Skáldskapur eða veruleiki? 19. desember 2004 00:01 Ársritið Andvari sem nýkomið er út flytur meðal annars grein eftir Gunnar Karlsson prófessor í Íslandssögu við Háskóla Íslands þar sem hann fjallar um nýleg rit um Jón Sigurðsson forseta og gerir sérstaklega að umræðefni sviðsetningar Guðjóns Friðrikssonar höfundar nýlegrar ævisögu forsetans í tveimur bindum. Segir hann að ekki sé alltaf auðvelt að greina á milli þess sem er skáldskapur og sagnfræði í bókum Guðjóns. Mörk sögu og skáldskapar er svo sem ekki nýtt umhugsunarefni. Skáld hafa löngum byggt verk sín á sögulegum heimildum. Kannski eru Íslendingasögurnar grein af þeim meiði ritlistarinnar. Skáldsögur Halldórs Laxness byggja oft á viðamikilli heimildakönnun höfundarins. Ein áhugaverðasta skáldsagan um þessi jól, Flóttinn eftir Sindra Freysson, byggir á margra ára rannsóknum höfundar á sögulegum staðreyndum. En sagan er vitaskuld skáldverk og ætlast ekki til að vera lesin öðruvísi. En hvað á að kalla sagnfræðirit sem innihalda skáldskap og blanda honum saman við staðreyndirnar svo að lesandinn getur illa greint á milli þess sem er satt og rétt og byggt á heimildum og hins sem er tilgáta eða tilbúningur höfundar? Verk Guðjóns Friðrikssonar um ævi Einars Benediktssonar og Jón Sigurðssonar forseta eru víðkunn. Þau urðu metsölurit og höfundur vann til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Um það er ekki deilt að hann hefur góð tök á efnivið sínum og hefur skapað afar skemmtileg rit. En til að gera efnið læsilegra tók hann þann kost að sviðsetja ákveðna atburði sem hann hefur ekki beinar heimildir fyrir. Lesendur geta ekki alltaf greint á milli þess sem er sviðsetning og þess sem er byggt á heimildum. Jafnvel fræðimenn, sem þekkja efnið, sjá ekki alltaf muninni við lesturinn. Höfundurinn hefur það sér til málsbóta að hann fer ekki í felur með vinnubrögð sín. Aðferð hans er viðurkennd og stunduð víða um heim. En auðvitað líður sagnfræðin fyrir þetta. Ekki er hægt að nota bækurnar með sama hætti og önnur sagnfræðiverk. Ýmsir hafa orðið til að benda á annmarkana á aðferð Guðjóns Friðrikssonar. Í ritdómi í DV fyrir tveimur árum hafði Ármann Jakobsson orð á því að að sviðsetningar í sagnfræðiverkum yrðu alltaf síðri raunverulegum skáldskap; ímyndunaraflið fengi sjaldan að njóta sín til fulls; sagnfræðingur yrði aldrei eins djarfur og höfundur sögulegrar skáldsögu gæti leyft sér. "Fyrir vikið velur hann jafnan hina ófrumlegri túlkun og hvaða tilgangi þjónar það?", spyr Ármann. Gunnar Karlsson prófessor vitnar í þessi skrif Ármanns í Andvara. Hann finnur líka ýmsa galla á aðferðinni og nefnir dæmi úr bókum Guðjóns þar sem honum finnst aðferðin leiða til misheppnaðrar útkomu. Gunnar skrifar síðan: "Guðjón Friðriksson virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að lesendur hans fái að vita hvað hann reisir nákvæmlega á heimildum. Þótt hann vísi skipulega til heimilda í aftanmálsgreinum reynist það ekki leysa vandann fullkomlega. Oftast þóttist ég geta greint skáldskap og staðreyndir nokkurn veginn í frásögn Guðjóns, og þó kemur fyrir að hann fari á helst til óljósan hátt þar á milli". Aðferð Guðjón Friðrikssonar er meðal annars beitt í nýútkominni ævisögu Héðins Valdimarssonar eftir Matthías heitinn Sæmundsson. Þar er oft erfitt að sjá muninn á skáldskap og sagnfræði og kann það að einhverju leyti að hafa verið ásetningur höfundar. Í ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson eru hins vegar engin slík vandamál á ferðinni. Höfundur beitir ekki sviðsetningaaðferðinni heldur rekur söguna eingöngu á grundvelli munnlegra og skriflegra heimilda. Líklega má það kallast smekksatriði hvort mönnum finnist skáldlegar sviðsetningar eiga heima í sagnfræðiritum. En mestu skiptir að lesandinn sé ekki látinn vera í vafa um hvort er á ferðinni skáldskapur eða sagnfræði. Annars er hætt við að mynd okkar af veruleikanum verði skakkari en ástæða er til.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ársritið Andvari sem nýkomið er út flytur meðal annars grein eftir Gunnar Karlsson prófessor í Íslandssögu við Háskóla Íslands þar sem hann fjallar um nýleg rit um Jón Sigurðsson forseta og gerir sérstaklega að umræðefni sviðsetningar Guðjóns Friðrikssonar höfundar nýlegrar ævisögu forsetans í tveimur bindum. Segir hann að ekki sé alltaf auðvelt að greina á milli þess sem er skáldskapur og sagnfræði í bókum Guðjóns. Mörk sögu og skáldskapar er svo sem ekki nýtt umhugsunarefni. Skáld hafa löngum byggt verk sín á sögulegum heimildum. Kannski eru Íslendingasögurnar grein af þeim meiði ritlistarinnar. Skáldsögur Halldórs Laxness byggja oft á viðamikilli heimildakönnun höfundarins. Ein áhugaverðasta skáldsagan um þessi jól, Flóttinn eftir Sindra Freysson, byggir á margra ára rannsóknum höfundar á sögulegum staðreyndum. En sagan er vitaskuld skáldverk og ætlast ekki til að vera lesin öðruvísi. En hvað á að kalla sagnfræðirit sem innihalda skáldskap og blanda honum saman við staðreyndirnar svo að lesandinn getur illa greint á milli þess sem er satt og rétt og byggt á heimildum og hins sem er tilgáta eða tilbúningur höfundar? Verk Guðjóns Friðrikssonar um ævi Einars Benediktssonar og Jón Sigurðssonar forseta eru víðkunn. Þau urðu metsölurit og höfundur vann til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Um það er ekki deilt að hann hefur góð tök á efnivið sínum og hefur skapað afar skemmtileg rit. En til að gera efnið læsilegra tók hann þann kost að sviðsetja ákveðna atburði sem hann hefur ekki beinar heimildir fyrir. Lesendur geta ekki alltaf greint á milli þess sem er sviðsetning og þess sem er byggt á heimildum. Jafnvel fræðimenn, sem þekkja efnið, sjá ekki alltaf muninni við lesturinn. Höfundurinn hefur það sér til málsbóta að hann fer ekki í felur með vinnubrögð sín. Aðferð hans er viðurkennd og stunduð víða um heim. En auðvitað líður sagnfræðin fyrir þetta. Ekki er hægt að nota bækurnar með sama hætti og önnur sagnfræðiverk. Ýmsir hafa orðið til að benda á annmarkana á aðferð Guðjóns Friðrikssonar. Í ritdómi í DV fyrir tveimur árum hafði Ármann Jakobsson orð á því að að sviðsetningar í sagnfræðiverkum yrðu alltaf síðri raunverulegum skáldskap; ímyndunaraflið fengi sjaldan að njóta sín til fulls; sagnfræðingur yrði aldrei eins djarfur og höfundur sögulegrar skáldsögu gæti leyft sér. "Fyrir vikið velur hann jafnan hina ófrumlegri túlkun og hvaða tilgangi þjónar það?", spyr Ármann. Gunnar Karlsson prófessor vitnar í þessi skrif Ármanns í Andvara. Hann finnur líka ýmsa galla á aðferðinni og nefnir dæmi úr bókum Guðjóns þar sem honum finnst aðferðin leiða til misheppnaðrar útkomu. Gunnar skrifar síðan: "Guðjón Friðriksson virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að lesendur hans fái að vita hvað hann reisir nákvæmlega á heimildum. Þótt hann vísi skipulega til heimilda í aftanmálsgreinum reynist það ekki leysa vandann fullkomlega. Oftast þóttist ég geta greint skáldskap og staðreyndir nokkurn veginn í frásögn Guðjóns, og þó kemur fyrir að hann fari á helst til óljósan hátt þar á milli". Aðferð Guðjón Friðrikssonar er meðal annars beitt í nýútkominni ævisögu Héðins Valdimarssonar eftir Matthías heitinn Sæmundsson. Þar er oft erfitt að sjá muninn á skáldskap og sagnfræði og kann það að einhverju leyti að hafa verið ásetningur höfundar. Í ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson eru hins vegar engin slík vandamál á ferðinni. Höfundur beitir ekki sviðsetningaaðferðinni heldur rekur söguna eingöngu á grundvelli munnlegra og skriflegra heimilda. Líklega má það kallast smekksatriði hvort mönnum finnist skáldlegar sviðsetningar eiga heima í sagnfræðiritum. En mestu skiptir að lesandinn sé ekki látinn vera í vafa um hvort er á ferðinni skáldskapur eða sagnfræði. Annars er hætt við að mynd okkar af veruleikanum verði skakkari en ástæða er til.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar