Árshátíðir eru úr sér gengnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 7. apríl 2005 00:01 Fyrstu mánuðir hvers árs eru undirlagðir af svokölluðum árshátíðum sem ganga út á það að hrista saman fólk úr öllum deildum og lögum fyrirtækja og vinnustaða, hella í það brennivíni og láta það skemmta sér. Hefðbundið helgarfyllerí er þarna, einu sinni á ári, fært í sérstakan hátíðarbúning sem kostar það að fólk þarf að huga að fötum, hári og skrati með allt að því mánaðarfyrirvara áður en ósköpin dynja yfir. Íslendingum finnst gott að hafa skotheld tilefni fyrir sem flestum almennilegum fylliríum og það gefast varla betri tækifæri, en árshátíðir, til að hrynja í það með góðri samvisku. Nú held ég hreinlega að orð yfir þetta fyrirbæri fyrirfinnist eingöngu í íslensku enda þykir þjóðum sem eru lengra komnar í mannamótum, drykkju og skemmtanahaldi það kannski full púkó að slá upp sérstökum árshátíðum. Árshátíðirnar, eins og þær þekkjast á Íslandi, hljóta að vera arfur frá liðinni tíð og hafa sjálfsagt átt fullan rétt á sér á fyrri hluta síðustu aldar þegar fólk hittist sjaldan og símar og bílar voru ekki í almannaeigu. Þá hefur það þótt eðlilegt að skarta sínu fínasta og berast á á balli sem var ef til vill eina djúttið sem fólk hafði kost á það árið. Nú eru hins vegar árshátíðir haldnar nánast á hverju kvöldi á skemmtistöðum í Reykjavík þannig að þessi eina sanna árshátíð er ekkert annað en innantóm viðbót enda er líklega fátt sorglegra og tilgangslausara en að skemmta sér með fólki sem maður umgengst dagsdaglega í vinnunni. Það dapurlegasta við árshátíðir fyrirtækja er svo auðvitað stéttaskiptingin sem kemur hvergi betur í ljós en þegar verkamenn og undirmenn reyna að standa jafnfætis toppunum þegar þeir eru komnir á fimmta glas. Það eru skýr merki um að maður eigi að fara að drífa sig heim af árshátíð þegar vinnuþrælarnir eru komnir á trúnaðarstigið við stjórana. Þeir fyrrnefdnu í Hagkaupsjakkafötum en hinir í sérsaumuðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu mánuðir hvers árs eru undirlagðir af svokölluðum árshátíðum sem ganga út á það að hrista saman fólk úr öllum deildum og lögum fyrirtækja og vinnustaða, hella í það brennivíni og láta það skemmta sér. Hefðbundið helgarfyllerí er þarna, einu sinni á ári, fært í sérstakan hátíðarbúning sem kostar það að fólk þarf að huga að fötum, hári og skrati með allt að því mánaðarfyrirvara áður en ósköpin dynja yfir. Íslendingum finnst gott að hafa skotheld tilefni fyrir sem flestum almennilegum fylliríum og það gefast varla betri tækifæri, en árshátíðir, til að hrynja í það með góðri samvisku. Nú held ég hreinlega að orð yfir þetta fyrirbæri fyrirfinnist eingöngu í íslensku enda þykir þjóðum sem eru lengra komnar í mannamótum, drykkju og skemmtanahaldi það kannski full púkó að slá upp sérstökum árshátíðum. Árshátíðirnar, eins og þær þekkjast á Íslandi, hljóta að vera arfur frá liðinni tíð og hafa sjálfsagt átt fullan rétt á sér á fyrri hluta síðustu aldar þegar fólk hittist sjaldan og símar og bílar voru ekki í almannaeigu. Þá hefur það þótt eðlilegt að skarta sínu fínasta og berast á á balli sem var ef til vill eina djúttið sem fólk hafði kost á það árið. Nú eru hins vegar árshátíðir haldnar nánast á hverju kvöldi á skemmtistöðum í Reykjavík þannig að þessi eina sanna árshátíð er ekkert annað en innantóm viðbót enda er líklega fátt sorglegra og tilgangslausara en að skemmta sér með fólki sem maður umgengst dagsdaglega í vinnunni. Það dapurlegasta við árshátíðir fyrirtækja er svo auðvitað stéttaskiptingin sem kemur hvergi betur í ljós en þegar verkamenn og undirmenn reyna að standa jafnfætis toppunum þegar þeir eru komnir á fimmta glas. Það eru skýr merki um að maður eigi að fara að drífa sig heim af árshátíð þegar vinnuþrælarnir eru komnir á trúnaðarstigið við stjórana. Þeir fyrrnefdnu í Hagkaupsjakkafötum en hinir í sérsaumuðu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar