Hver sér um börnin? 5. janúar 2005 00:01 Flestir foreldrar eru útivinnandi og börn eru í dagvist meira og minna frá 6 mánaða aldri í 9 klukkustundir á dag. Þetta er mörgum áhyggjuefni. Ekki er hægt að efast um að samvist barna við foreldra sína er allt annars eðlis heldur en við kennara eða aðra gæsluaðila og spurning er hvort þeir örfáu klukkutímar sem foreldrar og börn fái saman sé nægilegur tími. Erfitt er að svara þeirri spurningu þar sem að vissu leyti er þetta staða sem er nýtilkomin, því ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að sjá allt aðra hætti. Þá voru börn meðal annars mikið til hálfan daginn á leikskóla og mæður þá heimavinnandi eða í vinnu hálfan daginn. Vissulega var það jafnréttisbaráttan sem breytti mörgu en stigið er á hálan ís ef fara á að kenna henni alfarið um. Jafnvel má líta á hana sem framfaraskref þar sem feðrum er gefið tækifæri til að vera aðilinn sem sér um heimili og börn án þess að það þyki á nokkurn hátt óeðlilegt. Ríkjandi viðhorf um lífsstíl leggja þær kröfur á hina fullorðnu að sinna líkamsrækt, eiga fallegt heimili, vera smart, eiga góða vini, njóta skemmtunar og stefna að starfsframa. Ekki er víst að jafnréttisbaráttan hafi hrint af stað þessum kröfum, því einnig má merkja gífurlega áherslu á frelsi einstaklingins á síðustu árum. Hinsvegar er það spurning hvort samfélagslega sé hægt að líta á barnafjölskyldu sem hóp einstaklinga því athafnir eins aðila í fjölskyldunni hafa alltaf áhrif á hina. Og ef til vill er kominn tími til að leggja áherslu á frelsi fjölskyldunnar? En frelsi virðist ætíð koma á kostnað frelsis og spurning er hverju á að fórna til að fjölskyldan komist í forgang. Börnin eyða mestum tíma sínum í umsjá kennara eða gæsluaðila. Aftur á móti má ekki gleyma því að nálægð við aðra manneskju sækja þau yfirleitt í félagsskap við jafnaldra sína og í raun eru börnin oftast með öðrum börnum, sem er alls ekki slæmt. Hinsvegar eru börn börn og þurfa á foreldrum að halda, það er ekkert flóknara en það. Rannsóknir hafa jafnvel sýnt að helsta fyrirmynd barna eru foreldrar þeirra en ekki kennarar, þó svo kennarinnn sé sá sem kennir þeim eitt og annað þá er lexían um að vera maður falin foreldrum. Að mörgu leyti er foreldrum gert erfitt fyrir, fjölmiðlar eiga greiða leið að heimilinu og foreldrar eru ekki með börnum sínum öllum stundum. Þegar heim er komið eftir langan vinnudag setjast börnin framan við sjónvarpið eða tölvuna og una sér þar löngum stundum. Foreldrar geta ekki treyst á að það efni sem er í boði í sjónvarpinu á þeim tíma sem börnin sjá um sig sjálf sé við þeirra hæfi. Jafnvel fréttatíminn er uppfullur af efni sem hrellir börnin og svo er foreldrum kennt um ef börnin sjá það. Spurningin hver sér um börnin er flókin því umönnum barna er að vissu leyti ábyrgð samfélagsins í heild. Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar eru útivinnandi og börn eru í dagvist meira og minna frá 6 mánaða aldri í 9 klukkustundir á dag. Þetta er mörgum áhyggjuefni. Ekki er hægt að efast um að samvist barna við foreldra sína er allt annars eðlis heldur en við kennara eða aðra gæsluaðila og spurning er hvort þeir örfáu klukkutímar sem foreldrar og börn fái saman sé nægilegur tími. Erfitt er að svara þeirri spurningu þar sem að vissu leyti er þetta staða sem er nýtilkomin, því ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að sjá allt aðra hætti. Þá voru börn meðal annars mikið til hálfan daginn á leikskóla og mæður þá heimavinnandi eða í vinnu hálfan daginn. Vissulega var það jafnréttisbaráttan sem breytti mörgu en stigið er á hálan ís ef fara á að kenna henni alfarið um. Jafnvel má líta á hana sem framfaraskref þar sem feðrum er gefið tækifæri til að vera aðilinn sem sér um heimili og börn án þess að það þyki á nokkurn hátt óeðlilegt. Ríkjandi viðhorf um lífsstíl leggja þær kröfur á hina fullorðnu að sinna líkamsrækt, eiga fallegt heimili, vera smart, eiga góða vini, njóta skemmtunar og stefna að starfsframa. Ekki er víst að jafnréttisbaráttan hafi hrint af stað þessum kröfum, því einnig má merkja gífurlega áherslu á frelsi einstaklingins á síðustu árum. Hinsvegar er það spurning hvort samfélagslega sé hægt að líta á barnafjölskyldu sem hóp einstaklinga því athafnir eins aðila í fjölskyldunni hafa alltaf áhrif á hina. Og ef til vill er kominn tími til að leggja áherslu á frelsi fjölskyldunnar? En frelsi virðist ætíð koma á kostnað frelsis og spurning er hverju á að fórna til að fjölskyldan komist í forgang. Börnin eyða mestum tíma sínum í umsjá kennara eða gæsluaðila. Aftur á móti má ekki gleyma því að nálægð við aðra manneskju sækja þau yfirleitt í félagsskap við jafnaldra sína og í raun eru börnin oftast með öðrum börnum, sem er alls ekki slæmt. Hinsvegar eru börn börn og þurfa á foreldrum að halda, það er ekkert flóknara en það. Rannsóknir hafa jafnvel sýnt að helsta fyrirmynd barna eru foreldrar þeirra en ekki kennarar, þó svo kennarinnn sé sá sem kennir þeim eitt og annað þá er lexían um að vera maður falin foreldrum. Að mörgu leyti er foreldrum gert erfitt fyrir, fjölmiðlar eiga greiða leið að heimilinu og foreldrar eru ekki með börnum sínum öllum stundum. Þegar heim er komið eftir langan vinnudag setjast börnin framan við sjónvarpið eða tölvuna og una sér þar löngum stundum. Foreldrar geta ekki treyst á að það efni sem er í boði í sjónvarpinu á þeim tíma sem börnin sjá um sig sjálf sé við þeirra hæfi. Jafnvel fréttatíminn er uppfullur af efni sem hrellir börnin og svo er foreldrum kennt um ef börnin sjá það. Spurningin hver sér um börnin er flókin því umönnum barna er að vissu leyti ábyrgð samfélagsins í heild. Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun