Líkami fyrir styttra líf? 24. janúar 2005 00:01 Jæja, þá er það komið á hreint. Líkamsrækt er hættuleg. Það er hollara að liggja í leti og þjálfa hláturtaugarnar, fara svo bara í smágöngutúra. Þetta er heimsopinberun og fyrir okkur, lífsins letihauga, hreinræktuð syndaaflausn. Það eru tveir þýskir læknar, dr. Peter Axt og dr. Michaela Axt-Gadermann, sem hafa skrifað heila bók þeirri fullyrðingu til stuðnings að það sé hættulegt að hella sér út í líkamsrækt. Þau halda því fram að við fæðumst með takmarkað magn af lífsorku og ættum að forðast að sóa henni á altari "fitness-þráhyggjunnar". Ótrúlegt hvað maður getur verið sammála þessu fólki sem maður þekkir ekki neitt. Ekki þar fyrir, maður hefur haldið þessu fram lengi dags, en skort vísindalegar sannanir máli sínu til stuðnings og það er alveg sama hvað þú segir og gerir á Vesturlöndum, hafir þú ekki vísindalegar sannanir fyrir máli þínu, er það dautt og ómerkt. Bók þeirra Axt og Axt-Gaderman heitir "The Joy of Laziness: How to Slow Down and Live Longer," eða Gleði letinnar: Að hægja á sér og lifa lengur. Það er ekki svo að þau feðginin og samstarfsfélagarnir Axt og Axt-Gaderman haldi því fram að öll hreyfing sé af hinu vonda. Þau mæla jafnvel með stuttum gönguferðum - en þau staðhæfa að afslappað líferni sé heilsufari okkar mjög mikilvægt. "Sé líf þitt fullt af streitu og þú þjálfir af alefli, framleiðir líkami þinn hormóna sem valda háum blóðþrýstingi og eyðileggja hjarta þitt og æðar," segja þau - og það er ekki laust við að lýsingin minni á áróður gegn reykingum. Það skyldi þó ekki vera jafnóhollt að stunda ákafa líkamsrækt og að reykja of mikið? Þau feðginin mæla með hlátri í stað líkamsræktar. Miklum hlátri. Þau segja mun heilnæmara að hlæja en að hlaupa. Hláturinn örvar efnaskipti líkamans á sama hátt og langhlaup en er laus við allar hliðarverkanirnar. Það er rosalega gaman að einhver skuli loksins rísa upp og höggva undan líkamsræktarfasismanum sem öllu hefur kollriðið síðustu tvo áratugina, hamrandi á því að fólk eigi að borga tugi þúsunda, jafnvel á annað hundrað þúsund krónur í líkamsrækt á ári til þess að lifa heilbrigðara lífi og lengra. Gjaldið er svipað og reykingamenn, sem deyja úr sama hjartasjúkdómi og líkamsræktarfríkin, eyða í sígarettur á ári. Ha-ha-ha..... Hver skyldi hafa trúað þessu? Að ekki sé talað um þá sem hlaupa og hlaupa og hlaupa um landið þvert og endilagt til þess að halda sér í fullkomnu formi. Ég verð að játa, að ég hef lagt stórar lykkjur á leið mína, til þess að forðast að hitta slíkt fólk. Það horfir alltaf á mann með hlaupatrúarofsa í augum, geislandi af endorfíni og lætur mann skilja, svo ekki verður um villst, að maður er bara ömurlegur - og feitur. En það er reyndar ekki eina ástæðan fyrir því að ég forðast að hitta hlaupafrík. Aðalástæðan er sú að þetta lið er svo skorpið. Það hefur svo djúslausan líkama og vogskorið andlit að maður vill ekki hætta á að það birtist í draumum manns. Draumana vill maður hafa eins og lífið, safaríka og mjúka, fullt af gleði og hlátri. Nýtt lífsmottó fyrir mannkynið: Rækta skopskynið og velja sér skemmtilega vini. Súsanna Svarasdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Jæja, þá er það komið á hreint. Líkamsrækt er hættuleg. Það er hollara að liggja í leti og þjálfa hláturtaugarnar, fara svo bara í smágöngutúra. Þetta er heimsopinberun og fyrir okkur, lífsins letihauga, hreinræktuð syndaaflausn. Það eru tveir þýskir læknar, dr. Peter Axt og dr. Michaela Axt-Gadermann, sem hafa skrifað heila bók þeirri fullyrðingu til stuðnings að það sé hættulegt að hella sér út í líkamsrækt. Þau halda því fram að við fæðumst með takmarkað magn af lífsorku og ættum að forðast að sóa henni á altari "fitness-þráhyggjunnar". Ótrúlegt hvað maður getur verið sammála þessu fólki sem maður þekkir ekki neitt. Ekki þar fyrir, maður hefur haldið þessu fram lengi dags, en skort vísindalegar sannanir máli sínu til stuðnings og það er alveg sama hvað þú segir og gerir á Vesturlöndum, hafir þú ekki vísindalegar sannanir fyrir máli þínu, er það dautt og ómerkt. Bók þeirra Axt og Axt-Gaderman heitir "The Joy of Laziness: How to Slow Down and Live Longer," eða Gleði letinnar: Að hægja á sér og lifa lengur. Það er ekki svo að þau feðginin og samstarfsfélagarnir Axt og Axt-Gaderman haldi því fram að öll hreyfing sé af hinu vonda. Þau mæla jafnvel með stuttum gönguferðum - en þau staðhæfa að afslappað líferni sé heilsufari okkar mjög mikilvægt. "Sé líf þitt fullt af streitu og þú þjálfir af alefli, framleiðir líkami þinn hormóna sem valda háum blóðþrýstingi og eyðileggja hjarta þitt og æðar," segja þau - og það er ekki laust við að lýsingin minni á áróður gegn reykingum. Það skyldi þó ekki vera jafnóhollt að stunda ákafa líkamsrækt og að reykja of mikið? Þau feðginin mæla með hlátri í stað líkamsræktar. Miklum hlátri. Þau segja mun heilnæmara að hlæja en að hlaupa. Hláturinn örvar efnaskipti líkamans á sama hátt og langhlaup en er laus við allar hliðarverkanirnar. Það er rosalega gaman að einhver skuli loksins rísa upp og höggva undan líkamsræktarfasismanum sem öllu hefur kollriðið síðustu tvo áratugina, hamrandi á því að fólk eigi að borga tugi þúsunda, jafnvel á annað hundrað þúsund krónur í líkamsrækt á ári til þess að lifa heilbrigðara lífi og lengra. Gjaldið er svipað og reykingamenn, sem deyja úr sama hjartasjúkdómi og líkamsræktarfríkin, eyða í sígarettur á ári. Ha-ha-ha..... Hver skyldi hafa trúað þessu? Að ekki sé talað um þá sem hlaupa og hlaupa og hlaupa um landið þvert og endilagt til þess að halda sér í fullkomnu formi. Ég verð að játa, að ég hef lagt stórar lykkjur á leið mína, til þess að forðast að hitta slíkt fólk. Það horfir alltaf á mann með hlaupatrúarofsa í augum, geislandi af endorfíni og lætur mann skilja, svo ekki verður um villst, að maður er bara ömurlegur - og feitur. En það er reyndar ekki eina ástæðan fyrir því að ég forðast að hitta hlaupafrík. Aðalástæðan er sú að þetta lið er svo skorpið. Það hefur svo djúslausan líkama og vogskorið andlit að maður vill ekki hætta á að það birtist í draumum manns. Draumana vill maður hafa eins og lífið, safaríka og mjúka, fullt af gleði og hlátri. Nýtt lífsmottó fyrir mannkynið: Rækta skopskynið og velja sér skemmtilega vini. Súsanna Svarasdóttir - sussa@frettabladid.is
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun