Gott fólk kemst í vinnu 19. desember 2004 00:01 "Fyrirtækin spá í ráðningar fyrir allt árið og í janúar eða febrúar er best fyrir krakka sem er að útskrifast úr menntaskóla um áramótin að finna sér atvinnu," segir Agla Sigríður Björnsdóttir hjá Vinna.is auk þess sem hún tekur fram að um áramót fari allt af stað í atvinnumálum eins og gengur og gerist þegar komið er nýtt ár. "Það vantar alltaf mikið í verslunar- og þjónustugeirann en önnur störf geta verið erfiðari. Það hefur til að mynda ekki verið mikið framboð af skrifstofustörfum og eru yfirleitt margir um hvert starf, " segir Agla en hún telur að við sérhæfð skrifstofustörf sé oftast leitað að fólki með reynslu en í móttöku- og símvörslustörf eiga nýútskrifaðir stúdentar jafnmikinn möguleika og aðrir. "Auðvitað fer þetta alltaf eftir því hverju fyrirtækin eru að leita að en svo virðist sem núna vilji þau helst ráða eldra fólk sem hægt er að treysta að verði við störf hjá þeim lengi," segir Agla og bætir við að mikill kostnaður fari í að þjálfa upp nýjan starfsmann og því mörg fyrirtæki sem ráði ekki fólk í skamman tíma. "En þeir sem eru með góða atvinnusögu komast mjög auðveldlega í vinnu. Það er alltaf pláss fyrir gott fólk," segir Agla. Atvinna Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Fyrirtækin spá í ráðningar fyrir allt árið og í janúar eða febrúar er best fyrir krakka sem er að útskrifast úr menntaskóla um áramótin að finna sér atvinnu," segir Agla Sigríður Björnsdóttir hjá Vinna.is auk þess sem hún tekur fram að um áramót fari allt af stað í atvinnumálum eins og gengur og gerist þegar komið er nýtt ár. "Það vantar alltaf mikið í verslunar- og þjónustugeirann en önnur störf geta verið erfiðari. Það hefur til að mynda ekki verið mikið framboð af skrifstofustörfum og eru yfirleitt margir um hvert starf, " segir Agla en hún telur að við sérhæfð skrifstofustörf sé oftast leitað að fólki með reynslu en í móttöku- og símvörslustörf eiga nýútskrifaðir stúdentar jafnmikinn möguleika og aðrir. "Auðvitað fer þetta alltaf eftir því hverju fyrirtækin eru að leita að en svo virðist sem núna vilji þau helst ráða eldra fólk sem hægt er að treysta að verði við störf hjá þeim lengi," segir Agla og bætir við að mikill kostnaður fari í að þjálfa upp nýjan starfsmann og því mörg fyrirtæki sem ráði ekki fólk í skamman tíma. "En þeir sem eru með góða atvinnusögu komast mjög auðveldlega í vinnu. Það er alltaf pláss fyrir gott fólk," segir Agla.
Atvinna Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira