Deilt um túlkun Halldórs á 1441 29. janúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gerði harða hríð að Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar, á Alþingi á dögunum og sakaði hann um vanþekkingu: "Man háttvirtur þingmaður það ekki að ályktun 1441 var samþykkt í öryggisráðinu í nóvember 2002? Man hann ekki eftir því að byggður var upp mikill þrýstingur á Saddam Hussein að hann færi frá völdum sem allar þjóðir stóðu að, meðal annars Þjóðverjar?.... Það var verið að byggja upp mikinn þrýsting þessa mánuði og það voru allir að vonast eftir því að sá þrýstingur yrði til þess að Saddam Hussein færi frá völdum." Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki hægt að skilja þessi orð Halldórs á annan veg en hann telji að ályktun 1441 fjalli um að koma Saddam frá völdum. "Eins og allir vita laut 1441 að því að leita af sér allan grun um tilvist gereyðingarvopna í Írak. Til þess að hefja innrás með samþykki Sameinuðu þjóðanna hefði þurft að samþykkja aðra ályktun í öryggisráðinu." Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson vegna málsins en aðstoðarmaður hans, Björn Ingi Hrafnsson, segir að Halldór hafi alls ekki verið að vísa til ályktunar 1441 þegar hann hafi nefnt þrýsting um að "Saddam Hussein færi frá völdum". Hins vegar stendur eftir að hugsun ráðherrans hvað þetta varðar er mjög óljós og vandséð er að það fáist staðist að Þjóðverjar hafi tekið þátt í að mynda þrýsting á að Saddam léti af völdum. Eitt er þó víst, að engin gereyðingarvopn hafa fundist í Írak. Þá girðir stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna fyrir að aðildarríki reki ríkisstjórn annars ríkis frá völdum í umboði samtakanna enda væri þar með fullveldi ríkis rofið. Í ályktun 1441, sem samþykkt var í nóvember 2002, var Írökum hótað "alvarlegum afleiðingum" ef þeir leyfðu ekki aðgang vopnaeftirlitsmanna og er ályktunin eitt helsta þrætueplið í alþjóðastjórnmálum samtímans. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gerði harða hríð að Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar, á Alþingi á dögunum og sakaði hann um vanþekkingu: "Man háttvirtur þingmaður það ekki að ályktun 1441 var samþykkt í öryggisráðinu í nóvember 2002? Man hann ekki eftir því að byggður var upp mikill þrýstingur á Saddam Hussein að hann færi frá völdum sem allar þjóðir stóðu að, meðal annars Þjóðverjar?.... Það var verið að byggja upp mikinn þrýsting þessa mánuði og það voru allir að vonast eftir því að sá þrýstingur yrði til þess að Saddam Hussein færi frá völdum." Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki hægt að skilja þessi orð Halldórs á annan veg en hann telji að ályktun 1441 fjalli um að koma Saddam frá völdum. "Eins og allir vita laut 1441 að því að leita af sér allan grun um tilvist gereyðingarvopna í Írak. Til þess að hefja innrás með samþykki Sameinuðu þjóðanna hefði þurft að samþykkja aðra ályktun í öryggisráðinu." Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson vegna málsins en aðstoðarmaður hans, Björn Ingi Hrafnsson, segir að Halldór hafi alls ekki verið að vísa til ályktunar 1441 þegar hann hafi nefnt þrýsting um að "Saddam Hussein færi frá völdum". Hins vegar stendur eftir að hugsun ráðherrans hvað þetta varðar er mjög óljós og vandséð er að það fáist staðist að Þjóðverjar hafi tekið þátt í að mynda þrýsting á að Saddam léti af völdum. Eitt er þó víst, að engin gereyðingarvopn hafa fundist í Írak. Þá girðir stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna fyrir að aðildarríki reki ríkisstjórn annars ríkis frá völdum í umboði samtakanna enda væri þar með fullveldi ríkis rofið. Í ályktun 1441, sem samþykkt var í nóvember 2002, var Írökum hótað "alvarlegum afleiðingum" ef þeir leyfðu ekki aðgang vopnaeftirlitsmanna og er ályktunin eitt helsta þrætueplið í alþjóðastjórnmálum samtímans.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira