Reiðubúinn að leiða í Kópavogi 13. október 2005 15:31 Ómar Stefánsson, formaður Framsóknarfélagsins í Kópavogi, kveðst reiðubúinn að leiða flokkinn í bæjarstjórnarkosningunum á næsta ári. Aðalfundur Framsóknarfélagsins í Kópavogi fór fram í gærkvöldi og var Ómar endurkjörinn formaður félagsins. Á annað hundrað manns skráði sig í Framsóknarflokkinn í Kópavogi í gær og var búist við átakafundi líkt og hjá Freyju, félagi framsóknarkvenna í bæjarfélaginu, á dögunum. Enginn bauð sig hins vegar fram gegn Ómari og var fundurinn að mestu átakalaus að sögn viðstaddra. Er það í takti við óskir Björns Inga Hrafnssonar, aðstoðarmanns Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, í fréttum Stöðvar tvö í gær þar sem hann sagðist vona að framsóknarmenn færu nú að slíðra sverðin eftir miklar innanbúðarerjur undanfarið. Ómar Stefánsson var kosinn með lófaklappi og sagðist hann í samtali við fréttastofuna í morgun afar sáttur við það traust sem honum væri sýnt. Hann stefnir að því að verða bæjarstjóri í Kópavogi eftir fimm ár, eða í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna árið 2010. Aðspurður hvort hann muni ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn í næstu sveitarstjórnarkosningum, sem fara munu fram eftir rúmlega ár, segir Ómar það alfarið ráðast af því hvað núverandi bæjarstjóri í Kópavogi, Hansína Ásta Björgvinsdóttir, hyggist gera. Hann hafi ávallt stutt hana í hennar verkum en ef hún sækist ekki eftir því að leiða flokkinn sé Ómar reiðubúinn að gera það. Í samtali við fréttastofuna í morgun sagðist Hansína munu sækjast eftir fyrsta sætinu á lista framsóknarmanna í kosningunum á næsta ári en prófkjör mun skera úr um röð frambjóðenda. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Ómar Stefánsson, formaður Framsóknarfélagsins í Kópavogi, kveðst reiðubúinn að leiða flokkinn í bæjarstjórnarkosningunum á næsta ári. Aðalfundur Framsóknarfélagsins í Kópavogi fór fram í gærkvöldi og var Ómar endurkjörinn formaður félagsins. Á annað hundrað manns skráði sig í Framsóknarflokkinn í Kópavogi í gær og var búist við átakafundi líkt og hjá Freyju, félagi framsóknarkvenna í bæjarfélaginu, á dögunum. Enginn bauð sig hins vegar fram gegn Ómari og var fundurinn að mestu átakalaus að sögn viðstaddra. Er það í takti við óskir Björns Inga Hrafnssonar, aðstoðarmanns Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, í fréttum Stöðvar tvö í gær þar sem hann sagðist vona að framsóknarmenn færu nú að slíðra sverðin eftir miklar innanbúðarerjur undanfarið. Ómar Stefánsson var kosinn með lófaklappi og sagðist hann í samtali við fréttastofuna í morgun afar sáttur við það traust sem honum væri sýnt. Hann stefnir að því að verða bæjarstjóri í Kópavogi eftir fimm ár, eða í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna árið 2010. Aðspurður hvort hann muni ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn í næstu sveitarstjórnarkosningum, sem fara munu fram eftir rúmlega ár, segir Ómar það alfarið ráðast af því hvað núverandi bæjarstjóri í Kópavogi, Hansína Ásta Björgvinsdóttir, hyggist gera. Hann hafi ávallt stutt hana í hennar verkum en ef hún sækist ekki eftir því að leiða flokkinn sé Ómar reiðubúinn að gera það. Í samtali við fréttastofuna í morgun sagðist Hansína munu sækjast eftir fyrsta sætinu á lista framsóknarmanna í kosningunum á næsta ári en prófkjör mun skera úr um röð frambjóðenda.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira