Sat á barnaskýrslu í tvö ár 6. apríl 2005 00:01 Forsætisráðuneytið sat á skýrslu nefndar um málefni barna og ungmenna í tvö ár. Til snarpra orðaskipa kom á Alþingi í dag og var forsætisráðherra sakaður um að ræða málefni fjölskyldunnar og barna bara fyrir kosningar og á tyllidögum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ýmislegt bendi til þess að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé stórum útbreiddara en álitið hefur verið hingað til og að nærri fimmta hvert barn hafi orðið fyrir því. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir skýringum forsætisráðherra á þeim drætti sem orðið hefði á opinberri stefnumótun í málefnum barna og unglinga í samræmi við ályktun sem Alþingi samþykkti fyrir fjórum árum. Samkvæmt henni átti að leggja framkvæmdaáætlun fyrir Alþingi árið 2002 og var nefnd sett í málið. Athygli vekur að nefndin skilað skýrslu sinni til Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, í febrúar 2003. Í ráðuneytinu hafa menn því setið á skýrslunni í meira en tvö ár. Jóhanna upplýsti að skýrslu nefndarinnar hefði loks verið dreift til þingmanna í gær. Hún sagði að í skýrslunni kæmi fram að hér á landi væri að finna mikla brotalöm í málefnum barna, óskilvirkni kerfisins væri harðlega gagnrýnd og að alla heildarsýn og samhengi vantaði. Afar brýnt væri að skoða verkaskiptingu milli stofana og ráðuneyta og skilgreina hvar ábyrgðin lægi auk þess sem miklum agnúum væri lýst á bóta- og velferðarkerfinu varðandi hag barna. Jóhanna benti enn fremur á að í skýrslunni væri nefnt að sérstaklega væri þörf á úrbótum í málefnum fátækra barna, nýbúa, barna með geðraskanir og barna og ungmenna í vímuefnavanda. Í skýrslunni kæmi einnig fram að kynferðisleg misnotkun barna væri stórum útbreiddari en álitið hefði verið hingað til. Segir í skýrslunni að nærri fari að fimmta hvert barn verði fyrir kynferðislegu ofbeldi. Forsætisráðherra kvaðst hafa ákveðið að fela sérstakri fjölskyldunefnd að fara yfir skýrsluna og hraða þeirri yfirferð en hlaut fyrir gagnrýni stjórnarandstæðinga fyrir að setja málið aftur í nefnd. Jóhanna krafðist þess að forsætisráðherra færi að vilja Alþingis og a hún áteldi það harðlega yrði það ekki gert. Það staðfesti fyrst og fremst að forsætisráðherra ræddi málefni fjölskyldu og barna bara á tyllidögum, í áramótaávörpum og rétt fyrir kosningar, en þegar til kastanna kæmi væru þetta bara orðin tóm í munni hans. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýndi hins vegar Jóhönnu fyrir að tala eins og ekkert væri að gerast í málefnum barna og ungmenna í landinu. Hann sagði að nýlega hefðu verið samþykktar tillögur á þingi um að stórhækka barnabætur sem yrði til þess að styrkja stöðu fjölskyldunnar. Þá hefði mikið starf verið unnið á undanförnum árum með því að efla menntun barna og ungmenna, styrkja skólana og efla forvarnastarf í landinu. Því botnaði hann ekkert í því hvaða augum Jóhanna liti á það mikla starf sem hefði átt sér stað. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Forsætisráðuneytið sat á skýrslu nefndar um málefni barna og ungmenna í tvö ár. Til snarpra orðaskipa kom á Alþingi í dag og var forsætisráðherra sakaður um að ræða málefni fjölskyldunnar og barna bara fyrir kosningar og á tyllidögum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ýmislegt bendi til þess að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé stórum útbreiddara en álitið hefur verið hingað til og að nærri fimmta hvert barn hafi orðið fyrir því. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir skýringum forsætisráðherra á þeim drætti sem orðið hefði á opinberri stefnumótun í málefnum barna og unglinga í samræmi við ályktun sem Alþingi samþykkti fyrir fjórum árum. Samkvæmt henni átti að leggja framkvæmdaáætlun fyrir Alþingi árið 2002 og var nefnd sett í málið. Athygli vekur að nefndin skilað skýrslu sinni til Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, í febrúar 2003. Í ráðuneytinu hafa menn því setið á skýrslunni í meira en tvö ár. Jóhanna upplýsti að skýrslu nefndarinnar hefði loks verið dreift til þingmanna í gær. Hún sagði að í skýrslunni kæmi fram að hér á landi væri að finna mikla brotalöm í málefnum barna, óskilvirkni kerfisins væri harðlega gagnrýnd og að alla heildarsýn og samhengi vantaði. Afar brýnt væri að skoða verkaskiptingu milli stofana og ráðuneyta og skilgreina hvar ábyrgðin lægi auk þess sem miklum agnúum væri lýst á bóta- og velferðarkerfinu varðandi hag barna. Jóhanna benti enn fremur á að í skýrslunni væri nefnt að sérstaklega væri þörf á úrbótum í málefnum fátækra barna, nýbúa, barna með geðraskanir og barna og ungmenna í vímuefnavanda. Í skýrslunni kæmi einnig fram að kynferðisleg misnotkun barna væri stórum útbreiddari en álitið hefði verið hingað til. Segir í skýrslunni að nærri fari að fimmta hvert barn verði fyrir kynferðislegu ofbeldi. Forsætisráðherra kvaðst hafa ákveðið að fela sérstakri fjölskyldunefnd að fara yfir skýrsluna og hraða þeirri yfirferð en hlaut fyrir gagnrýni stjórnarandstæðinga fyrir að setja málið aftur í nefnd. Jóhanna krafðist þess að forsætisráðherra færi að vilja Alþingis og a hún áteldi það harðlega yrði það ekki gert. Það staðfesti fyrst og fremst að forsætisráðherra ræddi málefni fjölskyldu og barna bara á tyllidögum, í áramótaávörpum og rétt fyrir kosningar, en þegar til kastanna kæmi væru þetta bara orðin tóm í munni hans. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýndi hins vegar Jóhönnu fyrir að tala eins og ekkert væri að gerast í málefnum barna og ungmenna í landinu. Hann sagði að nýlega hefðu verið samþykktar tillögur á þingi um að stórhækka barnabætur sem yrði til þess að styrkja stöðu fjölskyldunnar. Þá hefði mikið starf verið unnið á undanförnum árum með því að efla menntun barna og ungmenna, styrkja skólana og efla forvarnastarf í landinu. Því botnaði hann ekkert í því hvaða augum Jóhanna liti á það mikla starf sem hefði átt sér stað.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira