Díselolía verður dýrari en bensín 19. apríl 2005 00:01 Lítrinn af díselolíu mun kosta meira en bensínlítri eftir breytingar á lögum um olíugjald og kílómetragjald sem taka gildi 1. júlí. Geir Haarde fjármálaráðherra segir það þó væntanlega aðeins verða tímabundið, verðið á díselolíu muni lækka með lækkuðu heimsmarkaðsverði. Eftir breytingarnar verður lagt 45 króna gjald á hvern lítra af díselolíu en kílómetragjaldið verður lagt niður. Miðað við núverandi aðstæður þýðir þetta að díselolíulítrinn mun kosta nokkru meira en bensínlítrinn. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í Íslandi í bítið í morgun að hann hefði ekki búist við þessu. Algengt væri að bensínlítrinn kostaði 101 krónu en dísellítrinn um 48 krónur. Miðað við það hækkaði dísellítrinn í um 104 krónur að viðbættum hugsanlegum kostnaði olíufélaganna. Það væri staðan í dag. Geir sagði að ekki hefði verið reiknað með þessu en það sem hefði gerst í millitíðinni hefði verið það að sveiflur hefðu orðið á alþjóðlegum olíumörkuðum sem hefðu leitt til þess að verð á díselolíu hefði hækkað miklu meira en verð á bensíni. Það væri þó áreiðanlega tímabundin sveifla. 45 króna gjaldið leggst þó ekki á landbúnaðartæki, vélar í iðnaði og stóra atvinnubíla. Olían sem þessi tæki nota verður lituð til þess að greina á milli gjaldskyldrar olíu og hinnar. Díselbílar eyða minna eldsneyti og eru því umhverfisvænni en þeir eru hins vegar dýrari. Geir segir málið einmitt ganga út á það að hvetja fólk til að nota umhverfisvænni kost og því sé það vissulega óheppilegt að verðið sé svona hátt. Hann segir málið verða skoðað í haust þegar komin er á það reynsla og þá komi allt eins til greina að endurskoða olíugjaldið. Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, sagðist ekki hafa vitað að díselolía yrði dýrari en bensín en leist engu að síður vel á breytingarnar. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Lítrinn af díselolíu mun kosta meira en bensínlítri eftir breytingar á lögum um olíugjald og kílómetragjald sem taka gildi 1. júlí. Geir Haarde fjármálaráðherra segir það þó væntanlega aðeins verða tímabundið, verðið á díselolíu muni lækka með lækkuðu heimsmarkaðsverði. Eftir breytingarnar verður lagt 45 króna gjald á hvern lítra af díselolíu en kílómetragjaldið verður lagt niður. Miðað við núverandi aðstæður þýðir þetta að díselolíulítrinn mun kosta nokkru meira en bensínlítrinn. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í Íslandi í bítið í morgun að hann hefði ekki búist við þessu. Algengt væri að bensínlítrinn kostaði 101 krónu en dísellítrinn um 48 krónur. Miðað við það hækkaði dísellítrinn í um 104 krónur að viðbættum hugsanlegum kostnaði olíufélaganna. Það væri staðan í dag. Geir sagði að ekki hefði verið reiknað með þessu en það sem hefði gerst í millitíðinni hefði verið það að sveiflur hefðu orðið á alþjóðlegum olíumörkuðum sem hefðu leitt til þess að verð á díselolíu hefði hækkað miklu meira en verð á bensíni. Það væri þó áreiðanlega tímabundin sveifla. 45 króna gjaldið leggst þó ekki á landbúnaðartæki, vélar í iðnaði og stóra atvinnubíla. Olían sem þessi tæki nota verður lituð til þess að greina á milli gjaldskyldrar olíu og hinnar. Díselbílar eyða minna eldsneyti og eru því umhverfisvænni en þeir eru hins vegar dýrari. Geir segir málið einmitt ganga út á það að hvetja fólk til að nota umhverfisvænni kost og því sé það vissulega óheppilegt að verðið sé svona hátt. Hann segir málið verða skoðað í haust þegar komin er á það reynsla og þá komi allt eins til greina að endurskoða olíugjaldið. Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, sagðist ekki hafa vitað að díselolía yrði dýrari en bensín en leist engu að síður vel á breytingarnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira