Tillögur fjölmiðlanefndar ekki lög 13. apríl 2005 00:01 Stjórnarþingmenn sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að tillögur fjölmiðlanefndarinnar geti tekið breytingum áður en samið verður frumvarp sem byggist á þeim. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að nú þegar sé komið í ljós að þær 25 prósenta eignarhaldstakmarkanir sem fjölmiðlanefndin lagði til séu of stífar. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins segir skýrsluna góður grunnur fyrir lagsetningu um fjölmiðla. "Hún er innlegg í umræðuna og þegar farið verður að vinna að frumarpinu verða tillögur nefndarinnar hafðar til hliðsjónar," segir Magnús. Sprurður hvort hann sé sammála Samfylkingunni um að tillögur nefndarinnar um eignarhald séu of stífar segir Magnús: "Niðurstöðurnar eru auðvitað bara tillögur sem menn hljóta að taka mið af við lagasmíð. Þau eru hins vegar ekki lög og eftir er að fjalla heilmikið um þær. Það má vel vera að þær taki breytingum í þeirri umræðu. Það er mikið álitamál hve mörkin eigi að vera stíf," segir Magnús. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstöður nefndarinnar hafi verið ákveðin málamiðlun. "Ég hef ekkert skipt um skoðun frá því í fyrra að það eigi að takmarka á einhvern hátt eignarhald markaðsráðandi aðila að fjölmiðlum. Ég held að þeirri umræðu hafi verið slegið á frest. Við töpuðum því máli í fyrra og því er best að láta það liggja í einhvern tíma," segir Einar Oddur. Spurður um tillögur nefndarinnar segir hann: "Mér finnst tillögur nefndarinnar skipta afskaplega litlu máli. Mörkin mega alveg eins vera 35 prósent mín vegna." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi skoðanir í báðar áttir. "Við erum að melta skýrsluna og velta þessum skilyrðum fyrir okkur. Enginn hefur lýst andstöðu eða stuðningi við þessi sjónarmið. Umræðan er að byrja núna og ekkert útséð með hvernig frumvarpið muni líta út," segir hann. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Stjórnarþingmenn sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að tillögur fjölmiðlanefndarinnar geti tekið breytingum áður en samið verður frumvarp sem byggist á þeim. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að nú þegar sé komið í ljós að þær 25 prósenta eignarhaldstakmarkanir sem fjölmiðlanefndin lagði til séu of stífar. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins segir skýrsluna góður grunnur fyrir lagsetningu um fjölmiðla. "Hún er innlegg í umræðuna og þegar farið verður að vinna að frumarpinu verða tillögur nefndarinnar hafðar til hliðsjónar," segir Magnús. Sprurður hvort hann sé sammála Samfylkingunni um að tillögur nefndarinnar um eignarhald séu of stífar segir Magnús: "Niðurstöðurnar eru auðvitað bara tillögur sem menn hljóta að taka mið af við lagasmíð. Þau eru hins vegar ekki lög og eftir er að fjalla heilmikið um þær. Það má vel vera að þær taki breytingum í þeirri umræðu. Það er mikið álitamál hve mörkin eigi að vera stíf," segir Magnús. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstöður nefndarinnar hafi verið ákveðin málamiðlun. "Ég hef ekkert skipt um skoðun frá því í fyrra að það eigi að takmarka á einhvern hátt eignarhald markaðsráðandi aðila að fjölmiðlum. Ég held að þeirri umræðu hafi verið slegið á frest. Við töpuðum því máli í fyrra og því er best að láta það liggja í einhvern tíma," segir Einar Oddur. Spurður um tillögur nefndarinnar segir hann: "Mér finnst tillögur nefndarinnar skipta afskaplega litlu máli. Mörkin mega alveg eins vera 35 prósent mín vegna." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi skoðanir í báðar áttir. "Við erum að melta skýrsluna og velta þessum skilyrðum fyrir okkur. Enginn hefur lýst andstöðu eða stuðningi við þessi sjónarmið. Umræðan er að byrja núna og ekkert útséð með hvernig frumvarpið muni líta út," segir hann.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira