Milljarðar svart hjá veitingahúsum 15. mars 2005 00:01 Veltan í neðanjarðarhagkerfi veitingageirans nemur milljörðum króna og er tap samfélagsins því gífurlegt. Þetta er tilfinning Níels Sigurðar Valgeirssonar, formanns Matvís, sem segir að þetta hafi lengi verið gríðarlegt vandamál, ekkert síður hér á landi en á hinum norðurlöndunum. Hann telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðunum við Laugaveginn hafi ekki tilskilin leyfi eða séu á skrá. Fólk, sem komi hingað til lands sem ættingjar þeirra sem fyrir eru eða ferðamenn, hjálpi til við uppvask og fleiri ófaglærð störf á veitingastöðunum. Þá segir Níels að mikið sé um að Íslendingar vinni svart. "Ég sé og veit að mínir félagar fá ekki vinnu ef á að gefa alla vinnu upp. En það þarf tvo til í öllum tilvikum. Ég sé í gegnum félagsgjöldin að það eru margir á lágmarkstaxtanum en það er langur vegur frá að það sé raunin. Í þessum geira vinna menn mikið og lítið sem ekkert gefið upp af þessari vinnu," segir hann. Matvís ætlar í átak gegn ólöglegum vinnukrafti og svartri atvinnustarfsemi og hefur óskað eftir samstarfi við Eflingu og Samtök ferðaþjónustunnar. Níels segir að þetta sé sameiginlegt vandamál og margir sem vinna á veitingastöðunum, til dæmis við uppvask, sem þyrftu atvinnuleyfi og ættu að vera í Eflingu. "Við höfum beðið um fund til að fara yfir það hvað við getum gert. Stór hluti af starfseminni fer fram neðanjarðar og er því ekki uppi á borðinu. Við höfum annað slagið fengið lista yfir fólk sem er grunað um að vinna svart en það er lokað alls staðar á upplýsingastreymi á milli þannig að við höfum ekki getað fengið upplýsingar, til dæmis frá skattinum," segir hann. Á næstunni verður stefnan mótuð, kortlagt hvað hægt er að gera og ákveðið hvað verður gert. Til greina kemur að ráða mann í eftirlit með veitingastöðunum en helst vill Níels komast hjá því. Best væri að fara í markaðssetningu og sjá svo á tölunum að mikið hafi áunnist. Innlent Viðskipti Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Veltan í neðanjarðarhagkerfi veitingageirans nemur milljörðum króna og er tap samfélagsins því gífurlegt. Þetta er tilfinning Níels Sigurðar Valgeirssonar, formanns Matvís, sem segir að þetta hafi lengi verið gríðarlegt vandamál, ekkert síður hér á landi en á hinum norðurlöndunum. Hann telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðunum við Laugaveginn hafi ekki tilskilin leyfi eða séu á skrá. Fólk, sem komi hingað til lands sem ættingjar þeirra sem fyrir eru eða ferðamenn, hjálpi til við uppvask og fleiri ófaglærð störf á veitingastöðunum. Þá segir Níels að mikið sé um að Íslendingar vinni svart. "Ég sé og veit að mínir félagar fá ekki vinnu ef á að gefa alla vinnu upp. En það þarf tvo til í öllum tilvikum. Ég sé í gegnum félagsgjöldin að það eru margir á lágmarkstaxtanum en það er langur vegur frá að það sé raunin. Í þessum geira vinna menn mikið og lítið sem ekkert gefið upp af þessari vinnu," segir hann. Matvís ætlar í átak gegn ólöglegum vinnukrafti og svartri atvinnustarfsemi og hefur óskað eftir samstarfi við Eflingu og Samtök ferðaþjónustunnar. Níels segir að þetta sé sameiginlegt vandamál og margir sem vinna á veitingastöðunum, til dæmis við uppvask, sem þyrftu atvinnuleyfi og ættu að vera í Eflingu. "Við höfum beðið um fund til að fara yfir það hvað við getum gert. Stór hluti af starfseminni fer fram neðanjarðar og er því ekki uppi á borðinu. Við höfum annað slagið fengið lista yfir fólk sem er grunað um að vinna svart en það er lokað alls staðar á upplýsingastreymi á milli þannig að við höfum ekki getað fengið upplýsingar, til dæmis frá skattinum," segir hann. Á næstunni verður stefnan mótuð, kortlagt hvað hægt er að gera og ákveðið hvað verður gert. Til greina kemur að ráða mann í eftirlit með veitingastöðunum en helst vill Níels komast hjá því. Best væri að fara í markaðssetningu og sjá svo á tölunum að mikið hafi áunnist.
Innlent Viðskipti Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira