Handsaumar stúdentshúfur 11. maí 2005 00:01 "Fjölskyldan sameinast um að leysa verkefni á álagstímum eins og þessum. Eiginkonur, frænkur, börn og systur hjálpast að. Þetta er eintóm handavinna og hún skellur á á nokkrum vikum, því þó við förum í flesta skólana að skrá niður pantanir og taka mál af höfðum stúdentsefna þá koma alltaf pantanir á síðustu stundu," segir Pétur Eyfeld yngri. Reyndar kveðst hann byrja að undirbúa vorið strax í ágúst með því að panta húfuefnið og reikna út fjöldann. "Svo þarf ekki nema eitt verkfall í skólunum til að rugla allt og það hefur líka áhrif á útskriftina næsta ár á eftir," segir hann brosandi. Alltaf eru svo einhverjir á móti því að setja upp húfur. "Á hippatímabilinu vildi fólk ekki einu sinni fara í sparifötin þegar það útskrifaðist, hvað þá setja upp húfu," rifjar Pétur upp. "En nú er komin meiri hefð fyrir þeim." Pétur er sonur þess Péturs J. Eyfeld sem stofnaði fyrirtækið árið 1954. Hann telur stúdentshúfurnar hafa verið framleiddar hér á landi í yfir hundrað ár og með þessu sama lagi síðan 1914. Alls staðar á Norðurlöndunum eru þær svipaðar í útliti, að hans sögn, en okkar afbrigðilegar að því leyti að hvíti kollurinn er laus. Ekki kveðst Pétur geta gefið upp nákvæma tölu á nýjum húfum þetta árið en segir þær ekki ná þúsundi. "Mikill hluti okkar vinnu felst í lagfæringum því margir fá lánaðar húfur hjá einhverjum í fjölskyldunni," segir hann. "Þá getur þurft að setja nýjan koll, stjörnu eða fánalitahring. Jafnvel stækka húfurnar. Hann segir einnig marga setja upp húfur í öðrum litum en þeim hvíta þegar þeir útskrifist því hinar ýmsu brautir skólanna hafi hver sinn lit. Iðnneminn er svo alveg sér á báti með öðruvísi húfur. Þær eru líka saumaðar hjá P. Eyfeld Nám Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Fjölskyldan sameinast um að leysa verkefni á álagstímum eins og þessum. Eiginkonur, frænkur, börn og systur hjálpast að. Þetta er eintóm handavinna og hún skellur á á nokkrum vikum, því þó við förum í flesta skólana að skrá niður pantanir og taka mál af höfðum stúdentsefna þá koma alltaf pantanir á síðustu stundu," segir Pétur Eyfeld yngri. Reyndar kveðst hann byrja að undirbúa vorið strax í ágúst með því að panta húfuefnið og reikna út fjöldann. "Svo þarf ekki nema eitt verkfall í skólunum til að rugla allt og það hefur líka áhrif á útskriftina næsta ár á eftir," segir hann brosandi. Alltaf eru svo einhverjir á móti því að setja upp húfur. "Á hippatímabilinu vildi fólk ekki einu sinni fara í sparifötin þegar það útskrifaðist, hvað þá setja upp húfu," rifjar Pétur upp. "En nú er komin meiri hefð fyrir þeim." Pétur er sonur þess Péturs J. Eyfeld sem stofnaði fyrirtækið árið 1954. Hann telur stúdentshúfurnar hafa verið framleiddar hér á landi í yfir hundrað ár og með þessu sama lagi síðan 1914. Alls staðar á Norðurlöndunum eru þær svipaðar í útliti, að hans sögn, en okkar afbrigðilegar að því leyti að hvíti kollurinn er laus. Ekki kveðst Pétur geta gefið upp nákvæma tölu á nýjum húfum þetta árið en segir þær ekki ná þúsundi. "Mikill hluti okkar vinnu felst í lagfæringum því margir fá lánaðar húfur hjá einhverjum í fjölskyldunni," segir hann. "Þá getur þurft að setja nýjan koll, stjörnu eða fánalitahring. Jafnvel stækka húfurnar. Hann segir einnig marga setja upp húfur í öðrum litum en þeim hvíta þegar þeir útskrifist því hinar ýmsu brautir skólanna hafi hver sinn lit. Iðnneminn er svo alveg sér á báti með öðruvísi húfur. Þær eru líka saumaðar hjá P. Eyfeld
Nám Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira