Til varnar einkaskólum 21. febrúar 2005 00:01 Sumir virðast halda að það sé eingöngu ríkt fólk sem sendir börnin í einkaskóla. Sem er mikill miskilningur. Sjálfur sendi ég barn í Landakotsskóla þó ég mundi aldrei teljast ríkur. Ástæðan er sú að ég taldi að barnið mitt þyrfti atlæti sem Landakotsskóli bauð upp á, sökum smæðar sinnar og stefnu, en ekki þeir almennu skólar sem ég hefði getað nýtt. Og ég veit að þannig er um marga aðra foreldra barna í Landakotsskóla, börnum þeirra hafði ekki gengið vel í stærri skólum af ýmsum ástæðum en þrifust vel hjá séra Hjalta og starfsfólki hans. Við sem eigum börn í Landakotsskóla borgum ekki lægri gjöld til Reykjavíkur og þeir peningar sem við greiðum aukreitis fyrir að vera með barnið í einkaskóla hefðum við getað notað í annað, en við kusum að nota þá til að tryggja velferð barnanna okkar. Börn hafa eins misjafnar þarfir og þau eru mörg og við ættum að fagna því að sem flestir leiti leiða til að uppfylla þær. Hversu gott fólk sem það er sem stýrir menntamálum á vegum Reykjavíkurborgar sjá þau ekki fyrir öllu. Ég veit af eigin reynslu hversu frábært starf hefur verið unnið í Landakotsskóla og sjálfstæði hans ætti að varðveita og styrkja. Sama gildir örugglega um Ísaksskóla og ég mundi gjarnan vilja sá greinar honum til stuðnings og varnar. Þessir skólar eru ekki sprottnir af þörf ríks fólks til að hafa börnin í sérstökum skólum heldur af þörfinni fyrir valkost þegar almenningsskólarnir uppfylla ekki væntingar og/eða þarfir barna og foreldra þeirra. Bestu kveðjur, Teitur Gylfason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Sumir virðast halda að það sé eingöngu ríkt fólk sem sendir börnin í einkaskóla. Sem er mikill miskilningur. Sjálfur sendi ég barn í Landakotsskóla þó ég mundi aldrei teljast ríkur. Ástæðan er sú að ég taldi að barnið mitt þyrfti atlæti sem Landakotsskóli bauð upp á, sökum smæðar sinnar og stefnu, en ekki þeir almennu skólar sem ég hefði getað nýtt. Og ég veit að þannig er um marga aðra foreldra barna í Landakotsskóla, börnum þeirra hafði ekki gengið vel í stærri skólum af ýmsum ástæðum en þrifust vel hjá séra Hjalta og starfsfólki hans. Við sem eigum börn í Landakotsskóla borgum ekki lægri gjöld til Reykjavíkur og þeir peningar sem við greiðum aukreitis fyrir að vera með barnið í einkaskóla hefðum við getað notað í annað, en við kusum að nota þá til að tryggja velferð barnanna okkar. Börn hafa eins misjafnar þarfir og þau eru mörg og við ættum að fagna því að sem flestir leiti leiða til að uppfylla þær. Hversu gott fólk sem það er sem stýrir menntamálum á vegum Reykjavíkurborgar sjá þau ekki fyrir öllu. Ég veit af eigin reynslu hversu frábært starf hefur verið unnið í Landakotsskóla og sjálfstæði hans ætti að varðveita og styrkja. Sama gildir örugglega um Ísaksskóla og ég mundi gjarnan vilja sá greinar honum til stuðnings og varnar. Þessir skólar eru ekki sprottnir af þörf ríks fólks til að hafa börnin í sérstökum skólum heldur af þörfinni fyrir valkost þegar almenningsskólarnir uppfylla ekki væntingar og/eða þarfir barna og foreldra þeirra. Bestu kveðjur, Teitur Gylfason
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar