Staða borgarsjóðs breytist hratt 23. mars 2005 00:01 R-listinn taldi útsvarshækkun um áramótin nauðsynlega til að bæta erfiðan fjárhag borgarsjóðs. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er svigrúm til að lofa gjaldfrjálsum leikskóla. Kostnaður við það er álíka mikill og sem nemur útsvarshækkuninni. Af stærri sveitarfélögum var það Reykjavíkurborg sem hækkaði skatta mest á þegna sína með hækkun útsvars um 0,33 prósentustig. Útsvarshækkun borgarinnar um síðustu áramót er drjúg fyrir meðalheimili. Þannig þurfa hjón með meðaltekjur að greiða um 40 þúsund krónum hærri skatta á þessu ári en annars hefði orðið. Borgin hugðist einnig hækka álagningarprósentu fasteignaskatta en féll frá því þar sem verðhækkanir fasteigna einar sér leiða til nærri eins milljarðs króna tekjuauka fyrir borgina af fasteignasköttum milli ára. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði fyrir þremur mánuðum, til að réttlæta auknar álögur á borgarbúa, að nýverið hefði verið samið við grunnskólakennara og sá samningur hefði kostað borgarsjóð um einn milljarð. Þá væri gert ráð fyrir að greiða niður skuldir borgarinnar um einn og hálfan milljarð króna þannig að ekki veitti af hverri krónu í borgarsjóð. Þegar borgarstjórinn kynnti áform um gjaldfrjálsan leikskóla í síðustu viku var komið annað hljóð í strokkinn. Nú sá borgarstjóri nóg af peningum í borgarsjóði til að greiða niður leikskólagjöld. Steinunn sagði að borð væri fyrir báru og rekstur Reykjavíkurborgar væri í jafnvægi. Það sýndi einnig trausta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar að stíga þetta skref. Áætlað er að hækkun útsvarsins skili Reykjavíkurborg 740 milljóna króna viðbótarsköttum á ári. Í fréttatilkynningu borgarstjóra í síðustu viku vegna gjaldfrjáls leikskóla kemur fram að kostnaðarauki er áætlaður 846 milljónir króna á ári en þetta á koma í áföngum á nokkrum árum. Nú vaknar sú spurning: Var verið að gabba fólk þegar erfið fjárhagssjóðs var notuð til að réttlæta skattahækkun? Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
R-listinn taldi útsvarshækkun um áramótin nauðsynlega til að bæta erfiðan fjárhag borgarsjóðs. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er svigrúm til að lofa gjaldfrjálsum leikskóla. Kostnaður við það er álíka mikill og sem nemur útsvarshækkuninni. Af stærri sveitarfélögum var það Reykjavíkurborg sem hækkaði skatta mest á þegna sína með hækkun útsvars um 0,33 prósentustig. Útsvarshækkun borgarinnar um síðustu áramót er drjúg fyrir meðalheimili. Þannig þurfa hjón með meðaltekjur að greiða um 40 þúsund krónum hærri skatta á þessu ári en annars hefði orðið. Borgin hugðist einnig hækka álagningarprósentu fasteignaskatta en féll frá því þar sem verðhækkanir fasteigna einar sér leiða til nærri eins milljarðs króna tekjuauka fyrir borgina af fasteignasköttum milli ára. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði fyrir þremur mánuðum, til að réttlæta auknar álögur á borgarbúa, að nýverið hefði verið samið við grunnskólakennara og sá samningur hefði kostað borgarsjóð um einn milljarð. Þá væri gert ráð fyrir að greiða niður skuldir borgarinnar um einn og hálfan milljarð króna þannig að ekki veitti af hverri krónu í borgarsjóð. Þegar borgarstjórinn kynnti áform um gjaldfrjálsan leikskóla í síðustu viku var komið annað hljóð í strokkinn. Nú sá borgarstjóri nóg af peningum í borgarsjóði til að greiða niður leikskólagjöld. Steinunn sagði að borð væri fyrir báru og rekstur Reykjavíkurborgar væri í jafnvægi. Það sýndi einnig trausta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar að stíga þetta skref. Áætlað er að hækkun útsvarsins skili Reykjavíkurborg 740 milljóna króna viðbótarsköttum á ári. Í fréttatilkynningu borgarstjóra í síðustu viku vegna gjaldfrjáls leikskóla kemur fram að kostnaðarauki er áætlaður 846 milljónir króna á ári en þetta á koma í áföngum á nokkrum árum. Nú vaknar sú spurning: Var verið að gabba fólk þegar erfið fjárhagssjóðs var notuð til að réttlæta skattahækkun?
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira