Risasamningur Flugleiða 26. janúar 2005 00:01 Flugleiðir undirrituðu í gær stærsta flugvélakaupasamning í sögu félagsins. Flugleiðir kaupa 10 Boeing 737-800 vélar fyrir 40 milljarða króna. Samningurinn markar einnig þau tímamót að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur banki fjármagnar slík kaup. KB banki fjármagnar einn samninginn og hljóðar inngreiðslan upp á ellefu milljarða króna. Samningnum við Boeing fylgir kaupréttur á fimm vélum til viðbótar og yrði heildarkaupverðið því 60 milljarðar verði hann nýttur. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða segir það hversu hratt menn unnu hafi ráðið úrslitum um að Flugleiðir keyptu vélarnar. Verðið er hagstætt að hans mati og viðskiptin þannig til komin að flugfélag afpantaði vélarnar og Flugleiðum ásamt fleirum bauðst að kaupa. "Það hversu fljótt við gátum brugðist við og hversu hratt við og KB banki gátum unnið réði úrslitum." Við kaupin myndast þegar aukin verðmæti í Flugleiðum þar sem verðið er hagstætt og vélarnar eftirsóttar á eftirmarkaði. Þær eru uppseldar fram í tímann og meta stjórnendur Flugleiða að dulin verðmæti vegna samningsins nemi 6,5 milljörðum króna. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, sagði samninginn einkar ánægjulegan. "Flugleiðir og KB banki eiga það sameiginlegt að vera alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Samningurinn er skýrt dæmi um hvernig alþjóðavæðing bankans skilar sér í virðisauka leiðandi íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi." Fleiri bitust um bankaviðskiptin, meðal annars erlendir bankar. Valið í lokin stóð á milli Landsbankans og KB banka sem höfðu fram yfir erlenda banka að geta gengið hraðar frá viðskiptunum. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að óhugsandi hefði verið fyrir íslenskan banka að ráða við samning af þessari stærð. Mark Norris, fulltrúi Boeing, sagði Flugleiðir og Boeing-verksmiðjurnar eiga langa og farsæla sögu í viðskiptum og hann teldi kaupin hárrétt tímasett fyrir Flugleiðir og að þau myndu skila félaginu góðum árangri. Samhliða þessu stofna Flugleiðir nýtt dótturfélag sem sinnir flugvélaviðskiptum. Vélarnar verða leigðar áfram og á félagið í samningaviðræðum við flugvélaleigufyrirtækið Sunrock um markaðssetningu vélanna. Hannes Smárason segir mikla eftirspurn eftir þessum vélum. Flugleiðir hafa að undanförnu keypt einir eða í félagi við aðra sextán flugvélar, en til samanburðar eru tólf vélar sem sinna millilandaflugi félagsins. Viðskipti Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Sjá meira
Flugleiðir undirrituðu í gær stærsta flugvélakaupasamning í sögu félagsins. Flugleiðir kaupa 10 Boeing 737-800 vélar fyrir 40 milljarða króna. Samningurinn markar einnig þau tímamót að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur banki fjármagnar slík kaup. KB banki fjármagnar einn samninginn og hljóðar inngreiðslan upp á ellefu milljarða króna. Samningnum við Boeing fylgir kaupréttur á fimm vélum til viðbótar og yrði heildarkaupverðið því 60 milljarðar verði hann nýttur. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða segir það hversu hratt menn unnu hafi ráðið úrslitum um að Flugleiðir keyptu vélarnar. Verðið er hagstætt að hans mati og viðskiptin þannig til komin að flugfélag afpantaði vélarnar og Flugleiðum ásamt fleirum bauðst að kaupa. "Það hversu fljótt við gátum brugðist við og hversu hratt við og KB banki gátum unnið réði úrslitum." Við kaupin myndast þegar aukin verðmæti í Flugleiðum þar sem verðið er hagstætt og vélarnar eftirsóttar á eftirmarkaði. Þær eru uppseldar fram í tímann og meta stjórnendur Flugleiða að dulin verðmæti vegna samningsins nemi 6,5 milljörðum króna. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, sagði samninginn einkar ánægjulegan. "Flugleiðir og KB banki eiga það sameiginlegt að vera alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Samningurinn er skýrt dæmi um hvernig alþjóðavæðing bankans skilar sér í virðisauka leiðandi íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi." Fleiri bitust um bankaviðskiptin, meðal annars erlendir bankar. Valið í lokin stóð á milli Landsbankans og KB banka sem höfðu fram yfir erlenda banka að geta gengið hraðar frá viðskiptunum. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að óhugsandi hefði verið fyrir íslenskan banka að ráða við samning af þessari stærð. Mark Norris, fulltrúi Boeing, sagði Flugleiðir og Boeing-verksmiðjurnar eiga langa og farsæla sögu í viðskiptum og hann teldi kaupin hárrétt tímasett fyrir Flugleiðir og að þau myndu skila félaginu góðum árangri. Samhliða þessu stofna Flugleiðir nýtt dótturfélag sem sinnir flugvélaviðskiptum. Vélarnar verða leigðar áfram og á félagið í samningaviðræðum við flugvélaleigufyrirtækið Sunrock um markaðssetningu vélanna. Hannes Smárason segir mikla eftirspurn eftir þessum vélum. Flugleiðir hafa að undanförnu keypt einir eða í félagi við aðra sextán flugvélar, en til samanburðar eru tólf vélar sem sinna millilandaflugi félagsins.
Viðskipti Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent