Vilja skilja á milli embættismanna 2. apríl 2005 00:01 Skilja ber á milli pólitískra og faglegra embættismanna í stjórnarráðinu að mati sex þingmanna Samfylkingarinnar. Lögð hefur verið fram tillaga að þingsályktun um málið en flutningsmenn telja að Ísland hafi sérstöðu hvað varðar pólitískar embættisveitingar í ráðuneytum. Bent er á að það komi skýrt fram í sögu stjórnarráðsins að skilin milli pólitískra og faglega ráðinna embættismanna hafi alltaf verið fremur óljós og ráðherrar hafi haft mikil ítök við skipan embættismanna. 1969 var heimilað að ráðherra gæti ráðið sér aðstoðarmann sem hyrfi úr starfi um leið og ráðherrann. Ekki séu þó vísbendingar um að það hafi dregið úr pólitískum embættisveitingum. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og einn flutningsmanna tillögunnar, segir að henni finnist mjög erfitt þegar mjög sterkir pólitískir einstaklingar séu ráðnir inn í æðstu embættti stjórnsýslunnar og svo líði sá tími sem viðkomandi ríkisstjórn sitji og við taki ný ríkisstjórn og ráðherrar erfi þá sem fyrir séu. Mikilvægt sé að traust sé milli manna þegar komið sé inn í ráðuneyti, embættismannavaldið sé sterkt. Þannig segir Rannveig að þótt flokksmennirnir geti verið góðir embættismenn sé vont hversu óljós skilin eru. Hún vill fara sömu leið og í Noregi og Svíþjóð þar sem stjórnmálamenn ráða pólitíiska embættismenn sem hverfa með þeim þegar þeir víkja. Hún segir að fólk verði leiksoppar pólitískra ráðninga í núverandi kerfi, sama hvorum megin veggjar það lendi. Nýlegt dæmi um ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu sanni það og einnig hafi dyggir flokksmenn verið ráðnir til starfa í fjármálaráðuneytinu og sjávarútvegsráðuneytinu nýlega. Þá eru einnig til ráðuneytisstjórar án ráðuneytis. Rannveig bendir á Björn Friðfinnsson sem hafi verið án ráðuneytis árum saman vegna þess það hentaði ekki þegar hann kom úr leyfi erlendis að hann tæki við sínum störfum í ráðuneyti þar sem nýr flokkur var kominn við völd. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Skilja ber á milli pólitískra og faglegra embættismanna í stjórnarráðinu að mati sex þingmanna Samfylkingarinnar. Lögð hefur verið fram tillaga að þingsályktun um málið en flutningsmenn telja að Ísland hafi sérstöðu hvað varðar pólitískar embættisveitingar í ráðuneytum. Bent er á að það komi skýrt fram í sögu stjórnarráðsins að skilin milli pólitískra og faglega ráðinna embættismanna hafi alltaf verið fremur óljós og ráðherrar hafi haft mikil ítök við skipan embættismanna. 1969 var heimilað að ráðherra gæti ráðið sér aðstoðarmann sem hyrfi úr starfi um leið og ráðherrann. Ekki séu þó vísbendingar um að það hafi dregið úr pólitískum embættisveitingum. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og einn flutningsmanna tillögunnar, segir að henni finnist mjög erfitt þegar mjög sterkir pólitískir einstaklingar séu ráðnir inn í æðstu embættti stjórnsýslunnar og svo líði sá tími sem viðkomandi ríkisstjórn sitji og við taki ný ríkisstjórn og ráðherrar erfi þá sem fyrir séu. Mikilvægt sé að traust sé milli manna þegar komið sé inn í ráðuneyti, embættismannavaldið sé sterkt. Þannig segir Rannveig að þótt flokksmennirnir geti verið góðir embættismenn sé vont hversu óljós skilin eru. Hún vill fara sömu leið og í Noregi og Svíþjóð þar sem stjórnmálamenn ráða pólitíiska embættismenn sem hverfa með þeim þegar þeir víkja. Hún segir að fólk verði leiksoppar pólitískra ráðninga í núverandi kerfi, sama hvorum megin veggjar það lendi. Nýlegt dæmi um ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu sanni það og einnig hafi dyggir flokksmenn verið ráðnir til starfa í fjármálaráðuneytinu og sjávarútvegsráðuneytinu nýlega. Þá eru einnig til ráðuneytisstjórar án ráðuneytis. Rannveig bendir á Björn Friðfinnsson sem hafi verið án ráðuneytis árum saman vegna þess það hentaði ekki þegar hann kom úr leyfi erlendis að hann tæki við sínum störfum í ráðuneyti þar sem nýr flokkur var kominn við völd.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira