Öryrkjar heyri undir félagsmál 25. febrúar 2005 00:01 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta kanna hvort ekki sé rétt að setja hluta af viðfangsefnum Tryggingastofnunar ríkisins undir félagsmálaráðuneytið. "Við erum að láta skoða hvort ekki sé heppilegt að flytja lífeyristryggingarnar og örorkutryggingarnar hingað yfir, en sjúkratryggingarnar heyrðu áfram undir heilbrigðisráðuneytið," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Þetta yrði meiriháttar breyting á verkaskiptingu þessara tveggja ráðuneyta og myndi stækka félagsmálaráðuneytið gríðarlega. Heilbrigðismálaráðuneytið minnkaði að sama skapi, en færa má rök fyrir því að það sé nægjanlegt viðfangsefni eitt og sér að fást við heilbrigðismál," segir hann. "Ekki er ólíklegt að málin þróuðust með þeim hætti að málefni aldraðra og öryrkja heyrðu þá undir félagsmálaráðuneytið enda er hvorugt fyrst og fremst heilbrigðismál, heldur miklu frekar félagsmál." Árni bendir á að málefni fatlaðra heyri nú þegar undir félagsmálaráðuneytið, sömuleiðis búsetumál og því sé skynsamlegt að hafa umsjóna allra félagslegra bóta á einum stað. Árni segir að þessi áform tengist ekki fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar að skoða til hlítar auknar greiðslur örorkubóta undanfarin ár. Verði niðurstaðan hins vegar sú að hluti viðfangsefna Tryggingastofnunar verði færð undir félagsmálaráðuneytið þá verði þau samræmd kerfi sem þegar er í vinnslu, og gengur út á að tryggja hvort atvinnuleysisbótaþegar séu á réttum stað í kerfinu. Til marks um hve mikið félagsmálaráðuneytið muni stækka, verði tilfærslan að veruleika, eru lífeyristryggingar nú um 35 milljarðar. Lífeyristryggingar ná yfir aldraða, öryrkja og foreldra eða framfærendur með börn sem njóta félagslegrar aðstoðar. "Til að setja þetta í samhengi kostar fæðingarorlofið nú allt að sex og hálfan milljarð og atvinnuleysisbætur eru nálægt fjórum milljörðum. Þetta yrði því margföld aukning," segir Árni. Breytingarnar gætu orðið að veruleika í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta kanna hvort ekki sé rétt að setja hluta af viðfangsefnum Tryggingastofnunar ríkisins undir félagsmálaráðuneytið. "Við erum að láta skoða hvort ekki sé heppilegt að flytja lífeyristryggingarnar og örorkutryggingarnar hingað yfir, en sjúkratryggingarnar heyrðu áfram undir heilbrigðisráðuneytið," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Þetta yrði meiriháttar breyting á verkaskiptingu þessara tveggja ráðuneyta og myndi stækka félagsmálaráðuneytið gríðarlega. Heilbrigðismálaráðuneytið minnkaði að sama skapi, en færa má rök fyrir því að það sé nægjanlegt viðfangsefni eitt og sér að fást við heilbrigðismál," segir hann. "Ekki er ólíklegt að málin þróuðust með þeim hætti að málefni aldraðra og öryrkja heyrðu þá undir félagsmálaráðuneytið enda er hvorugt fyrst og fremst heilbrigðismál, heldur miklu frekar félagsmál." Árni bendir á að málefni fatlaðra heyri nú þegar undir félagsmálaráðuneytið, sömuleiðis búsetumál og því sé skynsamlegt að hafa umsjóna allra félagslegra bóta á einum stað. Árni segir að þessi áform tengist ekki fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar að skoða til hlítar auknar greiðslur örorkubóta undanfarin ár. Verði niðurstaðan hins vegar sú að hluti viðfangsefna Tryggingastofnunar verði færð undir félagsmálaráðuneytið þá verði þau samræmd kerfi sem þegar er í vinnslu, og gengur út á að tryggja hvort atvinnuleysisbótaþegar séu á réttum stað í kerfinu. Til marks um hve mikið félagsmálaráðuneytið muni stækka, verði tilfærslan að veruleika, eru lífeyristryggingar nú um 35 milljarðar. Lífeyristryggingar ná yfir aldraða, öryrkja og foreldra eða framfærendur með börn sem njóta félagslegrar aðstoðar. "Til að setja þetta í samhengi kostar fæðingarorlofið nú allt að sex og hálfan milljarð og atvinnuleysisbætur eru nálægt fjórum milljörðum. Þetta yrði því margföld aukning," segir Árni. Breytingarnar gætu orðið að veruleika í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira