Rússar stöðva framkvæmdir 31. mars 2005 00:01 Misskilningur rússneskra ráðamanna í Moskvu olli því að sex fjögurra metra stálstöplar voru reistir á grunni nýrrar byggingar í bakgarði rússneska sendiráðsins í trássi við beiðni borgaryfirvalda um að stöðva allar framkvæmdir á lóðinni. Þetta segir Andrei Melnikov, sendiráðsfulltrúi sendiráðs Rússlands á Íslandi. Rússneska sendiráðið hóf byggingu 400 fermetra húsnæðis sem er sjö metra hátt á lóðinni fyrir aftan sendiráð Rússlands í Garðarstræti 33 án þess að sækja um tilskilin byggingarleyfi hjá Reykjavíkurborg. Í kjölfar athugasemda frá nágrönnum í desember var sendiráðinu gert að stöðva byggingarframkvæmdir á meðan unnið er að deiliskipulagi fyrir svæðið, svo afgreiða megi byggingarleyfisumsókn. Melnikov segir að öllum framkvæmdum hafi verið hætt fyrir viku. "Yfirmenn í Moskvu héldu að einhver hluti leyfis hefði fengist hjá borgaryfirvöldum og því voru þessir stálstöplar reistir. Um leið og við komumst að því að svo var ekki var öll vinna stöðvuð," segir Melnikov. Nágrannar sendiráðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu Fréttablaðinu að Rússarnir hefðu unnið sleitulaust á byggingarstaðnum allt frá því í september og að þeir hafi gert meira en að reisa stálstöplana frá því í desember. Melnikov segir að rússnesk yfirvöld hafi staðið í þeirri trú að vandamálið væri fólgið í því byggingin væri of nálægt lóðamörkum. "Borgaryfirvöld óskuðu eftir því að við færðum bygginguna inn á lóðina um að minnsta kosti þrjá metra og að ef svo yrði gert þyrfti sendiráðið ekki að ganga í gegnum svo ítarlega málskynningu. Sendiráðið uppfyllti þessa ósk og færði bygginguna í planinu um 4,9 metra inn í lóðina," segir Melnikov. Hann segir að rússneska sendiráðið vilji fyrir alla muni eiga góð samskipti við nágranna. "Við viljum búa í sátt við þá og eigum von á því að málamiðlunarlausn verði fundin," segir hann. Skipulags- og byggingarnefnd tekur málið til umfjöllunar á miðvikudag. Skúrar undir byggingarefni. Reistir hafa verið fjölmargir skúrar í baklóð sendiráðsins í Garðastræti 33 og 35. Borgaryfirvöld hafa fengið þær skýringar að skúrarnir hýsi byggingarefni.MYND/GVA Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Misskilningur rússneskra ráðamanna í Moskvu olli því að sex fjögurra metra stálstöplar voru reistir á grunni nýrrar byggingar í bakgarði rússneska sendiráðsins í trássi við beiðni borgaryfirvalda um að stöðva allar framkvæmdir á lóðinni. Þetta segir Andrei Melnikov, sendiráðsfulltrúi sendiráðs Rússlands á Íslandi. Rússneska sendiráðið hóf byggingu 400 fermetra húsnæðis sem er sjö metra hátt á lóðinni fyrir aftan sendiráð Rússlands í Garðarstræti 33 án þess að sækja um tilskilin byggingarleyfi hjá Reykjavíkurborg. Í kjölfar athugasemda frá nágrönnum í desember var sendiráðinu gert að stöðva byggingarframkvæmdir á meðan unnið er að deiliskipulagi fyrir svæðið, svo afgreiða megi byggingarleyfisumsókn. Melnikov segir að öllum framkvæmdum hafi verið hætt fyrir viku. "Yfirmenn í Moskvu héldu að einhver hluti leyfis hefði fengist hjá borgaryfirvöldum og því voru þessir stálstöplar reistir. Um leið og við komumst að því að svo var ekki var öll vinna stöðvuð," segir Melnikov. Nágrannar sendiráðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu Fréttablaðinu að Rússarnir hefðu unnið sleitulaust á byggingarstaðnum allt frá því í september og að þeir hafi gert meira en að reisa stálstöplana frá því í desember. Melnikov segir að rússnesk yfirvöld hafi staðið í þeirri trú að vandamálið væri fólgið í því byggingin væri of nálægt lóðamörkum. "Borgaryfirvöld óskuðu eftir því að við færðum bygginguna inn á lóðina um að minnsta kosti þrjá metra og að ef svo yrði gert þyrfti sendiráðið ekki að ganga í gegnum svo ítarlega málskynningu. Sendiráðið uppfyllti þessa ósk og færði bygginguna í planinu um 4,9 metra inn í lóðina," segir Melnikov. Hann segir að rússneska sendiráðið vilji fyrir alla muni eiga góð samskipti við nágranna. "Við viljum búa í sátt við þá og eigum von á því að málamiðlunarlausn verði fundin," segir hann. Skipulags- og byggingarnefnd tekur málið til umfjöllunar á miðvikudag. Skúrar undir byggingarefni. Reistir hafa verið fjölmargir skúrar í baklóð sendiráðsins í Garðastræti 33 og 35. Borgaryfirvöld hafa fengið þær skýringar að skúrarnir hýsi byggingarefni.MYND/GVA
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira