Guðni vill rífa Steingrímsstöð 22. febrúar 2005 00:01 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lýsti því yfir á Alþingi í fyrradag að hann væri hlynntur því að rífa Steingrímsstöð í Sogi. Hann lýsti þessu yfir þegar verið var að ræða þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um rannsóknir á afdrifum laxa í sjó. Í Steingrímsstöð er virkjað fall Efra-Sogsins úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Áður en virkjunin var byggð á sjötta áratugnum hrygndi urriðinn í útfalli Þingvallavatns. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði ráðherrann hvort hann væri ekki hlynntur því að fjarlægja Steingrímsstöð svo endurreisa mætti urriðastofninn. "Ég er stuðningsmaður þess," sagði Guðni. "Það væri göfugt af Landsvirkjun að gefa það til málsins í stað þess að þvælast fyrir mikilvægum framtíðarmálum sem snúa að hinni miklu tómstundaiðju Íslendinga, að rækta fisk svo hægt sé að veiða hann." Guðni sagðist telja þetta mikilvægt mál og litla fórn af hálfu Landsvirkjunar eða ríkisins að huga að þeim merkilega urriðastofni sem Þingvallavatn geymir. "Mín skoðun er því alveg klár," sagði Guðni. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki viss um að það yrði urraðanum til gagns að fjarlægja stöðina. "Landsvirkjun hefur verið að vinna að því að reisa við urriðastofninn á undanförnum árum með ágætum árangri," segir Þorsteinn. "Það hefur verið gert með því að laga aðstæður við útfallið úr Þingvallavatni og hafa vatnsrennsli á efra svæðinu. Það liggur ekkert fyrir um það að það sé til bóta fyrir urriðann að fjarlægja stöðina." Þorsteinn segir að Steingrímsstöð sé 26 megavött og hún sé að skapa verðmæti fyrir tugi og örugglega hundruð milljóna króna á hverju ári. Hann hafi ekki heyrt neitt um það hvað ætti að koma staðinn ef hún yrði fjarlægð. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lýsti því yfir á Alþingi í fyrradag að hann væri hlynntur því að rífa Steingrímsstöð í Sogi. Hann lýsti þessu yfir þegar verið var að ræða þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um rannsóknir á afdrifum laxa í sjó. Í Steingrímsstöð er virkjað fall Efra-Sogsins úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Áður en virkjunin var byggð á sjötta áratugnum hrygndi urriðinn í útfalli Þingvallavatns. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði ráðherrann hvort hann væri ekki hlynntur því að fjarlægja Steingrímsstöð svo endurreisa mætti urriðastofninn. "Ég er stuðningsmaður þess," sagði Guðni. "Það væri göfugt af Landsvirkjun að gefa það til málsins í stað þess að þvælast fyrir mikilvægum framtíðarmálum sem snúa að hinni miklu tómstundaiðju Íslendinga, að rækta fisk svo hægt sé að veiða hann." Guðni sagðist telja þetta mikilvægt mál og litla fórn af hálfu Landsvirkjunar eða ríkisins að huga að þeim merkilega urriðastofni sem Þingvallavatn geymir. "Mín skoðun er því alveg klár," sagði Guðni. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki viss um að það yrði urraðanum til gagns að fjarlægja stöðina. "Landsvirkjun hefur verið að vinna að því að reisa við urriðastofninn á undanförnum árum með ágætum árangri," segir Þorsteinn. "Það hefur verið gert með því að laga aðstæður við útfallið úr Þingvallavatni og hafa vatnsrennsli á efra svæðinu. Það liggur ekkert fyrir um það að það sé til bóta fyrir urriðann að fjarlægja stöðina." Þorsteinn segir að Steingrímsstöð sé 26 megavött og hún sé að skapa verðmæti fyrir tugi og örugglega hundruð milljóna króna á hverju ári. Hann hafi ekki heyrt neitt um það hvað ætti að koma staðinn ef hún yrði fjarlægð.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira