Tugir létust í Najaf og Karbala 19. desember 2004 00:01 Að minnsta kosti 62 manns létust og 120 særðust þegar bílsprengjur sprungu í Najaf og Karbala, tveimur helgustu borgum sjía í Írak. Sprengjurnar sprungu með klukkutíma millibili. Fyrri sprengjan sprakk í Karbala þegar maður sprengdi sjálfan sig fyrir utan umferðarmiðstöð. Seinni sprengjan sprakk í miðborg Najaf þar sem fjöldi fólks fylgdist með útför virts ættarhöfðingja. Adnan al-Zurufi, héraðsstjóri í Najaf, og Ghalib al-Jazaari lögreglustjóri rétt sluppu. Þeir voru í 100 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengingin varð. Al-Jazaari segist sannfærður um að ráða hafi átt hann og al-Zurufi af dögum. Sprengingin í Najaf varð aðeins nokkur hundruð metrum frá Imam Ali-helgidómnum, sem er helgasti staður sjía í Írak. Sprengingin í Karbala var önnur mannskæða sprengingin á einni viku í borginni. Á miðvikudaginn sprakk sprengja við Imam Hussein-helgidóminn. Þá fórust átta manns og 40 særðust í árás sem talin er hafa verið gerð til myrða sjíaklerkinn Ayatollah Ali al-Sistani. Talið er að sjíamúslímar beri ábyrgð á sprengingunum en stór hluti þeirra vill að fyrirhuguðum kosningum 30. janúar verði frestað. Í gær réðust uppreisnarmenn í Bagdad á bíl fimm starfsmanna sem sitja í óháðri nefnd sem undirbýr kosningarnar. Þrír mannanna voru dregnir út úr bílnum og skotnir til bana. Hinir tveir náðu að komast í burtu. Mannræningjar í Írak sendu í gær frá sér myndband þar sem níu íraskir starfsmenn Sandi Group, bandarísks öryggisfyrirtækis, sjást bundnir upp við steinvegg. Einn starfsmaður sést liggjandi særður í rúmi. Mannræningjarnir hóta að drepa gíslana fari bandaríska fyrirtækið ekki með starfsemi sína úr landinu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira
Að minnsta kosti 62 manns létust og 120 særðust þegar bílsprengjur sprungu í Najaf og Karbala, tveimur helgustu borgum sjía í Írak. Sprengjurnar sprungu með klukkutíma millibili. Fyrri sprengjan sprakk í Karbala þegar maður sprengdi sjálfan sig fyrir utan umferðarmiðstöð. Seinni sprengjan sprakk í miðborg Najaf þar sem fjöldi fólks fylgdist með útför virts ættarhöfðingja. Adnan al-Zurufi, héraðsstjóri í Najaf, og Ghalib al-Jazaari lögreglustjóri rétt sluppu. Þeir voru í 100 metra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengingin varð. Al-Jazaari segist sannfærður um að ráða hafi átt hann og al-Zurufi af dögum. Sprengingin í Najaf varð aðeins nokkur hundruð metrum frá Imam Ali-helgidómnum, sem er helgasti staður sjía í Írak. Sprengingin í Karbala var önnur mannskæða sprengingin á einni viku í borginni. Á miðvikudaginn sprakk sprengja við Imam Hussein-helgidóminn. Þá fórust átta manns og 40 særðust í árás sem talin er hafa verið gerð til myrða sjíaklerkinn Ayatollah Ali al-Sistani. Talið er að sjíamúslímar beri ábyrgð á sprengingunum en stór hluti þeirra vill að fyrirhuguðum kosningum 30. janúar verði frestað. Í gær réðust uppreisnarmenn í Bagdad á bíl fimm starfsmanna sem sitja í óháðri nefnd sem undirbýr kosningarnar. Þrír mannanna voru dregnir út úr bílnum og skotnir til bana. Hinir tveir náðu að komast í burtu. Mannræningjar í Írak sendu í gær frá sér myndband þar sem níu íraskir starfsmenn Sandi Group, bandarísks öryggisfyrirtækis, sjást bundnir upp við steinvegg. Einn starfsmaður sést liggjandi særður í rúmi. Mannræningjarnir hóta að drepa gíslana fari bandaríska fyrirtækið ekki með starfsemi sína úr landinu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira