla að hugsa sig tvisvar um áður en hún léti fólk vita að dóttir hennar væri íslensk. Það sem fór svona fyrir brjóstið á þeim, var sú mynd sem dregin var upp af íslenskum konum sem lauslátum skemmtanafíklum. Svanhildur Hólm sem hafði setið í sófanum hjá Opruh þurfti nú að mæta í sófa íslenskra fjölmiðla og svara fyrir þá skömm sem hún virðist hafa kallað yfir íslenskar konur. Hún gerði sitt besta til að útskýra að hún hafi viljað draga fram sanngjarna mynd af íslenskum konum en í raun hafði Oprah ekki áhuga á öðru en kyn- og skemmtanalífi íslenskra kvenna og svo hinum ógeðslega þorramat, hákarli og hrútspungum þrátt fyrir að Svanhildur hafi viljað bjóða upp á grafinn lax og lamb. Nú þegar þátturinn hefur verið sýndur hér á landi sjá flestir að þetta var kannski ekki eins mikið mál og var talið í upphafi, því það leyndist sannleikskorn í því sem þarna kom fram. Það var þó fjarri því að vera allur sannleikurinn, því þegar þjóð er kynnt í stuttu innslagi sem þessi snýst kynningin bara um klisjur. En auðvitað eru margir ósáttir við að sömu klisjurnar eru bornar fram aftur og aftur. Ekki má gleyma því að miklar væntingar voru fyrir þennan þátt en nokkru áður en þátturinn varð að veruleika fóru að birtast fréttir um það í fjölmiðlum að Oprah Winfrey sjálf hefði áhuga á okkar litla sæta Íslandi og vangaveltur voru um hvaða íslensku konur myndu fá þann heiður að setjast í sófann hjá spjalldrottningunni sjálfri. Okkur var nefnilega ekki sama - Íslendingar vildu fá góða umfjöllun um hvað við erum æðisleg og flott og meiriháttar og best í heimi. En hver vill það svo sem ekki? Vilja ekki allir láta dást að sér? Við gerum mikið grín af okkum sjálfum fyrir að grobba okkur af landi og þjóð, finnast við svo sérstök og frábær og okkur er mikið í mun um að kynna okkur erlendis. Við viljum að allir átti sig á sérstöðu okkar, og ef til vill er það vegna þess hve við erum svo lítil og í raun og veru með minnimáttarkennd. En það sem kom í ljós í þessum ágæta þætti hennar Opruh er að hún virtist líka þjást af þessari einkennilegu áráttu að láta dást að sér. Hún var mjög upptekin af því að fá gesti sína til að segja sér hvað þeim þætti um bandarískar konur og þegar ein stúlkan frá Belgíu tók af skarið og sagði að hún teldi ameríska drauminn ekki eins æðislegan og af er látið, móðgaðist Oprah gífurlega og sagði "í alvörunni, en ég tel að við séum heppnustu konur í heimi hérna í Bandaríkjunum". Og sýndi svo innslag frá einum eða tveimur löndum til viðbótar þar sem líf kvenna annarsstaðar í heiminum var og sagði svo aftur, "sjáið þið við erum heppnustu konur í heimi," og með þessari einu setningu gerði hún lítið úr öllum þeim konum sem hún hafði rætt við í þættinum. Þar lá hundurinn grafinn, hún hafði í raun engan áhuga á konum í öðrum löndum. Þegar upp var staðið, var það ekki mannorð okkar sem skaðaðist heldur mannorð Opruh, allavegana á Íslandi. Og þó álit annara skipti okkur máli, höfum við kannski lært það að við eigum ekki að vera að reyna að eltast við það hjá fólki sem hefur í raun engan áhuga. Þá er betra heima setið en af stað farið, og við verðum að bíta í það súra að það finnst ekki öllum í heiminum við áhugaverðasta þjóð í heimi. Hinsvegar getum við áfram borið höfuðið hátt þrátt fyrir að einhverjar konur í Ameríku haldi að við séum lauslátar, drykkfelldar og étum hrútspunga í öll mál. Fínt, þær hafa þá eitthvað að tala um.... við vitum betur. Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Áður en þáttur Opruh um Ísland var sýndur hér á landi varð uppi fótur og fit vegna innihalds hans. Tvær íslenskar konur búsettar erlendis skrifuðu harðorðar greinar í Morgunblaðið þar sem þær skömmuðust yfir þeim íslensku konum sem voru í þættinum og það sem meira var, þá eyðilagði þátturinn fyrir þeim það stolt sem þær höfðu yfir því að vera Íslendingar. Önnur þeirra gekk meira segja svo langt að hún ætlaði að segjast vera frá Finnlandi hér eftir, og hin sagðist ætla að hugsa sig tvisvar um áður en hún léti fólk vita að dóttir hennar væri íslensk. Það sem fór svona fyrir brjóstið á þeim, var sú mynd sem dregin var upp af íslenskum konum sem lauslátum skemmtanafíklum. Svanhildur Hólm sem hafði setið í sófanum hjá Opruh þurfti nú að mæta í sófa íslenskra fjölmiðla og svara fyrir þá skömm sem hún virðist hafa kallað yfir íslenskar konur. Hún gerði sitt besta til að útskýra að hún hafi viljað draga fram sanngjarna mynd af íslenskum konum en í raun hafði Oprah ekki áhuga á öðru en kyn- og skemmtanalífi íslenskra kvenna og svo hinum ógeðslega þorramat, hákarli og hrútspungum þrátt fyrir að Svanhildur hafi viljað bjóða upp á grafinn lax og lamb. Nú þegar þátturinn hefur verið sýndur hér á landi sjá flestir að þetta var kannski ekki eins mikið mál og var talið í upphafi, því það leyndist sannleikskorn í því sem þarna kom fram. Það var þó fjarri því að vera allur sannleikurinn, því þegar þjóð er kynnt í stuttu innslagi sem þessi snýst kynningin bara um klisjur. En auðvitað eru margir ósáttir við að sömu klisjurnar eru bornar fram aftur og aftur. Ekki má gleyma því að miklar væntingar voru fyrir þennan þátt en nokkru áður en þátturinn varð að veruleika fóru að birtast fréttir um það í fjölmiðlum að Oprah Winfrey sjálf hefði áhuga á okkar litla sæta Íslandi og vangaveltur voru um hvaða íslensku konur myndu fá þann heiður að setjast í sófann hjá spjalldrottningunni sjálfri. Okkur var nefnilega ekki sama - Íslendingar vildu fá góða umfjöllun um hvað við erum æðisleg og flott og meiriháttar og best í heimi. En hver vill það svo sem ekki? Vilja ekki allir láta dást að sér? Við gerum mikið grín af okkum sjálfum fyrir að grobba okkur af landi og þjóð, finnast við svo sérstök og frábær og okkur er mikið í mun um að kynna okkur erlendis. Við viljum að allir átti sig á sérstöðu okkar, og ef til vill er það vegna þess hve við erum svo lítil og í raun og veru með minnimáttarkennd. En það sem kom í ljós í þessum ágæta þætti hennar Opruh er að hún virtist líka þjást af þessari einkennilegu áráttu að láta dást að sér. Hún var mjög upptekin af því að fá gesti sína til að segja sér hvað þeim þætti um bandarískar konur og þegar ein stúlkan frá Belgíu tók af skarið og sagði að hún teldi ameríska drauminn ekki eins æðislegan og af er látið, móðgaðist Oprah gífurlega og sagði "í alvörunni, en ég tel að við séum heppnustu konur í heimi hérna í Bandaríkjunum". Og sýndi svo innslag frá einum eða tveimur löndum til viðbótar þar sem líf kvenna annarsstaðar í heiminum var og sagði svo aftur, "sjáið þið við erum heppnustu konur í heimi," og með þessari einu setningu gerði hún lítið úr öllum þeim konum sem hún hafði rætt við í þættinum. Þar lá hundurinn grafinn, hún hafði í raun engan áhuga á konum í öðrum löndum. Þegar upp var staðið, var það ekki mannorð okkar sem skaðaðist heldur mannorð Opruh, allavegana á Íslandi. Og þó álit annara skipti okkur máli, höfum við kannski lært það að við eigum ekki að vera að reyna að eltast við það hjá fólki sem hefur í raun engan áhuga. Þá er betra heima setið en af stað farið, og við verðum að bíta í það súra að það finnst ekki öllum í heiminum við áhugaverðasta þjóð í heimi. Hinsvegar getum við áfram borið höfuðið hátt þrátt fyrir að einhverjar konur í Ameríku haldi að við séum lauslátar, drykkfelldar og étum hrútspunga í öll mál. Fínt, þær hafa þá eitthvað að tala um.... við vitum betur. Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun