Ákvörðunin ekki rædd fyrir fram 18. janúar 2005 00:01 Í ljósi endurtekinnar fjölmiðlaumræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ítreka eftirfarandi: Íraksmálið var rætt nokkrum sinnum í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002 - 2003 en þann 12. mars 2003 felldi meirihluti nefndarinnar að afgreiða úr nefnd tillögu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs til þingsályktunar um að "ríkisstjórnin beiti sér gegn áformum um innrás í Írak og að Ísland standi utan við hvers kyns hernaðaraðgerðir gegn Írak". Málið var rætt síðar um daginn í þingsal undir dagskrárliðnum Um störf þingsins og sagði þáverandi utanríkisráðherra þá m.a: "Nú liggur fyrir að meiri hluti þingsins útilokar það ekki að valdi verði beitt í þessum málum. ... en það liggur alveg ljóst fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að það er ekki hægt að ná friði og friðsamlegri lausn varðandi Írak nema að baki liggi alvarleg hótun." Þingi var slitið 14. mars 2003 vegna komandi Alþingiskosninga og var þá einnig gert hlé á fundum þingflokks framsóknarmanna. Að morgni þriðjudagsins 18. mars 2003 var ríkisstjórnarfundur og var Íraksmálið fyrsta málið á dagskrá. Sá fundur var undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra vegna forfalla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Í kjölfar þess fundar ákváðu þáverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra að styðja aðgerðir undir forystu Bandaríkjamanna og Breta um að afvopna Saddam Hussein og var sendiherra Bandaríkjanna tilkynnt um það. Í afstöðu íslenskra stjórnvalda fólst pólitískur stuðningur við aðgerðir til að koma Saddam Hussein frá völdum. Jafnframt myndu stjórnvöld heimila notkun á Keflavíkurflugvelli til flutninga auk þess sem umferð um lofthelgi Íslands væri heimil á sama hátt og tíðkast hefur í slíkum tilvikum frá seinni heimsstyrjöld. Þá var því og lýst yfir að Ísland myndi styðja uppbyggingarstarf í Írak að átökum loknum. Þann 20. mars 2003 réðust bandamenn inn í Írak. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var getið um stuðning ýmissa þjóða við aðgerðirnar, þar á meðal 18 af 26 þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar: Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna: Höfðu ekki umboðHalldór tvísaga "Forsætisráðherra þarf náttúrlega ekki að gefa út neina yfirlýsingu til að segja okkur að Íraksmálið hafi mikið verið rætt og víða, það vita allir. Það er ekki það sem málið snýst um, heldur það hvort þeir hafi sótt umboð til þess að taka þá ákvörðun sem þeir tóku. Nú liggur alveg ljóst fyrir að sú ákvörðun, að lýsa yfir stuðningi við innrásina var tekin af tveimur mönnum. Þeir sóttu ekki umboð til ríkisstjórnarinnar, þeir sóttu ekki umboð til þingflokkanna, ekki til Alþingis, ekki til utanríkismálanefndar og enn síður til þjóðarinnar. Og enn þá hafa þeir ekkert umboð fengið. Það liggur ljóst fyrir eftir þessa umræðu að þetta var ekki upplýst fyrir þeirra atbeina, heldur annarra." "Mér finnst alveg ólíðandi að tveir menn skuli ganga fram með þessum hætti og skuldbinda þjóðina siðferðilega í hernaðarátök. Ég get ekki séð hvaða leiðir þeir hafa til þess miðað við þau lög og reglur sem menn eiga að starfa eftir. Það er alveg ljóst að slíka ákvörðun á ekki að taka nema í samráði við utanríkismálanefnd. Öllum hlýtur að vera ljóst að þetta er meiriháttar ákvörðun. Það getur ekki talist minniháttar ákvörðun að ljá máls á siðferðilegum stuðningi við innrás sem ekki nýtur viðurkenningar alþjóðasamfélagsins." "Yfirlýsingin staðfestir hins vegar að Halldór sjálfur er tvísaga, ef ekki margsaga, í málinu. Hún staðfestir enn fremur að honum ber engan veginn saman við þingmenn í eigin flokki og ekki einu sinni alveg við varaformann sinn og ráðherra í ríkisstjórn, Guðna Ágústsson." "Yfirlýsingin gerir því ekkert annað en að auka á vandræðaganginn hjá þeim og þannig mun það verða þangað til þeir átta sig á því að þeir verða einfaldlega að leggja spilin á borðið og hjálpa til við að upplýsa þetta mál að fullu." "Gera ætti opinber öll samtöl, símtöl, fundargerðir og annað sem máli skiptir varðandi aðdraganda þessa máls og tel ég að aflétta eigi trúnaði á fundargerðum ríkisstjórnar og utanríkismálanefndar þar sem Íraksmálið var rætt. Þá hafa menn staðreyndirnar fyrir sér og þá geta menn horfst í augu við þau mistök sem þarna urðu og ákveðið í framhaldinu hvað ber að gera. "Það hefur smátt og smátt skýrst að þarna varð mönnum stórlega á hvað varðar lýðræðisleg, þingræðisleg og jafnvel lögboðin vinnubrögð. Það verður auðvitað að gera þau mál upp, það er ekki hægt að ætla að yppa öxlum yfir því og segja að menn eigi að hætta að ræða fortíðina og horfast í augu við framtíðina. Svona hlutir fyrnast nú ekki svo glatt." Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Í ljósi endurtekinnar fjölmiðlaumræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ítreka eftirfarandi: Íraksmálið var rætt nokkrum sinnum í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002 - 2003 en þann 12. mars 2003 felldi meirihluti nefndarinnar að afgreiða úr nefnd tillögu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs til þingsályktunar um að "ríkisstjórnin beiti sér gegn áformum um innrás í Írak og að Ísland standi utan við hvers kyns hernaðaraðgerðir gegn Írak". Málið var rætt síðar um daginn í þingsal undir dagskrárliðnum Um störf þingsins og sagði þáverandi utanríkisráðherra þá m.a: "Nú liggur fyrir að meiri hluti þingsins útilokar það ekki að valdi verði beitt í þessum málum. ... en það liggur alveg ljóst fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að það er ekki hægt að ná friði og friðsamlegri lausn varðandi Írak nema að baki liggi alvarleg hótun." Þingi var slitið 14. mars 2003 vegna komandi Alþingiskosninga og var þá einnig gert hlé á fundum þingflokks framsóknarmanna. Að morgni þriðjudagsins 18. mars 2003 var ríkisstjórnarfundur og var Íraksmálið fyrsta málið á dagskrá. Sá fundur var undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra vegna forfalla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Í kjölfar þess fundar ákváðu þáverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra að styðja aðgerðir undir forystu Bandaríkjamanna og Breta um að afvopna Saddam Hussein og var sendiherra Bandaríkjanna tilkynnt um það. Í afstöðu íslenskra stjórnvalda fólst pólitískur stuðningur við aðgerðir til að koma Saddam Hussein frá völdum. Jafnframt myndu stjórnvöld heimila notkun á Keflavíkurflugvelli til flutninga auk þess sem umferð um lofthelgi Íslands væri heimil á sama hátt og tíðkast hefur í slíkum tilvikum frá seinni heimsstyrjöld. Þá var því og lýst yfir að Ísland myndi styðja uppbyggingarstarf í Írak að átökum loknum. Þann 20. mars 2003 réðust bandamenn inn í Írak. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var getið um stuðning ýmissa þjóða við aðgerðirnar, þar á meðal 18 af 26 þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar: Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna: Höfðu ekki umboðHalldór tvísaga "Forsætisráðherra þarf náttúrlega ekki að gefa út neina yfirlýsingu til að segja okkur að Íraksmálið hafi mikið verið rætt og víða, það vita allir. Það er ekki það sem málið snýst um, heldur það hvort þeir hafi sótt umboð til þess að taka þá ákvörðun sem þeir tóku. Nú liggur alveg ljóst fyrir að sú ákvörðun, að lýsa yfir stuðningi við innrásina var tekin af tveimur mönnum. Þeir sóttu ekki umboð til ríkisstjórnarinnar, þeir sóttu ekki umboð til þingflokkanna, ekki til Alþingis, ekki til utanríkismálanefndar og enn síður til þjóðarinnar. Og enn þá hafa þeir ekkert umboð fengið. Það liggur ljóst fyrir eftir þessa umræðu að þetta var ekki upplýst fyrir þeirra atbeina, heldur annarra." "Mér finnst alveg ólíðandi að tveir menn skuli ganga fram með þessum hætti og skuldbinda þjóðina siðferðilega í hernaðarátök. Ég get ekki séð hvaða leiðir þeir hafa til þess miðað við þau lög og reglur sem menn eiga að starfa eftir. Það er alveg ljóst að slíka ákvörðun á ekki að taka nema í samráði við utanríkismálanefnd. Öllum hlýtur að vera ljóst að þetta er meiriháttar ákvörðun. Það getur ekki talist minniháttar ákvörðun að ljá máls á siðferðilegum stuðningi við innrás sem ekki nýtur viðurkenningar alþjóðasamfélagsins." "Yfirlýsingin staðfestir hins vegar að Halldór sjálfur er tvísaga, ef ekki margsaga, í málinu. Hún staðfestir enn fremur að honum ber engan veginn saman við þingmenn í eigin flokki og ekki einu sinni alveg við varaformann sinn og ráðherra í ríkisstjórn, Guðna Ágústsson." "Yfirlýsingin gerir því ekkert annað en að auka á vandræðaganginn hjá þeim og þannig mun það verða þangað til þeir átta sig á því að þeir verða einfaldlega að leggja spilin á borðið og hjálpa til við að upplýsa þetta mál að fullu." "Gera ætti opinber öll samtöl, símtöl, fundargerðir og annað sem máli skiptir varðandi aðdraganda þessa máls og tel ég að aflétta eigi trúnaði á fundargerðum ríkisstjórnar og utanríkismálanefndar þar sem Íraksmálið var rætt. Þá hafa menn staðreyndirnar fyrir sér og þá geta menn horfst í augu við þau mistök sem þarna urðu og ákveðið í framhaldinu hvað ber að gera. "Það hefur smátt og smátt skýrst að þarna varð mönnum stórlega á hvað varðar lýðræðisleg, þingræðisleg og jafnvel lögboðin vinnubrögð. Það verður auðvitað að gera þau mál upp, það er ekki hægt að ætla að yppa öxlum yfir því og segja að menn eigi að hætta að ræða fortíðina og horfast í augu við framtíðina. Svona hlutir fyrnast nú ekki svo glatt."
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira