Styrkir stöðu Húsavíkur 11. apríl 2005 00:01 "Þetta staðfestir einfaldlega það sem við teljum okkur vita um vilja íbúa hér á svæðinu til að fá hingað orkufrekan iðnað," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Hann vísar þar til könnunar iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um viðhorf íbúa á Norðurlandi til stóriðju. Hann telur niðurstöðurnar ótvírætt styrkja stöðu Húsavíkur þegar og ef kemur að því að ákveða staðsetningu stóriðju á Norðurlandi, auk þess sem Húsavík sé best í sveit sett með tilliti til nálægðar orkuauðlinda. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segist ekki óttast að staðsetning hugsanlegs álvers ráðist af þessum könnunum. "Ég trúi því ekki að menn taki ákvarðanir í svona stóru máli á grundvelli einhverra skoðanakannana, það eru allt aðrir þættir sem hljóta að ráða í þeim efnum," segir hann og bendir á að fjárfestar hljóti að hafa mikið að segja um staðsetningu. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri í Skagafirði, segir augljóslega mikla andstöðu við álversbyggingu í Skagafirði og stjórnvöld hljóti að skoða málið í því ljósi. "Þessar niðurstöður koma mér ekkert á óvart og auðvitað hljótum við að taka mið af afstöðu almennings í þessum efnum," segir hann. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru um 66 prósent Þingeyinga mjög eða frekar hlynnt því að álver verði reist í nágrenni bæjarins. Tæplega 49 af hundraði Akureyringa vilja fá álver í nágrenni Akureyrar en áhugi Skagfirðinga á að fá álver til sín er sýnu minnstur. Þar eru ríflega 37 prósent fylgjandi álveri í firðinum en tæp 46 prósent því algjörlega mótfallin. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
"Þetta staðfestir einfaldlega það sem við teljum okkur vita um vilja íbúa hér á svæðinu til að fá hingað orkufrekan iðnað," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík. Hann vísar þar til könnunar iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um viðhorf íbúa á Norðurlandi til stóriðju. Hann telur niðurstöðurnar ótvírætt styrkja stöðu Húsavíkur þegar og ef kemur að því að ákveða staðsetningu stóriðju á Norðurlandi, auk þess sem Húsavík sé best í sveit sett með tilliti til nálægðar orkuauðlinda. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segist ekki óttast að staðsetning hugsanlegs álvers ráðist af þessum könnunum. "Ég trúi því ekki að menn taki ákvarðanir í svona stóru máli á grundvelli einhverra skoðanakannana, það eru allt aðrir þættir sem hljóta að ráða í þeim efnum," segir hann og bendir á að fjárfestar hljóti að hafa mikið að segja um staðsetningu. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri í Skagafirði, segir augljóslega mikla andstöðu við álversbyggingu í Skagafirði og stjórnvöld hljóti að skoða málið í því ljósi. "Þessar niðurstöður koma mér ekkert á óvart og auðvitað hljótum við að taka mið af afstöðu almennings í þessum efnum," segir hann. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru um 66 prósent Þingeyinga mjög eða frekar hlynnt því að álver verði reist í nágrenni bæjarins. Tæplega 49 af hundraði Akureyringa vilja fá álver í nágrenni Akureyrar en áhugi Skagfirðinga á að fá álver til sín er sýnu minnstur. Þar eru ríflega 37 prósent fylgjandi álveri í firðinum en tæp 46 prósent því algjörlega mótfallin.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira