Þekkingin eyðir ótta! 21. nóvember 2005 06:00 Geðklofi virðist vera sá sjúkdómur sem hvað mestan ótta vekur miðað við aðra geðsjúkdóma. En hvað veldur þessum ótta? Þekkingarleysi. Þessi sjúkdómur er líka þess eðlis að viðkomandi er oft ekki fær um að bera hönd fyrir höfuð sér og berjast fyrir sjálfssögðum mannréttindum og virðingu í samfélaginu. Í Kastljósi þann 31. október síðastliðinn var viðtal við húsnæðislausan rúmlega þrítugan mann sem lifað hefur með geðklofa í tíu ár. Það vakti athygli mína hvað þessi maður kom vel fyrir. Ég ræddi þetta við geðlækni sem var sama sinnis, fannst viðkomandi koma öllu mjög skýrt og vel frá sér, og bætti við að ef hann hefði ekki vitað um sjúkdóminn hefði hann ekki grunað að viðkomandi væri greindur geðklofi. Þessi ungi maður er einmitt gott dæmi um hversu góðan bata einstaklingar með geðklofa geta hlotið með sjálfshjálp, að þekkja hættumerki sjúkdómsins, hjálp frábærra lyfja, og viðeigandi meðferðar fagaðila að ógleymdum stuðningi fjölskyldunnar sem er einn stærsti hlekkurinn í bataferlinu. Alls konar ranghugmyndir og fordómar viðhafast um þennan geðsjúkdóm. T.d. að viðkomandi sé margar persónur og sé ofbeldishneigður svo eitthvað sé nefnt. En báðar ofantaldar staðhæfingar eru rangar. Þessir einstaklingar eru ekki margar persónur né ofbeldishneigðari en gerist meðal almennings samkvæmt rannsóknum. Þeir einstaklingar sem greinast með sjúkdóminn og eru hættulegir sér og umhverfi sínu fá vistun á viðeigandi stofnun. En það eru mun færri einstaklingar en þeir sem eru úti í samfélaginu. Lesandi góður, ef þú ert haldinn hræðslu eða fordómum gagnvart geðklofa, þá er einfalt að nálgast bæklinga á heilsugæslustöðvum, í apótekum og víðar um sjúkdóminn, auk þess er hægt að fara inn á Internetið, t.d Netdoktor.is o.fl. Því þekking eyðir ótta! Undirrituð hefur verið í aðstandendahóp Geðhjálpar síðan í vor. 30. október síðastliðinn var hann formlega stofnaður með yfirskriftinni "Fram í dagsljósið". Já, það er einmitt eitt af þeim mikilvægu sporum sem aðstandendahópur Geðhjálpar ætlar að stíga í framtíðinni. Það gladdi okkur að húsfyllir var á fundinum og það er augljóst að róttækra aðgerða er þörf. Hópurinn starfar á grundvelli 10. gr. laga Geðhjálpar. MIKILVÆGUSTU MARKMIÐ HÓPSINS ERU: - Að berjast fyrir því að þeir sem þjást af geðsjúkdómum og aðstandendur þeirra njóti sömu mannréttinda og virðingar og aðrir í samfélaginu. - Að vinna gegn fordómum og vanþekkingu á geðsjúkdómum og afleiðingum þeirra. Þetta þýðir að: - Hópurinn berst fyrir bestu þjónustu sem völ er á og endurhæfingu sem tekur mið af þörfum hvers og eins; - Hópurinn beitir sér fyrir fræðslu um geðsjúkdóma og afleiðingar þeirra fyrir þá sem af þeim þjást. Til að fá aðild í aðstandendahóp Geðhjálpar er skilyrði að ganga í Geðhjálp þar sem hópurinn starfar undir hatti félagsins. Við hvetjum aðstandendur og áhugafólk til að ganga til liðs við okkur. Áhugasamir hafi samband við Geðhjálp, Túngötu 7 Reykjavík, sími 570 1700. Aðstandendahópur Geðhjálpar horfir fyrst til búsetu- og endurhæfingalausna auk fræðslu. Verkefnin eru mörg og mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að úrræðum koma, að ógleymdum notendum og aðstandendum, séu í samráði og forgangsröðun. Mig langar að færa öllu því góða og frábæra fólki innan Geðhjálpar, aðstandendahópnum og öðrum sem hafa lagt ómælda vinnu í málaflokkinn og skapað umræðu; hjartans þakkir. Sérstakar þakkir fá hæstvirtur félagsmálaráðherra Árni Magnússon og hæstvirtur heilbrigðisráðherra Jón Kristjánsson fyrir að leggja sín lóð á vogarskálarnar með auðsýndum áhuga og skilningi að sögn talsmanna okkar í aðstandendahópnum. Okkar frábæra leikkona, Edda Heiðrún Backman, sagði nýverið í viðtali í Ríkissjónvarpinu varðandi MND-sjúkdóm sinn og hvernig hún tækist á við hann, að hún liti á þetta sem verkefni en ekki veikindi. Þetta þótti mér falleg og uppbyggileg setning. Það er gott að það er til fólk eins og hún, sjúkum og aðstandendum til hvatningar í erfiðum sporum. Ég ætla að hafa fallegu fleygu setninguna hennar Eddu Heiðrúnar að leiðarljósi og líta á veikindi míns ástvinar sem verðugt verkefni, horfa á styrkleika hans, því að það er svo sannarlega gefandi. Ég leyfi mér hér með að stíga fram í dagsljósið og er stolt af því. Fólk velur sér nefnilega ekki sjúkdóma, en það er samdóma álit hópsins að geðjúkdómar þurfa að fá sömu umfjöllun og aðrir sjúkdómar. Höfundur starfar með aðstandendahóp innan Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Geðklofi virðist vera sá sjúkdómur sem hvað mestan ótta vekur miðað við aðra geðsjúkdóma. En hvað veldur þessum ótta? Þekkingarleysi. Þessi sjúkdómur er líka þess eðlis að viðkomandi er oft ekki fær um að bera hönd fyrir höfuð sér og berjast fyrir sjálfssögðum mannréttindum og virðingu í samfélaginu. Í Kastljósi þann 31. október síðastliðinn var viðtal við húsnæðislausan rúmlega þrítugan mann sem lifað hefur með geðklofa í tíu ár. Það vakti athygli mína hvað þessi maður kom vel fyrir. Ég ræddi þetta við geðlækni sem var sama sinnis, fannst viðkomandi koma öllu mjög skýrt og vel frá sér, og bætti við að ef hann hefði ekki vitað um sjúkdóminn hefði hann ekki grunað að viðkomandi væri greindur geðklofi. Þessi ungi maður er einmitt gott dæmi um hversu góðan bata einstaklingar með geðklofa geta hlotið með sjálfshjálp, að þekkja hættumerki sjúkdómsins, hjálp frábærra lyfja, og viðeigandi meðferðar fagaðila að ógleymdum stuðningi fjölskyldunnar sem er einn stærsti hlekkurinn í bataferlinu. Alls konar ranghugmyndir og fordómar viðhafast um þennan geðsjúkdóm. T.d. að viðkomandi sé margar persónur og sé ofbeldishneigður svo eitthvað sé nefnt. En báðar ofantaldar staðhæfingar eru rangar. Þessir einstaklingar eru ekki margar persónur né ofbeldishneigðari en gerist meðal almennings samkvæmt rannsóknum. Þeir einstaklingar sem greinast með sjúkdóminn og eru hættulegir sér og umhverfi sínu fá vistun á viðeigandi stofnun. En það eru mun færri einstaklingar en þeir sem eru úti í samfélaginu. Lesandi góður, ef þú ert haldinn hræðslu eða fordómum gagnvart geðklofa, þá er einfalt að nálgast bæklinga á heilsugæslustöðvum, í apótekum og víðar um sjúkdóminn, auk þess er hægt að fara inn á Internetið, t.d Netdoktor.is o.fl. Því þekking eyðir ótta! Undirrituð hefur verið í aðstandendahóp Geðhjálpar síðan í vor. 30. október síðastliðinn var hann formlega stofnaður með yfirskriftinni "Fram í dagsljósið". Já, það er einmitt eitt af þeim mikilvægu sporum sem aðstandendahópur Geðhjálpar ætlar að stíga í framtíðinni. Það gladdi okkur að húsfyllir var á fundinum og það er augljóst að róttækra aðgerða er þörf. Hópurinn starfar á grundvelli 10. gr. laga Geðhjálpar. MIKILVÆGUSTU MARKMIÐ HÓPSINS ERU: - Að berjast fyrir því að þeir sem þjást af geðsjúkdómum og aðstandendur þeirra njóti sömu mannréttinda og virðingar og aðrir í samfélaginu. - Að vinna gegn fordómum og vanþekkingu á geðsjúkdómum og afleiðingum þeirra. Þetta þýðir að: - Hópurinn berst fyrir bestu þjónustu sem völ er á og endurhæfingu sem tekur mið af þörfum hvers og eins; - Hópurinn beitir sér fyrir fræðslu um geðsjúkdóma og afleiðingar þeirra fyrir þá sem af þeim þjást. Til að fá aðild í aðstandendahóp Geðhjálpar er skilyrði að ganga í Geðhjálp þar sem hópurinn starfar undir hatti félagsins. Við hvetjum aðstandendur og áhugafólk til að ganga til liðs við okkur. Áhugasamir hafi samband við Geðhjálp, Túngötu 7 Reykjavík, sími 570 1700. Aðstandendahópur Geðhjálpar horfir fyrst til búsetu- og endurhæfingalausna auk fræðslu. Verkefnin eru mörg og mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að úrræðum koma, að ógleymdum notendum og aðstandendum, séu í samráði og forgangsröðun. Mig langar að færa öllu því góða og frábæra fólki innan Geðhjálpar, aðstandendahópnum og öðrum sem hafa lagt ómælda vinnu í málaflokkinn og skapað umræðu; hjartans þakkir. Sérstakar þakkir fá hæstvirtur félagsmálaráðherra Árni Magnússon og hæstvirtur heilbrigðisráðherra Jón Kristjánsson fyrir að leggja sín lóð á vogarskálarnar með auðsýndum áhuga og skilningi að sögn talsmanna okkar í aðstandendahópnum. Okkar frábæra leikkona, Edda Heiðrún Backman, sagði nýverið í viðtali í Ríkissjónvarpinu varðandi MND-sjúkdóm sinn og hvernig hún tækist á við hann, að hún liti á þetta sem verkefni en ekki veikindi. Þetta þótti mér falleg og uppbyggileg setning. Það er gott að það er til fólk eins og hún, sjúkum og aðstandendum til hvatningar í erfiðum sporum. Ég ætla að hafa fallegu fleygu setninguna hennar Eddu Heiðrúnar að leiðarljósi og líta á veikindi míns ástvinar sem verðugt verkefni, horfa á styrkleika hans, því að það er svo sannarlega gefandi. Ég leyfi mér hér með að stíga fram í dagsljósið og er stolt af því. Fólk velur sér nefnilega ekki sjúkdóma, en það er samdóma álit hópsins að geðjúkdómar þurfa að fá sömu umfjöllun og aðrir sjúkdómar. Höfundur starfar með aðstandendahóp innan Geðhjálpar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun