Cesar vill fara aftur til Íraks 2. mars 2005 00:01 Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Um atburðinn örlagaríka segir Cesar að hann og nokkrir félaga hans hafi verið sendir til að leita að sprengjum á götum Bagdad einn eftirmiðdag. Hann var fremstur í flokki og þegar þeir hafi verið búnir að leita í um klukkustund hafi þeir fundið eina sprengju. Þeir vöktuðu hana í um fjórar klukkustundir eða þar til sprengjusveitin mætti svæðið til að gera hana óvirka. Á leiðinni til baka á herstöðina gengu þeir hins vegar fram á aðra sprengju og áttaði Cesar sig ekki á því fyrr en hann var nánast kominn alveg upp að sprengjunni. Hann kveðst líklega hafa rotast því hann muni ekki eftir því að hafa kastast upp í loftið eins og félagar hans segja að hann hafi gert. „Ég vaknaði á jörðinni og fann ekki mikið fyrir sársauka en vissi að ég var stórslasaður,“ segir Cesar og kveðst ekki hafa fundið fyrir öðrum fætinum strax í kjölfar sprengingarinnar. Hann gat heldur ekki opnað á sér vinstra augað og fann að það blæddi úr því. Það er sjálfsagt erfitt fyrir flesta Íslendinga að ímynda sér hvernig maður bregst við undir svona kringumstæðum. Cesar segist aðallega hafa fundið fyrir reiði yfir því að hafa særst. Hann hafi ekki verið búinn að vera nema tæpan mánuð í Írak. En enn erfiðara hafi verið að yfirgefa félaga sína sem hann hafi verið í þjálfun með í tvö ár. „Gleðin yfir að vera lifandi kom yfir mig eftir sprenginguna. Ég fann fyrir sársauka og sársauki segir að maður sé lifandi. Það hjálpar mjög mikið,“ segir Cesar. Cesar slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður. Líkami hans er alsettur litlum götum eftir sprengjubrot og á höfuðkúpunni er langur skurður. Óvíst er hvort hann fær sjón á vinstra auganu. Aðspurður um framhaldið segir Cesar það allt velta á honum. Hann verður á herstöð í Bandaríkjunum þangað til hann fær bót meina sinna sem verður að líkindum eftir 5-8 mánuði að hans sögn. En helst segist hann vilja fara aftur til Íraks, enda séu vinir hans úr herdeildinni þar enn. Cesar verður í Íslandi í dag annað kvöld. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Um atburðinn örlagaríka segir Cesar að hann og nokkrir félaga hans hafi verið sendir til að leita að sprengjum á götum Bagdad einn eftirmiðdag. Hann var fremstur í flokki og þegar þeir hafi verið búnir að leita í um klukkustund hafi þeir fundið eina sprengju. Þeir vöktuðu hana í um fjórar klukkustundir eða þar til sprengjusveitin mætti svæðið til að gera hana óvirka. Á leiðinni til baka á herstöðina gengu þeir hins vegar fram á aðra sprengju og áttaði Cesar sig ekki á því fyrr en hann var nánast kominn alveg upp að sprengjunni. Hann kveðst líklega hafa rotast því hann muni ekki eftir því að hafa kastast upp í loftið eins og félagar hans segja að hann hafi gert. „Ég vaknaði á jörðinni og fann ekki mikið fyrir sársauka en vissi að ég var stórslasaður,“ segir Cesar og kveðst ekki hafa fundið fyrir öðrum fætinum strax í kjölfar sprengingarinnar. Hann gat heldur ekki opnað á sér vinstra augað og fann að það blæddi úr því. Það er sjálfsagt erfitt fyrir flesta Íslendinga að ímynda sér hvernig maður bregst við undir svona kringumstæðum. Cesar segist aðallega hafa fundið fyrir reiði yfir því að hafa særst. Hann hafi ekki verið búinn að vera nema tæpan mánuð í Írak. En enn erfiðara hafi verið að yfirgefa félaga sína sem hann hafi verið í þjálfun með í tvö ár. „Gleðin yfir að vera lifandi kom yfir mig eftir sprenginguna. Ég fann fyrir sársauka og sársauki segir að maður sé lifandi. Það hjálpar mjög mikið,“ segir Cesar. Cesar slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður. Líkami hans er alsettur litlum götum eftir sprengjubrot og á höfuðkúpunni er langur skurður. Óvíst er hvort hann fær sjón á vinstra auganu. Aðspurður um framhaldið segir Cesar það allt velta á honum. Hann verður á herstöð í Bandaríkjunum þangað til hann fær bót meina sinna sem verður að líkindum eftir 5-8 mánuði að hans sögn. En helst segist hann vilja fara aftur til Íraks, enda séu vinir hans úr herdeildinni þar enn. Cesar verður í Íslandi í dag annað kvöld.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira