Fréttastofa í gíslingu? Snorri Þórisson skrifar 6. apríl 2005 00:01 Nú þegar mesta fjaðrafokið er búið vegna ráðningar fréttastjóra Ríkisútvarps get ég ekki lengur orða bundist. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með fréttatímum ríkisfjölmiðlana. Fréttamenn hafa haldið fréttatímum stofnunarinnar í gíslingu og talað hver við annan um ágæti hvers annars og um leið verið með ærumeiðingar og níð í garð umsækjandans sem útvarpsstjóri og útvarpsráð völdu til að blása nýju lífi í fréttastofuna. Því miður hefur umsækjandinn, Auðun Georg nú ákveðið að taka ekki stöðu fréttastjóra þar sem grátkór fréttamanna hefur gert honum það ókleift. Spurningin er, hver á að fara með mannaforráð í Ríkisútvarpinu, þar með talinni fréttadeild stofnunarinnar? Eru það fréttamenn eða útvarpsstjóri? Samkvæmt stjórnskipan er það útvarpsstjóri. Nú er bara spurningin hver eftirleikurinn verður. Mun útvarpsstjóri taka á sig rögg og reka grátkórinn sem hefur gerst brotlegur í opinberu starfi eða mun kórinn áfram halda fréttastofunni í gíslingu? Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur fram til þessa verið talin óvilhallur og traustur fréttamiðill en hefur nú sett niður vegna þessa máls. Með hlutdrægum fréttaflutningi hefur trúverðugleiki fréttastofunnar glatast. Þjóðin á heimtingu á að ráðinn verði nýr fréttastjóri sem kemur ekki úr röðum þeirra sem blönduðust inn í málið með einu eða öðrum hætti. Höfundur er kvikmyndaframleiðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Nú þegar mesta fjaðrafokið er búið vegna ráðningar fréttastjóra Ríkisútvarps get ég ekki lengur orða bundist. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með fréttatímum ríkisfjölmiðlana. Fréttamenn hafa haldið fréttatímum stofnunarinnar í gíslingu og talað hver við annan um ágæti hvers annars og um leið verið með ærumeiðingar og níð í garð umsækjandans sem útvarpsstjóri og útvarpsráð völdu til að blása nýju lífi í fréttastofuna. Því miður hefur umsækjandinn, Auðun Georg nú ákveðið að taka ekki stöðu fréttastjóra þar sem grátkór fréttamanna hefur gert honum það ókleift. Spurningin er, hver á að fara með mannaforráð í Ríkisútvarpinu, þar með talinni fréttadeild stofnunarinnar? Eru það fréttamenn eða útvarpsstjóri? Samkvæmt stjórnskipan er það útvarpsstjóri. Nú er bara spurningin hver eftirleikurinn verður. Mun útvarpsstjóri taka á sig rögg og reka grátkórinn sem hefur gerst brotlegur í opinberu starfi eða mun kórinn áfram halda fréttastofunni í gíslingu? Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur fram til þessa verið talin óvilhallur og traustur fréttamiðill en hefur nú sett niður vegna þessa máls. Með hlutdrægum fréttaflutningi hefur trúverðugleiki fréttastofunnar glatast. Þjóðin á heimtingu á að ráðinn verði nýr fréttastjóri sem kemur ekki úr röðum þeirra sem blönduðust inn í málið með einu eða öðrum hætti. Höfundur er kvikmyndaframleiðandi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar