Vilja vita ef Fischer fer úr landi 30. mars 2005 00:01 Bandaríkjamenn hafa farið fram á það að vera látnir vita ef Bobby Fischer fer úr landi. Þessu var komið á framfæri í gegnum alþjóðalögregluna Interpol, sem sendi ríkislögreglustjóra bréf. Auk þess var óskað eftir staðfestingu á veru Fischers hér á landi. Íslensk yfirvöld hafa ekki svarað beiðninni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru engar líkur á því að þau muni samþykkja að verða við henni því ekki er vaninn að fylgjast með ferðum íslenskra ríkisborgara. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær að beiðni Bandaríkjamanna væri ekki einungis formsatriði. "Þetta er meira en það, vegna þess að farið er fram á að upplýst verði ef Fischer ferðast úr landi. Þar með gætu Bandaríkjamenn óskað eftir því að hann yrði handtekinn í öðrum löndum. Hann ætti þá erfitt með að komast héðan," sagði Davíð. "Fischer verður ekki framseldur til Bandaríkjanna og Bandaríkjamönnum var gert grein fyrir því strax í upphafi. Þeir vita það vel," segir Davíð. Samkvæmt íslenskum lögum er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara til annarra landa. James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í gær að mál Fischers væri til meðferðar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og hann gæti ekki tjáð sig nánar um hvort ætlunin væri að krefjast framsals Fischers. Gadsden sagði aðspurður að vonbrigði Bandaríkjamanna yfir því að Íslendingar hefðu veitt Fischer ríkisborgararétt myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna tveggja. "Við lítum á Ísland sem náinn bandamann Bandaríkjanna og það hefur ekki breyst," sagði hann. Davíð sagðist ekki telja að málið myndi hafa áhrif á samskipti ríkjanna. "Við höfum alltaf gert grein fyrir því að þetta sé gert af mannúðarástæðum og við erum ekki að taka afstöðu með þeim margvíslegu yfirlýsingum sem Fischer hefur gefið í gegnum tíðina og okkur þykja á marga lund ósmekklegar og ósanngjarnar mjög." Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki getað tjáð sig um málefni Fischers. "Hvenær sem um er að ræða ákæru á hendur einstaklingi vegna lögbrots vonumst við alltaf til þess að hann verði framseldur. Hvort af því verður fer hins vegar eftir ýmsu, svo sem hvar hinn ákærði er niðurkominn," sagði hann. Dómsmálaráðuneytið hefur nú beiðni Bandaríkjamanna til athugunar en Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki tjá sig um efnisatriði bréfsins frá Interpol. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Bandaríkjamenn hafa farið fram á það að vera látnir vita ef Bobby Fischer fer úr landi. Þessu var komið á framfæri í gegnum alþjóðalögregluna Interpol, sem sendi ríkislögreglustjóra bréf. Auk þess var óskað eftir staðfestingu á veru Fischers hér á landi. Íslensk yfirvöld hafa ekki svarað beiðninni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru engar líkur á því að þau muni samþykkja að verða við henni því ekki er vaninn að fylgjast með ferðum íslenskra ríkisborgara. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í gær að beiðni Bandaríkjamanna væri ekki einungis formsatriði. "Þetta er meira en það, vegna þess að farið er fram á að upplýst verði ef Fischer ferðast úr landi. Þar með gætu Bandaríkjamenn óskað eftir því að hann yrði handtekinn í öðrum löndum. Hann ætti þá erfitt með að komast héðan," sagði Davíð. "Fischer verður ekki framseldur til Bandaríkjanna og Bandaríkjamönnum var gert grein fyrir því strax í upphafi. Þeir vita það vel," segir Davíð. Samkvæmt íslenskum lögum er ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara til annarra landa. James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í gær að mál Fischers væri til meðferðar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og hann gæti ekki tjáð sig nánar um hvort ætlunin væri að krefjast framsals Fischers. Gadsden sagði aðspurður að vonbrigði Bandaríkjamanna yfir því að Íslendingar hefðu veitt Fischer ríkisborgararétt myndu ekki hafa áhrif á samband ríkjanna tveggja. "Við lítum á Ísland sem náinn bandamann Bandaríkjanna og það hefur ekki breyst," sagði hann. Davíð sagðist ekki telja að málið myndi hafa áhrif á samskipti ríkjanna. "Við höfum alltaf gert grein fyrir því að þetta sé gert af mannúðarástæðum og við erum ekki að taka afstöðu með þeim margvíslegu yfirlýsingum sem Fischer hefur gefið í gegnum tíðina og okkur þykja á marga lund ósmekklegar og ósanngjarnar mjög." Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki getað tjáð sig um málefni Fischers. "Hvenær sem um er að ræða ákæru á hendur einstaklingi vegna lögbrots vonumst við alltaf til þess að hann verði framseldur. Hvort af því verður fer hins vegar eftir ýmsu, svo sem hvar hinn ákærði er niðurkominn," sagði hann. Dómsmálaráðuneytið hefur nú beiðni Bandaríkjamanna til athugunar en Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki tjá sig um efnisatriði bréfsins frá Interpol.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira