Misjafn erfðabreytileiki 19. desember 2004 00:01 "Þetta eru mikilvægar niðurstöður og þær koma til með að aðstoða okkur enn frekar við tilraunir við að einangra meingen," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, um niðurstöður rannsóknar sem sýna að erfðabreytileiki Íslendinga er misjafn milli landshluta. Hið virta vísindatímarit Nature genetics birti niðurstöðurnar á á vef sínum í gær. Kári segir að aðferð rannsóknarinnar megi nota til að kortleggja vissa sjúkdóma sem ganga í erfðir. "Það má til dæmis komast að því hvort brjóstakrabbamein eða geðklofi eigi að miklu leyti rætur í ákveðnum landshlutum. Af þeim fimmtíu sjúkdómum sem Íslensk erfðagreining rannsakar eru margir misdreifðir eftir landsvæðum." Agnar Helgason mannfræðingur stýrði rannsókninnni fyrir Íslenska erfðagreiningu og studdist við gagnagrunninn Íslendingabók. "Við tókum alla Íslendinga sem eru fæddir eftir 1850 og röktum aftur í fimmta ættlið og komumst að því hvar forfeður þeirra voru búsettir. Þannig gátum við rakið nákvæmlega hversu hátt hlutfall af uppruna sínum hver einstaklingur á í hverri sýslu." Í ljós kom að forfeður flestra Íslendinga voru fæddir í sama landshluta og niðjar þeirra fimm ættliðum seinna. Sem dæmi má nefna að 95 prósent af forfeðrum Eyfirðinga fæddra á árunum 1850-1875 eru frá Norðurlandi. Eftir því sem leið á 20. öldina varð blöndunin þó meiri sökum þéttbýlismyndunar. Kári Stefánsson segir að þetta sýni að þótt Ísland sé einsleitt sé það rækilega lagskipt erfðafræðilega séð. "Það þarf að taka tillit til þess í tilraunum til að einangra mengin, til dæmis með því að velja sjúklinga og viðmiðunarhópa með svipaða landfræðilega dreifingu. Sé það ekki gert er nokkur hætta á bjöguðum niðurstöðum." Að sögn Kára staðfestir þetta hversu heppilegt Ísland sé til rannsókna af erfðafræðilegum toga: "Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt er að taka tillit til lagskiptingarinnar úti í hinum stóra heimi þar sem samfélögin eru mun fjölbreyttari en hér á Íslandi." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
"Þetta eru mikilvægar niðurstöður og þær koma til með að aðstoða okkur enn frekar við tilraunir við að einangra meingen," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, um niðurstöður rannsóknar sem sýna að erfðabreytileiki Íslendinga er misjafn milli landshluta. Hið virta vísindatímarit Nature genetics birti niðurstöðurnar á á vef sínum í gær. Kári segir að aðferð rannsóknarinnar megi nota til að kortleggja vissa sjúkdóma sem ganga í erfðir. "Það má til dæmis komast að því hvort brjóstakrabbamein eða geðklofi eigi að miklu leyti rætur í ákveðnum landshlutum. Af þeim fimmtíu sjúkdómum sem Íslensk erfðagreining rannsakar eru margir misdreifðir eftir landsvæðum." Agnar Helgason mannfræðingur stýrði rannsókninnni fyrir Íslenska erfðagreiningu og studdist við gagnagrunninn Íslendingabók. "Við tókum alla Íslendinga sem eru fæddir eftir 1850 og röktum aftur í fimmta ættlið og komumst að því hvar forfeður þeirra voru búsettir. Þannig gátum við rakið nákvæmlega hversu hátt hlutfall af uppruna sínum hver einstaklingur á í hverri sýslu." Í ljós kom að forfeður flestra Íslendinga voru fæddir í sama landshluta og niðjar þeirra fimm ættliðum seinna. Sem dæmi má nefna að 95 prósent af forfeðrum Eyfirðinga fæddra á árunum 1850-1875 eru frá Norðurlandi. Eftir því sem leið á 20. öldina varð blöndunin þó meiri sökum þéttbýlismyndunar. Kári Stefánsson segir að þetta sýni að þótt Ísland sé einsleitt sé það rækilega lagskipt erfðafræðilega séð. "Það þarf að taka tillit til þess í tilraunum til að einangra mengin, til dæmis með því að velja sjúklinga og viðmiðunarhópa með svipaða landfræðilega dreifingu. Sé það ekki gert er nokkur hætta á bjöguðum niðurstöðum." Að sögn Kára staðfestir þetta hversu heppilegt Ísland sé til rannsókna af erfðafræðilegum toga: "Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt er að taka tillit til lagskiptingarinnar úti í hinum stóra heimi þar sem samfélögin eru mun fjölbreyttari en hér á Íslandi."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira