Gaman að sjá Svanavatnið 20. janúar 2005 00:01 Snorri Wium óperusöngvari ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur, einkum eftir frábæra frammistöðu sína í sýningu Íslensku óperunnar á Sweeney Todd í haust. Hann skrapp til Rússlands í fyrravor og varð fyrir ýmsum hughrifum í þeirri ferð. "Ég fór til Pétursborgar í tónleikaferð með Fóstbræðrum. Við Elín Ósk Óskarsdóttir fórum með sem einsöngvarar og við fluttum Ödipus Rex á glæsilegum tónleikum með Fílharmoníusveit Pétursborgar, sem er einhver besta hljómsveit í heimi. Við fórum fyrst til Helsinki og keyrðum þaðan til Pétursborgar. Það var dálítið áfall að keyra í gegnum Rússland, bæirnir á leiðinni voru eitthvað svo ömurlegir. Þar býr fólk í stórum, hrörlegum blokkum sem eru stagbættar með hverju því efni sem hendi er næst, plastpokum og hvað eina. Og svo er Pétursborg svona dásamlega falleg, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þarna er höll við höll og búið að gera allt upp mjög glæsilega og fallega." Snorri starfar ekki bara sem söngvari heldur líka málarameistari. Hann segist þó hafa verið hvorugt á ferð sinni um Pétursborg. "Ég var þarna fyrst og fremst sem túristi. Þarna eru ótrúleg söfn og ógrynni af listaverkum eftir alla stærstu listamenn sögunnar. Svanavatnið, sem varð kveikjan að hinum stórkostlega ballett og tónverki, er þarna til dæmis og þó það sé bara lítill andapollur var sérstaklega gaman að sjá það." Ferðalög Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Snorri Wium óperusöngvari ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur, einkum eftir frábæra frammistöðu sína í sýningu Íslensku óperunnar á Sweeney Todd í haust. Hann skrapp til Rússlands í fyrravor og varð fyrir ýmsum hughrifum í þeirri ferð. "Ég fór til Pétursborgar í tónleikaferð með Fóstbræðrum. Við Elín Ósk Óskarsdóttir fórum með sem einsöngvarar og við fluttum Ödipus Rex á glæsilegum tónleikum með Fílharmoníusveit Pétursborgar, sem er einhver besta hljómsveit í heimi. Við fórum fyrst til Helsinki og keyrðum þaðan til Pétursborgar. Það var dálítið áfall að keyra í gegnum Rússland, bæirnir á leiðinni voru eitthvað svo ömurlegir. Þar býr fólk í stórum, hrörlegum blokkum sem eru stagbættar með hverju því efni sem hendi er næst, plastpokum og hvað eina. Og svo er Pétursborg svona dásamlega falleg, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þarna er höll við höll og búið að gera allt upp mjög glæsilega og fallega." Snorri starfar ekki bara sem söngvari heldur líka málarameistari. Hann segist þó hafa verið hvorugt á ferð sinni um Pétursborg. "Ég var þarna fyrst og fremst sem túristi. Þarna eru ótrúleg söfn og ógrynni af listaverkum eftir alla stærstu listamenn sögunnar. Svanavatnið, sem varð kveikjan að hinum stórkostlega ballett og tónverki, er þarna til dæmis og þó það sé bara lítill andapollur var sérstaklega gaman að sjá það."
Ferðalög Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira