Lögin í endurskoðun 23. apríl 2005 00:01 Þingmenn Framsóknarflokksins vissu ekki betur en að lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra væru til endurskoðunar, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður, en Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann sæi enga ástæðu til að breyta lögunum. Forsaga málsins er sú að í janúar síðastliðnum kom í ljós að sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu sautján milljónir króna í eftirlaunagreiðslur í fyrra, þrátt fyrir að vera á fullum launum í öðrum störfum hjá ríkinu, sem sendiherrar eða forstjórar. Ný lög um eftirlaun tóku gildi um þarsíðustu áramót sem rýmkuðu rétt manna til að fara á eftirlaun og voru helstu rökin þau að þannig mætti ef til vill draga úr sókn gamalla ráðherra í embætti. Ákvæðið sem gerir fyrrverandi þingmönnum og ráðherrum kleift að fá eftirlaun á meðan þeir eru í fullu starfi hjá ríkinu var þó ekki sett í lög þá, heldur hefur það verið til staðar frá því fyrstu lög þessa efnis voru sett árið 1965. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í janúar að menn hefðu ekki séð þessa þróun fyrir og boðaði breytingar á lögunum til þess að koma í veg fyrir að menn geti verið á tvöföldum launum hjá ríkinu. Nú virðist hins vegar komið babb í bátinn; Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær enga ástæðu sjá til að breyta lögunum. Það kemur framsóknarmönnum á óvart, svo ekki sé meira sagt. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að allir flokkar hafi staðið á bak við þá breytingu sem gerð hafi verið. „Ég hygg að það standi ennþá. Við stöndum alla vega á bak við okkar formann í þessu,“ segir Hjálmar. Hjálmar segir málið verða rætt í þingflokknum á mánudag en hann er þess fullviss að samstaða muni nást um breytingarnar milli stjórnarflokkanna. Hann útilokar því ekki að málið komist í gegn fyrir þingslit. Annað eins hafi gerst. Ef það verði þverpólitísk samstaða, eins og var þegar forsætisráðherra gaf yfirlýsinguna, þá hafi þingheimur sýnt að hann geti verið ansi röggsamur í að afgreiða mál. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins vissu ekki betur en að lög um eftirlaun þingmanna og ráðherra væru til endurskoðunar, segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður, en Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann sæi enga ástæðu til að breyta lögunum. Forsaga málsins er sú að í janúar síðastliðnum kom í ljós að sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu sautján milljónir króna í eftirlaunagreiðslur í fyrra, þrátt fyrir að vera á fullum launum í öðrum störfum hjá ríkinu, sem sendiherrar eða forstjórar. Ný lög um eftirlaun tóku gildi um þarsíðustu áramót sem rýmkuðu rétt manna til að fara á eftirlaun og voru helstu rökin þau að þannig mætti ef til vill draga úr sókn gamalla ráðherra í embætti. Ákvæðið sem gerir fyrrverandi þingmönnum og ráðherrum kleift að fá eftirlaun á meðan þeir eru í fullu starfi hjá ríkinu var þó ekki sett í lög þá, heldur hefur það verið til staðar frá því fyrstu lög þessa efnis voru sett árið 1965. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í janúar að menn hefðu ekki séð þessa þróun fyrir og boðaði breytingar á lögunum til þess að koma í veg fyrir að menn geti verið á tvöföldum launum hjá ríkinu. Nú virðist hins vegar komið babb í bátinn; Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær enga ástæðu sjá til að breyta lögunum. Það kemur framsóknarmönnum á óvart, svo ekki sé meira sagt. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að allir flokkar hafi staðið á bak við þá breytingu sem gerð hafi verið. „Ég hygg að það standi ennþá. Við stöndum alla vega á bak við okkar formann í þessu,“ segir Hjálmar. Hjálmar segir málið verða rætt í þingflokknum á mánudag en hann er þess fullviss að samstaða muni nást um breytingarnar milli stjórnarflokkanna. Hann útilokar því ekki að málið komist í gegn fyrir þingslit. Annað eins hafi gerst. Ef það verði þverpólitísk samstaða, eins og var þegar forsætisráðherra gaf yfirlýsinguna, þá hafi þingheimur sýnt að hann geti verið ansi röggsamur í að afgreiða mál.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira