Hagnast þrátt fyrir sektir 1. febrúar 2005 00:01 Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður segir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála gefa þau skilaboð að menn hagnist á því að brjóta af sér. Hagnaður olíufélaganna af samráðinu sé enn um fjórir milljarðar þó að sektir hefðu verið greiddar. "Það er spurning hvernig eigi að þróa þjóðfélagið þannig að lögum sé hlýtt. Ef fólk er sammála um að frjálsi markaðurinn sé að virka vel fyrir þjóðfélagið og neytendur verður að gæta þess að þeir sem vilja eyðileggja frjálsa markaðinn komist ekki upp með það," segir Jón. Eggert Ólafsson héraðsdómslögmaður segir úrskurðinn staðfesta að mikið samráð olíufélaganna hafi verið á almenni verðlagningu á eldsneyti á árunum 1993 til 2001. Jafnframt segi í úrskurðinum að samráðið hafi aukist frá árinu 1996 þrátt fyrir að félögin hafi haldið öðru fram. Í langflestum tilvikum staðfestir áfrýjunarnefndin að samráð hafi verið um útboð olíufélaganna og markaðsskiptingu á landsbyggðinni. "Ég tel áfrýjunarnefndina fara full þröngt í að meta sektirnar. Hún finnur að því að ekki séu nægjanleg rök færð til að sýna hver skaðsemi vegna samráðsins er, sem ég tel liggja í augum upp að hafi haft mikil keðjuverkandi áhrif á þjóðfélagið," segir Eggert. Hann bætir við að í öðrum úrskurðum áfrýjunarnefndarinnar megi sjá að hún telji sig hafa fulla heimild til að endurskoða ákvörðun samkeppnisráðs. Þannig hefði nefndin getað tekið meira tillit til skaðseminnar en þeir miðuðu aðeins við ávinninginn. Eggert segir áfrýjunarnefndina hafa tekið tillit til þess að launavísitala hefði hækkað meira en neysluvísitala þrátt fyrir að launakostnaður olíufélaganna hefði verið minni ef það hefði verið samkeppni. Jóni Magnússyni finnst ástæða til að skoða leiðir til að setja þunga refsiábyrgð á einstaklinga sem taka þátt í samráði sem þessu. Hann segir þá refsiábyrgð sem er í samkeppnislögum, þar sem hámark refsingar sé fjögur ár, ekki vera þunga. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður segir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála gefa þau skilaboð að menn hagnist á því að brjóta af sér. Hagnaður olíufélaganna af samráðinu sé enn um fjórir milljarðar þó að sektir hefðu verið greiddar. "Það er spurning hvernig eigi að þróa þjóðfélagið þannig að lögum sé hlýtt. Ef fólk er sammála um að frjálsi markaðurinn sé að virka vel fyrir þjóðfélagið og neytendur verður að gæta þess að þeir sem vilja eyðileggja frjálsa markaðinn komist ekki upp með það," segir Jón. Eggert Ólafsson héraðsdómslögmaður segir úrskurðinn staðfesta að mikið samráð olíufélaganna hafi verið á almenni verðlagningu á eldsneyti á árunum 1993 til 2001. Jafnframt segi í úrskurðinum að samráðið hafi aukist frá árinu 1996 þrátt fyrir að félögin hafi haldið öðru fram. Í langflestum tilvikum staðfestir áfrýjunarnefndin að samráð hafi verið um útboð olíufélaganna og markaðsskiptingu á landsbyggðinni. "Ég tel áfrýjunarnefndina fara full þröngt í að meta sektirnar. Hún finnur að því að ekki séu nægjanleg rök færð til að sýna hver skaðsemi vegna samráðsins er, sem ég tel liggja í augum upp að hafi haft mikil keðjuverkandi áhrif á þjóðfélagið," segir Eggert. Hann bætir við að í öðrum úrskurðum áfrýjunarnefndarinnar megi sjá að hún telji sig hafa fulla heimild til að endurskoða ákvörðun samkeppnisráðs. Þannig hefði nefndin getað tekið meira tillit til skaðseminnar en þeir miðuðu aðeins við ávinninginn. Eggert segir áfrýjunarnefndina hafa tekið tillit til þess að launavísitala hefði hækkað meira en neysluvísitala þrátt fyrir að launakostnaður olíufélaganna hefði verið minni ef það hefði verið samkeppni. Jóni Magnússyni finnst ástæða til að skoða leiðir til að setja þunga refsiábyrgð á einstaklinga sem taka þátt í samráði sem þessu. Hann segir þá refsiábyrgð sem er í samkeppnislögum, þar sem hámark refsingar sé fjögur ár, ekki vera þunga.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira