Grunnnetið verði sérfyrirtæki Kristinn H. Gunnarsson skrifar 3. janúar 2005 00:01 Framundan er sala Landssímans. Ákveðið var fyrir nokkrum árum að koma á samkeppni á fjarskiptamarkaði með þeim rökum að samkeppnin tryggði neytendum lægra verð og betri þjónustu. Eignarhald ríkisins gefur forskot á fyrirtæki sem eru í einkaeigu og því er talið nauðsynlegt að ríkið selji Landssímann til þess að jafnræði geti verið milli fyrirtækjanna sem keppa. En fleira kemur til sem getur torveldað samkeppni. Landssíminn hefur yfirburðastöðu á markaðnum með um 80% hlutdeild í almennri talsímaþjónustu og um 67% hlutdeild í fjarskiptakerfinu. Þessir yfirburðir Landssímans byggjast einkum á því að fyrirtækið á megnið af dreifikerfinu. Það er í einokunaraðstöðu hvað varðar koparnetið og þar með aðgang að heimtaug til notandans. Svipað er um ljósleiðaranetið, en þar er samkeppni aðeins á höfuðborgarsvæðinu, norður til Akureyrar og til Vestmannaeyja. Annars staðar er Landssíminn einn um að veita þjónustu með ljósleiðara. Fyrirtæki sem vilja keppa við Landssímann verða að fá greiðan aðgang að dreifikerfi Símans á sanngjörnu verði. Þarna er fyrirsjáanlegt að verði árekstrar milli fyrirtækja í samkeppni, enda er það svo. Stærsta fyrirtækið sem er í samkeppni við Landssímann, Og Vodafone, kvartar undan þjónustunni og telur að auki erfitt að staðreyna hvort verðlagning á aðgangi að heimtaugum sé byggð á raunkostnaði. Bendir fyrirtækið á að jafn aðgangur að grunnnetinu og rétt verðlagning sé forsenda samkeppni á smásölumarkaði á landsvísu. Í erindi til Alþingis, sem er umsögn um þingmannafrumvarp er varðar sölu Landssímans, gengur Og Vodafone svo langt að segja að það sé álit fyrirtækisins að verði eignarhaldi á grunnnetinu ekki komið fyrir í sérstöku fyrirtæki, sem selji aðgang að netinu til allra aðila á markaði á sömu kjörum og á sömu forsendum muni aldrei verða raunveruleg samkeppni á fjarskiptamarkaði. Ástæðan er einföld: hér á landi háttar svo til að aðeins er til eitt heildstætt grunnnet og fyrirtæki sem vilja veita talsímaþjónustu eða DSL þjónustu eiga ekki annarra kosta völ en að semja við keppinaut sinn, Landssíma Íslands hf., um aðgang að grunnnetinu. Og Vodafone telur að það geti verið þrjár leiðir í útfærslunni: grunnnetið verði áfram í eigu ríkisins, grunnnetið verði selt sama aðila og kaupir Landssímann en verði í sérfyrirtæki og með algerlega aðskilinn rekstur og í þriðja lagi að grunnnetið verði sérstakt félag, sem geti verið í eigu ríkisins og annarra sem kaupa þjónustu af grunnnetinu. Benda má á að þegar sett var löggjöf um samkeppni í raforkukerfinu, var samkeppnin einskorðuð við sölu og framleiðslu á rafmagni, enda ekki talið hægt að koma við samkeppni í flutningi og dreifingu rafmagns. Var stofnað sérstakt hlutafélag um flutninginn sem er í eigu helstu framleiðenda rafmagns. Það fyrirkomulag á að tryggja jafnræði í aðgengi að kaupendunum og er því að verulegu leyti forsenda þess að samkeppni verði í kerfinu. Hví skyldu gilda einhver önnur lögmál í fjarskiptakerfinu? Og Vodafone telur að sérfyrirtæki um grunnnetið myndi leiða af sér betri þjónustu um landið, þar sem fremur yrði lögð áhersla á að bæta fjarskiptin í hinum dreifðum byggðum landsins. Það væri hagur dreifingarfyrirtækisins að sjá til þess að netið næði til allra landsmanna, bæði hvað varðar talsímaþjónustu og gagnaflutninga. Þetta eru frekari rök fyrir sérfyrirtæki um grunnnetið. Ljóst er að víða um land er veruleg óánægja með frammistöðu Landssímans síðustu árin eftir að fyrirtækið hætti að líta á sig sem þjónustufyrirtæki og fór að einbeita sér að því að hámarka hagnaðinn til skamms tíma litið. GSM- símakerfið er orðið mikilvægt öryggistæki en víða á vegum landsins er símasamband ekki til staðar. Þá eru góð fjarskipti oft forsenda þess að atvinnulíf og afþreyingarmöguleikar geti þróast með svipuðum hætti sem víðast á landinu. Öllu lengur má ekki dragast að sýnilegt verði að pólitískur vilji er til staðar að veita góða þjónustu um land allt. Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að hafa eigi grunnnetið í sérfyrirtæki og að það fyrirkomulag sé líklegt til þess að tryggja góða þjónustu og samkeppnina sem að er stefnt. Álit Og Vodafone styður þau sjónarmið og hefur mikið gildi vegna þess að fyrirtækið er starfandi á þessum markaði. Áður en Landssíminn verður seldur þarf að leiða þessa umræðu til lykta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Framundan er sala Landssímans. Ákveðið var fyrir nokkrum árum að koma á samkeppni á fjarskiptamarkaði með þeim rökum að samkeppnin tryggði neytendum lægra verð og betri þjónustu. Eignarhald ríkisins gefur forskot á fyrirtæki sem eru í einkaeigu og því er talið nauðsynlegt að ríkið selji Landssímann til þess að jafnræði geti verið milli fyrirtækjanna sem keppa. En fleira kemur til sem getur torveldað samkeppni. Landssíminn hefur yfirburðastöðu á markaðnum með um 80% hlutdeild í almennri talsímaþjónustu og um 67% hlutdeild í fjarskiptakerfinu. Þessir yfirburðir Landssímans byggjast einkum á því að fyrirtækið á megnið af dreifikerfinu. Það er í einokunaraðstöðu hvað varðar koparnetið og þar með aðgang að heimtaug til notandans. Svipað er um ljósleiðaranetið, en þar er samkeppni aðeins á höfuðborgarsvæðinu, norður til Akureyrar og til Vestmannaeyja. Annars staðar er Landssíminn einn um að veita þjónustu með ljósleiðara. Fyrirtæki sem vilja keppa við Landssímann verða að fá greiðan aðgang að dreifikerfi Símans á sanngjörnu verði. Þarna er fyrirsjáanlegt að verði árekstrar milli fyrirtækja í samkeppni, enda er það svo. Stærsta fyrirtækið sem er í samkeppni við Landssímann, Og Vodafone, kvartar undan þjónustunni og telur að auki erfitt að staðreyna hvort verðlagning á aðgangi að heimtaugum sé byggð á raunkostnaði. Bendir fyrirtækið á að jafn aðgangur að grunnnetinu og rétt verðlagning sé forsenda samkeppni á smásölumarkaði á landsvísu. Í erindi til Alþingis, sem er umsögn um þingmannafrumvarp er varðar sölu Landssímans, gengur Og Vodafone svo langt að segja að það sé álit fyrirtækisins að verði eignarhaldi á grunnnetinu ekki komið fyrir í sérstöku fyrirtæki, sem selji aðgang að netinu til allra aðila á markaði á sömu kjörum og á sömu forsendum muni aldrei verða raunveruleg samkeppni á fjarskiptamarkaði. Ástæðan er einföld: hér á landi háttar svo til að aðeins er til eitt heildstætt grunnnet og fyrirtæki sem vilja veita talsímaþjónustu eða DSL þjónustu eiga ekki annarra kosta völ en að semja við keppinaut sinn, Landssíma Íslands hf., um aðgang að grunnnetinu. Og Vodafone telur að það geti verið þrjár leiðir í útfærslunni: grunnnetið verði áfram í eigu ríkisins, grunnnetið verði selt sama aðila og kaupir Landssímann en verði í sérfyrirtæki og með algerlega aðskilinn rekstur og í þriðja lagi að grunnnetið verði sérstakt félag, sem geti verið í eigu ríkisins og annarra sem kaupa þjónustu af grunnnetinu. Benda má á að þegar sett var löggjöf um samkeppni í raforkukerfinu, var samkeppnin einskorðuð við sölu og framleiðslu á rafmagni, enda ekki talið hægt að koma við samkeppni í flutningi og dreifingu rafmagns. Var stofnað sérstakt hlutafélag um flutninginn sem er í eigu helstu framleiðenda rafmagns. Það fyrirkomulag á að tryggja jafnræði í aðgengi að kaupendunum og er því að verulegu leyti forsenda þess að samkeppni verði í kerfinu. Hví skyldu gilda einhver önnur lögmál í fjarskiptakerfinu? Og Vodafone telur að sérfyrirtæki um grunnnetið myndi leiða af sér betri þjónustu um landið, þar sem fremur yrði lögð áhersla á að bæta fjarskiptin í hinum dreifðum byggðum landsins. Það væri hagur dreifingarfyrirtækisins að sjá til þess að netið næði til allra landsmanna, bæði hvað varðar talsímaþjónustu og gagnaflutninga. Þetta eru frekari rök fyrir sérfyrirtæki um grunnnetið. Ljóst er að víða um land er veruleg óánægja með frammistöðu Landssímans síðustu árin eftir að fyrirtækið hætti að líta á sig sem þjónustufyrirtæki og fór að einbeita sér að því að hámarka hagnaðinn til skamms tíma litið. GSM- símakerfið er orðið mikilvægt öryggistæki en víða á vegum landsins er símasamband ekki til staðar. Þá eru góð fjarskipti oft forsenda þess að atvinnulíf og afþreyingarmöguleikar geti þróast með svipuðum hætti sem víðast á landinu. Öllu lengur má ekki dragast að sýnilegt verði að pólitískur vilji er til staðar að veita góða þjónustu um land allt. Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að hafa eigi grunnnetið í sérfyrirtæki og að það fyrirkomulag sé líklegt til þess að tryggja góða þjónustu og samkeppnina sem að er stefnt. Álit Og Vodafone styður þau sjónarmið og hefur mikið gildi vegna þess að fyrirtækið er starfandi á þessum markaði. Áður en Landssíminn verður seldur þarf að leiða þessa umræðu til lykta.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar