Bráðveikt fólk á biðlistum 15. mars 2005 00:01 Þess eru allmörg dæmi, að fólk sem hefur verið á yfir 200 manna biðlista eftir hjartaþræðingu á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur komið á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs LSH. Nú getur fólk lent í þriggja til fjögurra mánaða bið, ef taka þarf bráðatilvik fram fyrir listann. Biðlistar eftir hjartaþræðingum á spítalanum voru svo gott sem úr sögunni snemma árs 2004. Á þessu ári varð hins vegar ljóst að rekstur hjartadeildarinnar fór stigvaxandi fram úr settum kostnaðarmarkmiðum, þannig að deildinni var gert að skera niður og lengja sumarlokanir. Það varð til þess að biðlisti byggðist óðum upp aftur og á honum eru nú á þriðja hundrað manns. Guðmundur sagði, að einhver aukning hefði orðið á eftirspurn eftir hjartaþræðingum, pláss vantaði fyrir sjúklingana og á niðurskurðartímum væri erfitt að mæta þeim mikla efniskostnaði sem hjartaþræðingar hefðu í för með sér. og skipti hundruðum milljóna á ári. "Í ár fengum við sérstaka fjárveitingu, um það bil 23 milljónir, til að gera átak í þessum biðlistum," sagði hann. "Hún nægir ekki til að ná niður þessum lista, en er þó skref í rétta átt." Guðmundur sagði að umrædd þjónusta væri dýr og hefði vaxið mikið á undanförnum árum, án þess að kæmu fjármunir þar á móti. Spurður um hvað hver hjartaþræðing kostaði að meðaltali, sagði hann að inni í þeirri tölu yrði að gera ráð fyrir því að um 40 - 50 prósent þeirra sem færu í slíka rannsókn færu í kransæðavíkkun í beinu framhaldi. Ef reiknað væri með að tíu manns færu í þræðingu og fjórir þar af í kransæðavíkkun með tilheyrandi kostnaði, þá væri jafnaðarverð hverrar þræðingar um 250 - 300 þúsund krónur. Heildarkostnaður við rekstur þræðingarstofunnar næmi 300 - 400 milljónum á ári. "Við erum að vona að við fáum fleiri rúm fyrir hjartadeildina í byrjun næsta árs, svo og betra skipulag svo ekki þurfi að flytja inniliggjandi sjúklinga milli hæða," sagði Guðmundur. "Það mun tvímælalaust bæta afköstin. Þá þarf fjármagn sem nægir til að reka hjartaþræðingastofuna svo unnt sé að anna eftirspurn eftir þjónustu. En ferlið sem slíkt gengur hratt og vel fyrir sig og bráðaþjónustan er skjót og örugg." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira
Þess eru allmörg dæmi, að fólk sem hefur verið á yfir 200 manna biðlista eftir hjartaþræðingu á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur komið á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs LSH. Nú getur fólk lent í þriggja til fjögurra mánaða bið, ef taka þarf bráðatilvik fram fyrir listann. Biðlistar eftir hjartaþræðingum á spítalanum voru svo gott sem úr sögunni snemma árs 2004. Á þessu ári varð hins vegar ljóst að rekstur hjartadeildarinnar fór stigvaxandi fram úr settum kostnaðarmarkmiðum, þannig að deildinni var gert að skera niður og lengja sumarlokanir. Það varð til þess að biðlisti byggðist óðum upp aftur og á honum eru nú á þriðja hundrað manns. Guðmundur sagði, að einhver aukning hefði orðið á eftirspurn eftir hjartaþræðingum, pláss vantaði fyrir sjúklingana og á niðurskurðartímum væri erfitt að mæta þeim mikla efniskostnaði sem hjartaþræðingar hefðu í för með sér. og skipti hundruðum milljóna á ári. "Í ár fengum við sérstaka fjárveitingu, um það bil 23 milljónir, til að gera átak í þessum biðlistum," sagði hann. "Hún nægir ekki til að ná niður þessum lista, en er þó skref í rétta átt." Guðmundur sagði að umrædd þjónusta væri dýr og hefði vaxið mikið á undanförnum árum, án þess að kæmu fjármunir þar á móti. Spurður um hvað hver hjartaþræðing kostaði að meðaltali, sagði hann að inni í þeirri tölu yrði að gera ráð fyrir því að um 40 - 50 prósent þeirra sem færu í slíka rannsókn færu í kransæðavíkkun í beinu framhaldi. Ef reiknað væri með að tíu manns færu í þræðingu og fjórir þar af í kransæðavíkkun með tilheyrandi kostnaði, þá væri jafnaðarverð hverrar þræðingar um 250 - 300 þúsund krónur. Heildarkostnaður við rekstur þræðingarstofunnar næmi 300 - 400 milljónum á ári. "Við erum að vona að við fáum fleiri rúm fyrir hjartadeildina í byrjun næsta árs, svo og betra skipulag svo ekki þurfi að flytja inniliggjandi sjúklinga milli hæða," sagði Guðmundur. "Það mun tvímælalaust bæta afköstin. Þá þarf fjármagn sem nægir til að reka hjartaþræðingastofuna svo unnt sé að anna eftirspurn eftir þjónustu. En ferlið sem slíkt gengur hratt og vel fyrir sig og bráðaþjónustan er skjót og örugg."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira