Leynd skaðleg í viðskiptum 10. janúar 2005 00:01 Leynd er alltaf á endanum skaðleg segir Howard Davies, fyrrverandi forstöðumaður breska fjármálaeftirlitsins, sem telur mikilvægt að gagnsæi ríki um eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Í sama streng tekur Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, en að hans mati eru menn of reiðubúnir hér á landi til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun. Viðskiptaráðherra hefur boðað nýtt lagafrumvarp um verðbréfaviðskipti þar sem meðal annars á að auka gagnsæi Fjármálaeftirlitsins. Með öðrum orðum stendur til að Páll Gunnar Pálsson forstjóri fái brátt aukna heimild til að skýra frá störfum stofnunarinnar. Eins og staðan er í dag hvílir alger leynd yfir því hvort eða hvað er til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu og þá hvernig málum lýkur sem til rannsóknar eru. Howard Davies, rektor London School of Economics, var gestur á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins um framtíð íslensks fjármálamarkaðar en hann er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Hann telur að maður geldi fyrir leyndina. „Fjárfestar, sérstaklega erlendir fjárfestar, eru alltaf tortryggnir ef þeir telja að markaðurinn vinni kannski gegn þeim og að eitthvað sé í gangi sem þeir vita ekki um,“ segir Davies. Í Bretlandi skýrir Fjármálaeftirlitið ávallt frá niðurstöðum rannsókna og í einstaka tilfellum, þegar hagsmunir hluthafa krefjast, frá því þegar rannsókn hefst. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir dæmi um að mál hafi komið upp hér á landi sem menn á markaði hafi talið nauðsynlegt að skoða. Erfitt sé þegar enginn viti neitt um lyktir mála. Hann telur regluvirkið hér nokkurn veginn í línu við það sem gerist í nágrannalöndunum. Helsti munurinn sé að fáar hefðir hafi þróast hér á landi vegna þess hve markaðurinn er ungur og því séu menn of reiðubúnir til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
Leynd er alltaf á endanum skaðleg segir Howard Davies, fyrrverandi forstöðumaður breska fjármálaeftirlitsins, sem telur mikilvægt að gagnsæi ríki um eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Í sama streng tekur Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, en að hans mati eru menn of reiðubúnir hér á landi til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun. Viðskiptaráðherra hefur boðað nýtt lagafrumvarp um verðbréfaviðskipti þar sem meðal annars á að auka gagnsæi Fjármálaeftirlitsins. Með öðrum orðum stendur til að Páll Gunnar Pálsson forstjóri fái brátt aukna heimild til að skýra frá störfum stofnunarinnar. Eins og staðan er í dag hvílir alger leynd yfir því hvort eða hvað er til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu og þá hvernig málum lýkur sem til rannsóknar eru. Howard Davies, rektor London School of Economics, var gestur á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins um framtíð íslensks fjármálamarkaðar en hann er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Hann telur að maður geldi fyrir leyndina. „Fjárfestar, sérstaklega erlendir fjárfestar, eru alltaf tortryggnir ef þeir telja að markaðurinn vinni kannski gegn þeim og að eitthvað sé í gangi sem þeir vita ekki um,“ segir Davies. Í Bretlandi skýrir Fjármálaeftirlitið ávallt frá niðurstöðum rannsókna og í einstaka tilfellum, þegar hagsmunir hluthafa krefjast, frá því þegar rannsókn hefst. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir dæmi um að mál hafi komið upp hér á landi sem menn á markaði hafi talið nauðsynlegt að skoða. Erfitt sé þegar enginn viti neitt um lyktir mála. Hann telur regluvirkið hér nokkurn veginn í línu við það sem gerist í nágrannalöndunum. Helsti munurinn sé að fáar hefðir hafi þróast hér á landi vegna þess hve markaðurinn er ungur og því séu menn of reiðubúnir til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira