Grunur um undanskot eigna 20. desember 2004 00:01 Uppboð á húseignunum að Brjánsstöðum gekk í gegn með eðlilegum hætti en upp kom grunur um að búið væri að selja út úr eigninni fimm smáhýsi og hugsanlega eitthvað af innbúi eða innréttingum. Verðmæti smáhýsanna og innréttinganna getur numið að minnsta kosti 2,5 milljónum króna. Gylfi Sigurðsson, fyrrverandi eigandi og einn af kröfuhöfum í eignina, segist búast við að gerð verði kyrrsetningarkrafa, riftunarkrafa eða jafnvel kæra vegna undanskots eigna. Málavextir eru þeir að hlutafélagið Karat ehf., Sigrún Hauksdóttir og Jón Þorsteinn Hjaltason, keypti bændagistinguna á Brjánsstöðum fyrir tveimur árum fyrir 165 milljónir króna. Þau tóku yfir þær skuldir sem hvíldu á eigninni og greiddu kaupverðið m.a. með skuldabréfi og veði í smáhýsunum. Ekki hafði verið gefið út afsal. Hjónunum tókst ekki að standa í skilum og var því haldið nauðungaruppboð að beiðni Skeiða- og Gnúpaverjahrepps, Landsbanka Íslands og Eignanets ehf. Í uppboðinu bauð hæst Gylfi Sigurðsson, sá sem byggði upp bændagistinguna og seldi hjónunum fyrir tæpum tveimur árum á 165 milljónir króna. Tilboði hans upp á 141 milljón var tekið og fékk hann nokkra daga til að ganga frá greiðslunni. Það tókst þó ekki og fékk því næsti uppboðsbjóðandi, KB banki, eignina fyrir 140 milljónir. Hjónin á Brjánsstöðum keyptu bændagistinguna ásamt fasteignum fyrir tveimur árum. Kaupin vöktu undrun á þeim tíma því að þau höfðu þá nýverið orðið gjaldþrota með minni rekstur að Efri-Brú. Ríkið keypti þá eign undir Byrgið og hjónin keyptu bændagistinguna að Brjánsstöðum og reka þar nú Hótel Heklu. Lögmaður Karat ehf. segir að um misskilning og mistök sé að ræða. Munnleg heimild hafi verið gefin fyrir sölu smáhýsanna og fyrir því séu vitni. Sigrún Hauksdóttir segir að engu hafi verið skotið úr búinu á Brjánsstöðum. Smáhýsin séu í nágrenni jarðarinnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Uppboð á húseignunum að Brjánsstöðum gekk í gegn með eðlilegum hætti en upp kom grunur um að búið væri að selja út úr eigninni fimm smáhýsi og hugsanlega eitthvað af innbúi eða innréttingum. Verðmæti smáhýsanna og innréttinganna getur numið að minnsta kosti 2,5 milljónum króna. Gylfi Sigurðsson, fyrrverandi eigandi og einn af kröfuhöfum í eignina, segist búast við að gerð verði kyrrsetningarkrafa, riftunarkrafa eða jafnvel kæra vegna undanskots eigna. Málavextir eru þeir að hlutafélagið Karat ehf., Sigrún Hauksdóttir og Jón Þorsteinn Hjaltason, keypti bændagistinguna á Brjánsstöðum fyrir tveimur árum fyrir 165 milljónir króna. Þau tóku yfir þær skuldir sem hvíldu á eigninni og greiddu kaupverðið m.a. með skuldabréfi og veði í smáhýsunum. Ekki hafði verið gefið út afsal. Hjónunum tókst ekki að standa í skilum og var því haldið nauðungaruppboð að beiðni Skeiða- og Gnúpaverjahrepps, Landsbanka Íslands og Eignanets ehf. Í uppboðinu bauð hæst Gylfi Sigurðsson, sá sem byggði upp bændagistinguna og seldi hjónunum fyrir tæpum tveimur árum á 165 milljónir króna. Tilboði hans upp á 141 milljón var tekið og fékk hann nokkra daga til að ganga frá greiðslunni. Það tókst þó ekki og fékk því næsti uppboðsbjóðandi, KB banki, eignina fyrir 140 milljónir. Hjónin á Brjánsstöðum keyptu bændagistinguna ásamt fasteignum fyrir tveimur árum. Kaupin vöktu undrun á þeim tíma því að þau höfðu þá nýverið orðið gjaldþrota með minni rekstur að Efri-Brú. Ríkið keypti þá eign undir Byrgið og hjónin keyptu bændagistinguna að Brjánsstöðum og reka þar nú Hótel Heklu. Lögmaður Karat ehf. segir að um misskilning og mistök sé að ræða. Munnleg heimild hafi verið gefin fyrir sölu smáhýsanna og fyrir því séu vitni. Sigrún Hauksdóttir segir að engu hafi verið skotið úr búinu á Brjánsstöðum. Smáhýsin séu í nágrenni jarðarinnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira