Nánast öll þjóðin á móti 6. janúar 2005 00:01 Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki koma á óvart að nánast öll þjóðin sé á móti því að Íslendingar séu á lista hinna staðföstu þjóða samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir listann ekki skipta máli í dag þar sem hann hafi ekki haft þjóðarréttarlegar skuldbindingar í för með sér. Könnunin er birt í þjóðarpúlsi Gallups en hún var gerð í lok nýliðins árs. Úrtakið var rúmlega tólf hundruð manns og var svarhlutfall 62%. Spurt var: „Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum, sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak, eða á Ísland ekki að vera á listanum. 84% þeirra sem svöruðu töldu að Íslendingar ættu ekki að vera á listanum, 14% sögðust vilja að Ísland væri á listanum og 2% töldu það ekki skipta máli. Samkvæmt könnuninni voru þrír af hverjum fjórum körlum andvígir stuðningi Íslands við innrásina í Írak og 93% kvenna voru sömu skoðunar. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir lista hinna staðföstu þjóða ekki skipta máli í dag þar sem hann hafi ekki haft þjóðarréttarlegar skuldbindingar í för með sér, nema kannski siðferðilega hvað varðar stuðning við uppbygginguna í Írak. Hún segir stríð alltaf neyðarbrauð og telur að fréttaflutningur af ástandinu í Írak hafi þarna einhver áhrif, sem og ábyrgðarlaus málflutningu stjórnarandstöðunnar sem Sólveig segir hafa verið með ólíkindum í vetur. Spurð hvort ekki megi túlka niðurstöðuna sem svo að íslenska þjóðin hafi eindregið verið á móti því að vera á listanum segir Sólveig að ákvörðunin um að vera á listanum hafi verið tekin með hliðsjón af ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og því í samræmi við utanríkisstefnu Íslans að standa með sínum bandamönnum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem sæti á í utanríkismálanefnd þingsins, segir niðurstöðu könnunarinnar ekki koma á óvart. Hann segir þetta fullkomlega í samræmi við þá tilfinningu sem hann hafi haft varðandi afstöðu fólks til þessarar undarlegu ákvörðunar tveggja manna á sínum tíma. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekki koma á óvart að nánast öll þjóðin sé á móti því að Íslendingar séu á lista hinna staðföstu þjóða samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir listann ekki skipta máli í dag þar sem hann hafi ekki haft þjóðarréttarlegar skuldbindingar í för með sér. Könnunin er birt í þjóðarpúlsi Gallups en hún var gerð í lok nýliðins árs. Úrtakið var rúmlega tólf hundruð manns og var svarhlutfall 62%. Spurt var: „Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum, sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak, eða á Ísland ekki að vera á listanum. 84% þeirra sem svöruðu töldu að Íslendingar ættu ekki að vera á listanum, 14% sögðust vilja að Ísland væri á listanum og 2% töldu það ekki skipta máli. Samkvæmt könnuninni voru þrír af hverjum fjórum körlum andvígir stuðningi Íslands við innrásina í Írak og 93% kvenna voru sömu skoðunar. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir lista hinna staðföstu þjóða ekki skipta máli í dag þar sem hann hafi ekki haft þjóðarréttarlegar skuldbindingar í för með sér, nema kannski siðferðilega hvað varðar stuðning við uppbygginguna í Írak. Hún segir stríð alltaf neyðarbrauð og telur að fréttaflutningur af ástandinu í Írak hafi þarna einhver áhrif, sem og ábyrgðarlaus málflutningu stjórnarandstöðunnar sem Sólveig segir hafa verið með ólíkindum í vetur. Spurð hvort ekki megi túlka niðurstöðuna sem svo að íslenska þjóðin hafi eindregið verið á móti því að vera á listanum segir Sólveig að ákvörðunin um að vera á listanum hafi verið tekin með hliðsjón af ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og því í samræmi við utanríkisstefnu Íslans að standa með sínum bandamönnum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem sæti á í utanríkismálanefnd þingsins, segir niðurstöðu könnunarinnar ekki koma á óvart. Hann segir þetta fullkomlega í samræmi við þá tilfinningu sem hann hafi haft varðandi afstöðu fólks til þessarar undarlegu ákvörðunar tveggja manna á sínum tíma.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira