Metur lánstraustið óbreytt 23. febrúar 2005 00:01 Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar. Núverandi lánshæfismat Landsvirkjunar tekur mið af skilyrðislausri ábyrgð ríkisins á skuldbindingum stofnunarinnar frekar en að reksturinn sé svo traustur að hann standi undir matinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf umræðu um málið í upphafi þingfundar í dag og sakaði iðnaðaráðherra um að hafa grafið undan lánstrausti Landsvirkjunar með yfirlýsingum sínum um einkavæðingu. Hann sagði að ríkisstjórnin yrði að gera hreint fyrir sínum dyrum, svo alvarlegar væru þær yfirlýsingar sem gefnar hefðu verið og tjón sem af þeim hefði hlotist. Stormur í vatnsglasi, sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Lánshæfisfyrirtækið væri einfaldlega að gera þá skyldu sína að vekja athygli á umræðu um framtíð Landsvirkjunar sem fram undan væri. „Þetta eru engar nýjar fréttir. Það hefur alltaf legið fyrir að lánshæfismat Landsvirkjunar væri lægra ef ábyrgðir eigenda væru ekki til staðar. Ábyrgðir eigenda eru hins vegar til staðar og munu verða það áfram nema um annað semjist,“ sagði Valgerður. Steingrímur sagði yfirlýsingar ráðherrans í besta falli vítaverðan glannaskap, í versta falli yrðu þær að veruleika og til yrði einokunarrisi í orkumálum sem ætti að einkavæða og selja jafnvel til útlanda. Gallinn væri sá að tekið væri mark á ráðherra í útlöndum. Markaðurinn neyddist til að gera það, að taka það alvarlega þegar ráðherra í embætti gæfi yfirlýsingar. Markaðurinn hefði ef til vill ekki áttað sig á því, sem kynni að vera, að hæstvirtur ráðherra væri umboðslaus og landlaus, ekki síst í sínum eigin flokki. Benti Steingrímur á í því sambandi að gærdagurinn hefði ekki verið góður fyrir iðnaðarráðherra þegar mikið mannfall hefði orðið í stuðningi við hann. Fyrstur hefði riðið á vaðið formarður þingflokks Framsóknarflokksins og svarið málið af sér og í kjölfar hans hefðu komið varaformaður flokksins og tveir til þrír þingmenn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard og Poors metur lánstraust Landsvirkjunar óbreytt miðað við núverandi eignarhald en segir horfurnar neikvæðar vegna boðaðrar einkavæðingar. Núverandi lánshæfismat Landsvirkjunar tekur mið af skilyrðislausri ábyrgð ríkisins á skuldbindingum stofnunarinnar frekar en að reksturinn sé svo traustur að hann standi undir matinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf umræðu um málið í upphafi þingfundar í dag og sakaði iðnaðaráðherra um að hafa grafið undan lánstrausti Landsvirkjunar með yfirlýsingum sínum um einkavæðingu. Hann sagði að ríkisstjórnin yrði að gera hreint fyrir sínum dyrum, svo alvarlegar væru þær yfirlýsingar sem gefnar hefðu verið og tjón sem af þeim hefði hlotist. Stormur í vatnsglasi, sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Lánshæfisfyrirtækið væri einfaldlega að gera þá skyldu sína að vekja athygli á umræðu um framtíð Landsvirkjunar sem fram undan væri. „Þetta eru engar nýjar fréttir. Það hefur alltaf legið fyrir að lánshæfismat Landsvirkjunar væri lægra ef ábyrgðir eigenda væru ekki til staðar. Ábyrgðir eigenda eru hins vegar til staðar og munu verða það áfram nema um annað semjist,“ sagði Valgerður. Steingrímur sagði yfirlýsingar ráðherrans í besta falli vítaverðan glannaskap, í versta falli yrðu þær að veruleika og til yrði einokunarrisi í orkumálum sem ætti að einkavæða og selja jafnvel til útlanda. Gallinn væri sá að tekið væri mark á ráðherra í útlöndum. Markaðurinn neyddist til að gera það, að taka það alvarlega þegar ráðherra í embætti gæfi yfirlýsingar. Markaðurinn hefði ef til vill ekki áttað sig á því, sem kynni að vera, að hæstvirtur ráðherra væri umboðslaus og landlaus, ekki síst í sínum eigin flokki. Benti Steingrímur á í því sambandi að gærdagurinn hefði ekki verið góður fyrir iðnaðarráðherra þegar mikið mannfall hefði orðið í stuðningi við hann. Fyrstur hefði riðið á vaðið formarður þingflokks Framsóknarflokksins og svarið málið af sér og í kjölfar hans hefðu komið varaformaður flokksins og tveir til þrír þingmenn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira