Slæmt að þagnarskylda skuli rofin 22. desember 2004 00:01 Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn á Baugi og vísað ákveðnum þáttum skattrannsóknarinnar til Ríkislögreglustjóra. Það var Ríkislögreglustjóri sem vísaði málinu til Skattrannsóknarstjóra í fyrrahaust. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, segir slæmt að embættin hafi rofið þagnarskyldu. Lögreglurannsókn á Baugi hófst árið 2002 í framhaldi af kæru Jóns Geralds Sullenbergers í lok ágúst það ár. Skömmu seinna var gerð húsleit í höfuðstöðvum SMS í Færeyjum sem Baugur átti þá helming í. Litlu seinna sendi Ríkislögreglustjóri gögn úr húsleitinni til Skattrannsóknarstjóra vegna gruns um að skattalög hefðu verið brotin. Í framhaldi af því gerði Skattrannsóknarstjóri húsleit í skrifstofum Baugs og fjárfestingarfélaginu Gaumi. Í vor aflaði lögreglan upplýsinga um viðskipti tengd Baugi Group og Gaumi sem eiga stóran hlut í Baugi, hjá Kaupthing Bank SA í Lúxemborg. Skattrannsóknarstjóri afhenti svo forsvarsmönnum Baugs drög að skýrslu í júní og gaf þriggja vikna andmælafrest. Um miðjan síðasta mánuð var síðan tekin ákvörðun um að senda hluta rannsóknarinnar Ríkislögreglustjóra til meðferðar, en það er gert ef grunur er uppi um sérlega stórfelld og alvarleg brot. Forsvarsmenn Baugs saka Ríkislögreglustjóra og Skattrannsóknarstjóra um að rjúfa þagnarskyldu og segja tímasetninguna athyglisverða, ekki síst þar sem upphaf lögreglurannsóknarinnar og húsleitin á sínum tíma setti kaup félagsins á Arcadia í uppnám haustið 2002 og ekkert varð af viðskiptunum. Fréttirnar núna koma í kjölfar þess að á föstudag gerði Baugur formlegt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Big Food Group ásamt fleiri fjárfestum. Jón H. Snorrason hjá Ríkislögreglustjóra vildi ekki tjá sig um málið á þessari stundu. Kristín Jóhannesdóttir hjá Gaumi staðfesti að ákveðin atriði hefðu verið send til Ríkislögreglustjóra. Hún vildi ekki staðfesta hvers eðlis þau væru eða hversu alvarleg hún teldi þau vera. Hún segir slæmt að embættin rjúfi þagnarskyldu um rannsóknina og tímasetningin sé sérkennileg. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn á Baugi og vísað ákveðnum þáttum skattrannsóknarinnar til Ríkislögreglustjóra. Það var Ríkislögreglustjóri sem vísaði málinu til Skattrannsóknarstjóra í fyrrahaust. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, segir slæmt að embættin hafi rofið þagnarskyldu. Lögreglurannsókn á Baugi hófst árið 2002 í framhaldi af kæru Jóns Geralds Sullenbergers í lok ágúst það ár. Skömmu seinna var gerð húsleit í höfuðstöðvum SMS í Færeyjum sem Baugur átti þá helming í. Litlu seinna sendi Ríkislögreglustjóri gögn úr húsleitinni til Skattrannsóknarstjóra vegna gruns um að skattalög hefðu verið brotin. Í framhaldi af því gerði Skattrannsóknarstjóri húsleit í skrifstofum Baugs og fjárfestingarfélaginu Gaumi. Í vor aflaði lögreglan upplýsinga um viðskipti tengd Baugi Group og Gaumi sem eiga stóran hlut í Baugi, hjá Kaupthing Bank SA í Lúxemborg. Skattrannsóknarstjóri afhenti svo forsvarsmönnum Baugs drög að skýrslu í júní og gaf þriggja vikna andmælafrest. Um miðjan síðasta mánuð var síðan tekin ákvörðun um að senda hluta rannsóknarinnar Ríkislögreglustjóra til meðferðar, en það er gert ef grunur er uppi um sérlega stórfelld og alvarleg brot. Forsvarsmenn Baugs saka Ríkislögreglustjóra og Skattrannsóknarstjóra um að rjúfa þagnarskyldu og segja tímasetninguna athyglisverða, ekki síst þar sem upphaf lögreglurannsóknarinnar og húsleitin á sínum tíma setti kaup félagsins á Arcadia í uppnám haustið 2002 og ekkert varð af viðskiptunum. Fréttirnar núna koma í kjölfar þess að á föstudag gerði Baugur formlegt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Big Food Group ásamt fleiri fjárfestum. Jón H. Snorrason hjá Ríkislögreglustjóra vildi ekki tjá sig um málið á þessari stundu. Kristín Jóhannesdóttir hjá Gaumi staðfesti að ákveðin atriði hefðu verið send til Ríkislögreglustjóra. Hún vildi ekki staðfesta hvers eðlis þau væru eða hversu alvarleg hún teldi þau vera. Hún segir slæmt að embættin rjúfi þagnarskyldu um rannsóknina og tímasetningin sé sérkennileg.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira