Varasöm þétting flugvallarsvæðis 21. mars 2005 00:01 Í Morgunblaðinu föstudaginn 25. febrúar s.l. er stuttlega kynnt tilboð Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar til Háskólans í Reykjavík um lóð í Vatnsmýrinni, nánar tiltekið ofan Nauthólsvíkur. Mat á umhverfisáhrifum nýbyggingarsvæða Þótt nýbyggingarsvæði (þ.m.t. bygging verslunarmiðstöðva og bílastæða) þurfi ekki að sæta umhverfismati geta þau haft umtalsverð umhverfisáhrif - landröskun, sjónmengun, ljósmengun, vatnsmengun, hávaði, loftmengun, o.fl. Undirritaður hefur nokkrum sinnum bent á misræmi í íslensku lögunum um umhverfismat og tilskipun Evrópusambandsins. Í tilskipun sambandsins skulu t.d. nýbyggingarsvæði (þ.m.t. bygging verslunarmiðstöðva og bílastæða) sæta umhverfismati (skv. 2. viðauka). Samkvæmt Evrópudómstólnum er aðildarþjóðum (þ.m.t. þjóðir EES) ekki heimilt að fjarlægja einstaka framkvæmdaflokka af lista tilskipunarinnar, líkt og gert er í íslensku lögunum. Umhverfisáhrif flugvallarins Að mörgu þarf að hyggja þegar skipuleggja skal 20 þúsund manna þekkingar- og háskólaþorp á heimsmælikvarða einsog málið var kynnt í Morgunblaðinu. Umhverfisáhrif þekkingar- og háskólaþorpsins verða mikil en áhrif flugvallarins á þorpið verða ekki síður veruleg. Hér verður í stuttu máli fjallað um niðurstöður tveggja skýrslna sem kynntar voru m.a. í tengslum við atkvæðagreiðsluna um Reykjavíkurflugvöll 2001. Annars vegar er um að ræða hljóðvistargreiningu og hinsvegar áhættumatsgreiningu. Hávaði Embætti Borgarverkfræðings hafði frumkvæði að greiningunni. Umferðardeild verkfræðistofunnar Línuhönnunar hf. og Flugmálastjórn unnu verkið í sameiningu. Í reglugerð um hávaða er ekki að finna nein viðmiðunarmörk fyrir flugvélahávaða, en tiltekið: "Ef upp koma tilvik sem þessar reglur ná ekki yfir, skal velja viðurkennda hávaðareglu sem stuðst er við í slíkum tilvikum í einhverju hinna Norðurlandanna". Á Norðurlöndunum er yfirleitt miðað við að hljóðstig frá flugumferð á nýjum íbúðasvæðum (þ.m.t. kennslustofnanir og sjúkrahús) skuli vera innan 55dB. Meðfylgjandi mynd sýnir hljóðstig við Reykjavíkurflugvöll fyrir um 4 árum. Hvít svæði hafa lægri hljóðstig en 55dB vegna flugtaka og lendinga á flugvellinum. Hljóðstig svæðisins sem Reykjavíkurborg hefur boðið Háskólanum í Reykjavík er 60-70dB. Í reglugerð nr 478-2003 kemur fram: "Bannað er að byggja íbúðarhús í nágrenni flugvalla í aðflugsstefnu flugbrauta þar sem hætta er á slysum og að hávaði fari yfir leyfileg mörk." Í aðalskipulagi Reykjavíkur (sem gildi til 2024) er gert ráð fyirr að norður-suðurbraut verði aflögð árið 2016. Það þýðir að hávaðinn verður enn meiri á tilboðssvæði Reykjavíkur því það liggur í flugstefnu austur-vesturbrautar. Útreikningarnir frá 2001 gerðu ráð fyrir 50-50 notkun á brautunum. Umferðarskipulag Hávaði frá flugumferð er ekki eini hávaði svæðisins því umferðin er mikil og mun aukast. Einsog allir vita sem keyra reglulega vestur í bæ er umferðin þar orðin afar þung og erfið á álagstímum. Til þess að leysa úr þessum umferðarhnútum hefur Samgönguráðherra sett 200 milljónir í undirbúning á Hlíðarfætisgöngum á Samgönguáætlun 2005-2008. Hlíðarfótsverkefnið er 4.akreina stofnbraut frá Vatnsmýrarsvæðinu, gegnum Öskjuhlíðina, að mislægum gatnamót í Fossvogsdalnum, og áfram undir Kópavog að mislægum gatnamótum við Smáralind. Fjöldi bíla úr Öskjuhlíðargöngum við umrætt gjafaland hefur verið áætlaður 25.000 á sólarhring 2012 (án 20.000 manna háskólaþorps). Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins skulu þéttbýlissvæði með fleiri en 100.000 íbúa gera hávaðakort sem sýnir heildarhávaða svæðisins innan 2010. Það þýðir að leggja verður saman hávaðann frá flugvellinum og hávaða frá umferð í nágrenninu. Hávaðinn á Vatnsmýrarsvæðinu mun því aukast enn frekar. Áhættugreining Árið 1997 var unnið áhættumat fyrir Reykjavíkurflugvöll. Eins og búast mátti við er áhættan mest næst flugvellinum og í stefnu flugbrautanna. Slysalínan - sem þýddi 1-2. dauðsföll á hverja 100.000 þúsund íbúa á ári - náði t.d næstum að Kringlumýrarbraut vegna austur-vesturbrautar. Flugvöllurinn telst samt vera öruggur því dauðsföll þurfa að vera fleiri en 3. á hverja 100.000 þúsund íbúa á ári ef áhættan er ekki ásættanleg skv. reglugerð nr. 505-2000. Ef koma á 20 þúsund manna háskólaþorpi í nágrenni vallarins eru líkur á því að áhættan verði ekki ásættanleg. Lokaorð Umrætt landsvæði er ekki besta byggingalóð landsins fyrir íbúðasvæði eða kennslustofnanir. Sýnt hefur verið fram á að frekari þétting flugvallarsvæðins getur verið varasöm og jafnvel ólögleg miðað við reglugerð nr. 478-2003. Flugvöllurinn er ekki að fara á morgun. Samkomulag hefur verið gert um að völlurinn standi a.m.k. 20 ár í viðbót. Þangað til er nægur tími til að standa vel að kynningu á nýtingu alls Vatnsmýrarsvæðins fyrir alla borgara. Rétt er að benda á að lokum að mikilvægi Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur er sérstaklega mikið sem útivistarsvæða innan höfuðborgarinnar. Ekki er ráðlegt að þétta byggð of mikið og ganga þannig á náttúru og græn lungu borgarinnar, komandi kynslóðir munu ekki fyrirgefa það. Björgvin Þorsteinsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu föstudaginn 25. febrúar s.l. er stuttlega kynnt tilboð Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar til Háskólans í Reykjavík um lóð í Vatnsmýrinni, nánar tiltekið ofan Nauthólsvíkur. Mat á umhverfisáhrifum nýbyggingarsvæða Þótt nýbyggingarsvæði (þ.m.t. bygging verslunarmiðstöðva og bílastæða) þurfi ekki að sæta umhverfismati geta þau haft umtalsverð umhverfisáhrif - landröskun, sjónmengun, ljósmengun, vatnsmengun, hávaði, loftmengun, o.fl. Undirritaður hefur nokkrum sinnum bent á misræmi í íslensku lögunum um umhverfismat og tilskipun Evrópusambandsins. Í tilskipun sambandsins skulu t.d. nýbyggingarsvæði (þ.m.t. bygging verslunarmiðstöðva og bílastæða) sæta umhverfismati (skv. 2. viðauka). Samkvæmt Evrópudómstólnum er aðildarþjóðum (þ.m.t. þjóðir EES) ekki heimilt að fjarlægja einstaka framkvæmdaflokka af lista tilskipunarinnar, líkt og gert er í íslensku lögunum. Umhverfisáhrif flugvallarins Að mörgu þarf að hyggja þegar skipuleggja skal 20 þúsund manna þekkingar- og háskólaþorp á heimsmælikvarða einsog málið var kynnt í Morgunblaðinu. Umhverfisáhrif þekkingar- og háskólaþorpsins verða mikil en áhrif flugvallarins á þorpið verða ekki síður veruleg. Hér verður í stuttu máli fjallað um niðurstöður tveggja skýrslna sem kynntar voru m.a. í tengslum við atkvæðagreiðsluna um Reykjavíkurflugvöll 2001. Annars vegar er um að ræða hljóðvistargreiningu og hinsvegar áhættumatsgreiningu. Hávaði Embætti Borgarverkfræðings hafði frumkvæði að greiningunni. Umferðardeild verkfræðistofunnar Línuhönnunar hf. og Flugmálastjórn unnu verkið í sameiningu. Í reglugerð um hávaða er ekki að finna nein viðmiðunarmörk fyrir flugvélahávaða, en tiltekið: "Ef upp koma tilvik sem þessar reglur ná ekki yfir, skal velja viðurkennda hávaðareglu sem stuðst er við í slíkum tilvikum í einhverju hinna Norðurlandanna". Á Norðurlöndunum er yfirleitt miðað við að hljóðstig frá flugumferð á nýjum íbúðasvæðum (þ.m.t. kennslustofnanir og sjúkrahús) skuli vera innan 55dB. Meðfylgjandi mynd sýnir hljóðstig við Reykjavíkurflugvöll fyrir um 4 árum. Hvít svæði hafa lægri hljóðstig en 55dB vegna flugtaka og lendinga á flugvellinum. Hljóðstig svæðisins sem Reykjavíkurborg hefur boðið Háskólanum í Reykjavík er 60-70dB. Í reglugerð nr 478-2003 kemur fram: "Bannað er að byggja íbúðarhús í nágrenni flugvalla í aðflugsstefnu flugbrauta þar sem hætta er á slysum og að hávaði fari yfir leyfileg mörk." Í aðalskipulagi Reykjavíkur (sem gildi til 2024) er gert ráð fyirr að norður-suðurbraut verði aflögð árið 2016. Það þýðir að hávaðinn verður enn meiri á tilboðssvæði Reykjavíkur því það liggur í flugstefnu austur-vesturbrautar. Útreikningarnir frá 2001 gerðu ráð fyrir 50-50 notkun á brautunum. Umferðarskipulag Hávaði frá flugumferð er ekki eini hávaði svæðisins því umferðin er mikil og mun aukast. Einsog allir vita sem keyra reglulega vestur í bæ er umferðin þar orðin afar þung og erfið á álagstímum. Til þess að leysa úr þessum umferðarhnútum hefur Samgönguráðherra sett 200 milljónir í undirbúning á Hlíðarfætisgöngum á Samgönguáætlun 2005-2008. Hlíðarfótsverkefnið er 4.akreina stofnbraut frá Vatnsmýrarsvæðinu, gegnum Öskjuhlíðina, að mislægum gatnamót í Fossvogsdalnum, og áfram undir Kópavog að mislægum gatnamótum við Smáralind. Fjöldi bíla úr Öskjuhlíðargöngum við umrætt gjafaland hefur verið áætlaður 25.000 á sólarhring 2012 (án 20.000 manna háskólaþorps). Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins skulu þéttbýlissvæði með fleiri en 100.000 íbúa gera hávaðakort sem sýnir heildarhávaða svæðisins innan 2010. Það þýðir að leggja verður saman hávaðann frá flugvellinum og hávaða frá umferð í nágrenninu. Hávaðinn á Vatnsmýrarsvæðinu mun því aukast enn frekar. Áhættugreining Árið 1997 var unnið áhættumat fyrir Reykjavíkurflugvöll. Eins og búast mátti við er áhættan mest næst flugvellinum og í stefnu flugbrautanna. Slysalínan - sem þýddi 1-2. dauðsföll á hverja 100.000 þúsund íbúa á ári - náði t.d næstum að Kringlumýrarbraut vegna austur-vesturbrautar. Flugvöllurinn telst samt vera öruggur því dauðsföll þurfa að vera fleiri en 3. á hverja 100.000 þúsund íbúa á ári ef áhættan er ekki ásættanleg skv. reglugerð nr. 505-2000. Ef koma á 20 þúsund manna háskólaþorpi í nágrenni vallarins eru líkur á því að áhættan verði ekki ásættanleg. Lokaorð Umrætt landsvæði er ekki besta byggingalóð landsins fyrir íbúðasvæði eða kennslustofnanir. Sýnt hefur verið fram á að frekari þétting flugvallarsvæðins getur verið varasöm og jafnvel ólögleg miðað við reglugerð nr. 478-2003. Flugvöllurinn er ekki að fara á morgun. Samkomulag hefur verið gert um að völlurinn standi a.m.k. 20 ár í viðbót. Þangað til er nægur tími til að standa vel að kynningu á nýtingu alls Vatnsmýrarsvæðins fyrir alla borgara. Rétt er að benda á að lokum að mikilvægi Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur er sérstaklega mikið sem útivistarsvæða innan höfuðborgarinnar. Ekki er ráðlegt að þétta byggð of mikið og ganga þannig á náttúru og græn lungu borgarinnar, komandi kynslóðir munu ekki fyrirgefa það. Björgvin Þorsteinsson
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar