Alvarlega slösuðum fækkar mest 31. desember 2004 00:01 Tuttugu og þrír hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu. Jafnmargir létust í umferðinni í fyrra en voru 29 árið 2002. Sigurður Helgason, hjá Umferðarstofu, segir mesta árangurinn undanfarin ár hafa verið í fækkun þeirra sem slasast alvarlega. Átta létust í umferðinni í júlí, ágúst og september. "Það er svo skrítið að stór hluti banaslysa verður um hábjartan dag þegar skilyrði eru hvað best. Þá er eins og fólk keyri hraðar, taki meiri áhættu," segir Sigurður. Hann segir jafnframt áberandi að þeir útlendingar sem deyja í umferðinni hér eru oft ekki í bílbeltum. Að meðaltali látast 24 í umferðinni ár hvert og var fjöldi banaslysa fyrir tuttugu árum svipaður og hann er nú þó umferðin sé helmingi meiri. "Hvert slys er einu slysi of mikið. Mesti árangurinn virðist vera í fækkun slasaðra. Ég hef á tilfinningunni að færri hafi slasast alvarlega í umferðinni í ár heldur en í fyrra sem þó var besta árið í tuttugu ár," segir Sigurður. Á síðasta ári slösuðust 145 alvarlega en árið 1984 voru þeir 419 talsins. Sigurður segir mestu muna um bílbeltin og öruggari bíla og nefnir tilvik þar sem fólk stígur lítið eða óslasað út úr gjörónýtum bílum. Langflest banaslysa verða í dreifbýli innan við eitt hundrað kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Hraðinn er meiri út á þjóðvegunum en Sigurður segir hraðan þó vera skaplegri í nágrenni við höfuðborgina en á móti komi meiri umferð. Hann segir árekstra og útafakstra vera mest áberandi þegar horft er til banaslysa síðasta árs. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Tuttugu og þrír hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu. Jafnmargir létust í umferðinni í fyrra en voru 29 árið 2002. Sigurður Helgason, hjá Umferðarstofu, segir mesta árangurinn undanfarin ár hafa verið í fækkun þeirra sem slasast alvarlega. Átta létust í umferðinni í júlí, ágúst og september. "Það er svo skrítið að stór hluti banaslysa verður um hábjartan dag þegar skilyrði eru hvað best. Þá er eins og fólk keyri hraðar, taki meiri áhættu," segir Sigurður. Hann segir jafnframt áberandi að þeir útlendingar sem deyja í umferðinni hér eru oft ekki í bílbeltum. Að meðaltali látast 24 í umferðinni ár hvert og var fjöldi banaslysa fyrir tuttugu árum svipaður og hann er nú þó umferðin sé helmingi meiri. "Hvert slys er einu slysi of mikið. Mesti árangurinn virðist vera í fækkun slasaðra. Ég hef á tilfinningunni að færri hafi slasast alvarlega í umferðinni í ár heldur en í fyrra sem þó var besta árið í tuttugu ár," segir Sigurður. Á síðasta ári slösuðust 145 alvarlega en árið 1984 voru þeir 419 talsins. Sigurður segir mestu muna um bílbeltin og öruggari bíla og nefnir tilvik þar sem fólk stígur lítið eða óslasað út úr gjörónýtum bílum. Langflest banaslysa verða í dreifbýli innan við eitt hundrað kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Hraðinn er meiri út á þjóðvegunum en Sigurður segir hraðan þó vera skaplegri í nágrenni við höfuðborgina en á móti komi meiri umferð. Hann segir árekstra og útafakstra vera mest áberandi þegar horft er til banaslysa síðasta árs.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira