Áfram í Hvíta húsinu? Guðmundur Magnússon skrifar 16. janúar 2005 00:01 George W. Bush sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í annað sinn á fimmtudaginn. Þeir eru ekki margir sem staðið hafa í hans sporum að þessu leyti. Og ekki geta margir státað af því að eiga föður sem líka var forseti. En það eru takmörk fyrir öllu. Bandaríska stjórnarskráin bannar mönnum að gegna forsetaembætti lengur en tvö kjörtímabil. Þess vegna er ljóst að Bush á aðeins fjögur ár eftir í Hvíta húsinu. Algengt er að fyrrverandi varaforsetar nái kjöri sem forsetar. Það stafar meðal annars af því hve þekktir þeir verða í embætti. Nöfn og heiti skipta ekki minna máli í stjórnmálum en í vöruheimi viðskiptalífsins. Það ákveður enginn upp úr þurru að fara í forsetaframboð þar vestra. Frambjóðendur þurfa að hafa látið að sér kveða um árabil - og hafa aðgang að miklum fjármunum - ef þeir vilja eiga nokkra möguleika. Varaforsetinn Bush er Dick Cheney. Hann er ekkert unglamb og hefur að auki fengið hjartaáfall fjórum sínum á stuttum tíma. Ekki hvarflar að nokkrum manni að hann muni verða valinn næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins né að hann muni sækjast eftir því.Demókratar eru þegar farnir að velta því fyrir sér hvern þeir eigi að bjóða fram eftir fjögur ár. Við fjölluðum um það á Vísi í nóvember í fyrra eins og hér má lesa. Sumum finnst slíkar vangaveltur ótímabærar þegar nýtt fjögurra ára kjörtímabil forseta er rétt að hefjast. En ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svona nokkuð þarfnast langs undirbúnings. Og satt að segja eru repúblikanar líka að velta þessum málum fyrir sér. Þeir geta vel hugsað sér að halda völdum í Hvíta húsinu í tólf ár samfleytt, helst lengur! En hvert beina þeir sjónum sínum? Meðal þeirra manna sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur flokksins árið 2008 eru hinn vinsæli borgarstjóri í New York, Rudy Giuliani, en vikuritið Economist, sem fjallar um þessi mál í nýjasta tölublaði, segir að einnig hafi heyrst nöfn manna eins og George Pataki, Mitt Romney, Rick Santorum og Bill Owens. Ólíklegt er að margir lesendur hafa heyrt þau nöfn. En svo er eitt nafn enn segir Economist og telur að þar geti leynst sigurvegari næstu forsetakosninga. Þar er um að ræða yngri bróður núverandi forseta, Jeb Bush, ríkisstjóra í Flórída. Kjörtímabil hans lýkur eftir eitt ár. Hann er þjóðkunnur maður, vinsæll á heimaslóðum og hefur að að auki ýmsa eiginleika sem gætu hjálpað honum í baráttu við frambjóðendur demókrata. Til að mynda er eiginkona hans fædd í Mexíkó og börn þeirra þrjú eru frekar dökk á hörund. Þá hefur hann snúist til rómversk-kaþólskrar trúar. Hann þykir meiri hugsuður en stóri bróðir og hefur orðið vel ágengt í embætti að hrinda í framkvæmd ýmsum stefnumálum sem repúblikönum eru hjartfólgin. Ekki eru allir í fjölskyldunni þeirrar skoðunar að Jeb eigi að taka slaginn. Móðir hans, Barbara, hefur sagt að nóg sé komið - í bili að minnsta kosti. Kannski merkir það að Jeb ætti að reyna fyrir sér árið 2012. Nema gamla konan sé eins og ýmsir fleiri með hugann við sonarson sinn, George P. Bush, sem er sonur ríkisstjórans. Margir telja sig sjá í honum nýtt leiðtogaefni. Einu sinni var Kennedy það nafn sem mestur ljómi lék um í bandarískum stjórnmálum og þjóðlífi. Kennedy-bræður áttu glæsilegan en einnig harmsögulegan feril. Bush-fjölskyldan hefur átt meira láni að fagna. Kannski á hún eftir að fara í sögubækurnar sem sigursælasta fjölskyldan í bandarískri stjórnmálasögu síðari alda.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
George W. Bush sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í annað sinn á fimmtudaginn. Þeir eru ekki margir sem staðið hafa í hans sporum að þessu leyti. Og ekki geta margir státað af því að eiga föður sem líka var forseti. En það eru takmörk fyrir öllu. Bandaríska stjórnarskráin bannar mönnum að gegna forsetaembætti lengur en tvö kjörtímabil. Þess vegna er ljóst að Bush á aðeins fjögur ár eftir í Hvíta húsinu. Algengt er að fyrrverandi varaforsetar nái kjöri sem forsetar. Það stafar meðal annars af því hve þekktir þeir verða í embætti. Nöfn og heiti skipta ekki minna máli í stjórnmálum en í vöruheimi viðskiptalífsins. Það ákveður enginn upp úr þurru að fara í forsetaframboð þar vestra. Frambjóðendur þurfa að hafa látið að sér kveða um árabil - og hafa aðgang að miklum fjármunum - ef þeir vilja eiga nokkra möguleika. Varaforsetinn Bush er Dick Cheney. Hann er ekkert unglamb og hefur að auki fengið hjartaáfall fjórum sínum á stuttum tíma. Ekki hvarflar að nokkrum manni að hann muni verða valinn næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins né að hann muni sækjast eftir því.Demókratar eru þegar farnir að velta því fyrir sér hvern þeir eigi að bjóða fram eftir fjögur ár. Við fjölluðum um það á Vísi í nóvember í fyrra eins og hér má lesa. Sumum finnst slíkar vangaveltur ótímabærar þegar nýtt fjögurra ára kjörtímabil forseta er rétt að hefjast. En ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svona nokkuð þarfnast langs undirbúnings. Og satt að segja eru repúblikanar líka að velta þessum málum fyrir sér. Þeir geta vel hugsað sér að halda völdum í Hvíta húsinu í tólf ár samfleytt, helst lengur! En hvert beina þeir sjónum sínum? Meðal þeirra manna sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur flokksins árið 2008 eru hinn vinsæli borgarstjóri í New York, Rudy Giuliani, en vikuritið Economist, sem fjallar um þessi mál í nýjasta tölublaði, segir að einnig hafi heyrst nöfn manna eins og George Pataki, Mitt Romney, Rick Santorum og Bill Owens. Ólíklegt er að margir lesendur hafa heyrt þau nöfn. En svo er eitt nafn enn segir Economist og telur að þar geti leynst sigurvegari næstu forsetakosninga. Þar er um að ræða yngri bróður núverandi forseta, Jeb Bush, ríkisstjóra í Flórída. Kjörtímabil hans lýkur eftir eitt ár. Hann er þjóðkunnur maður, vinsæll á heimaslóðum og hefur að að auki ýmsa eiginleika sem gætu hjálpað honum í baráttu við frambjóðendur demókrata. Til að mynda er eiginkona hans fædd í Mexíkó og börn þeirra þrjú eru frekar dökk á hörund. Þá hefur hann snúist til rómversk-kaþólskrar trúar. Hann þykir meiri hugsuður en stóri bróðir og hefur orðið vel ágengt í embætti að hrinda í framkvæmd ýmsum stefnumálum sem repúblikönum eru hjartfólgin. Ekki eru allir í fjölskyldunni þeirrar skoðunar að Jeb eigi að taka slaginn. Móðir hans, Barbara, hefur sagt að nóg sé komið - í bili að minnsta kosti. Kannski merkir það að Jeb ætti að reyna fyrir sér árið 2012. Nema gamla konan sé eins og ýmsir fleiri með hugann við sonarson sinn, George P. Bush, sem er sonur ríkisstjórans. Margir telja sig sjá í honum nýtt leiðtogaefni. Einu sinni var Kennedy það nafn sem mestur ljómi lék um í bandarískum stjórnmálum og þjóðlífi. Kennedy-bræður áttu glæsilegan en einnig harmsögulegan feril. Bush-fjölskyldan hefur átt meira láni að fagna. Kannski á hún eftir að fara í sögubækurnar sem sigursælasta fjölskyldan í bandarískri stjórnmálasögu síðari alda.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun