Álag og forgangsröðun valda töfum 14. febrúar 2005 00:01 Álag og forgangsröðun valda töfum á minni háttar sakamálum, segir sýslumaðurinn í Hafnarfirði. Svona verði þetta áfram, segir hann, þótt héraðsdómari segi embættið hafa brotið bæði lög og mannréttindi þegar það dróst í fjórtán mánuði að gefa út ákæru. Héraðsdómur Reykjaness frestaði á föstudag ákvörðun um refsingu tveggja 19 ára pilta sem ákærðir höfðu verið fyrir innbrot og annar þeirra einnig fyrir ölvunarakstur. Brotin frömdu þeir þegar þeir voru 17 ára, í nóvember 2003, og lauk rannsókn málsins í mánuðinum á eftir. Það liðu hins vegar 14 mánuðir þar til ákæra var gefin út og sagði dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness í dómi sínum að dráttur þessi væri óhæfilegur og óskýrður. Hann bryti í bága við lög um meðferð opinberra mála, væri í andstöðu við stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, segir að hjá embættinu séu alvarlegri og erfiðari mál látin vera í forgangi og minni mál látin bíða á meðan. Þessi forgangsröðun sé að ósk ríkissaksóknara. Guðmundur segir fjölda mála hafa aukist mjög en engu að síður sé málastaðan hjá hans embætti góð. Hann segir sömu stöðu hjá öðrum sýslumannsembættum. Þá segir Guðmundur að vegna ástandsins, fjölda mála og fárra starfsmanna eigi eitthvað í þá veru sem hér um ræðir eftir að gerast aftur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Álag og forgangsröðun valda töfum á minni háttar sakamálum, segir sýslumaðurinn í Hafnarfirði. Svona verði þetta áfram, segir hann, þótt héraðsdómari segi embættið hafa brotið bæði lög og mannréttindi þegar það dróst í fjórtán mánuði að gefa út ákæru. Héraðsdómur Reykjaness frestaði á föstudag ákvörðun um refsingu tveggja 19 ára pilta sem ákærðir höfðu verið fyrir innbrot og annar þeirra einnig fyrir ölvunarakstur. Brotin frömdu þeir þegar þeir voru 17 ára, í nóvember 2003, og lauk rannsókn málsins í mánuðinum á eftir. Það liðu hins vegar 14 mánuðir þar til ákæra var gefin út og sagði dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness í dómi sínum að dráttur þessi væri óhæfilegur og óskýrður. Hann bryti í bága við lög um meðferð opinberra mála, væri í andstöðu við stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, segir að hjá embættinu séu alvarlegri og erfiðari mál látin vera í forgangi og minni mál látin bíða á meðan. Þessi forgangsröðun sé að ósk ríkissaksóknara. Guðmundur segir fjölda mála hafa aukist mjög en engu að síður sé málastaðan hjá hans embætti góð. Hann segir sömu stöðu hjá öðrum sýslumannsembættum. Þá segir Guðmundur að vegna ástandsins, fjölda mála og fárra starfsmanna eigi eitthvað í þá veru sem hér um ræðir eftir að gerast aftur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira