Mannúðarástæður réðu för 16. desember 2004 00:01 Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur nú til umfjöllunar ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að veita Bobby Fisher dvalarleyfi hér á landi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði við sendiherra Bandaríkjanna að þessi ákvörðun hefði verið tekin af mannúðarástæðum og vegna þess að það væru að koma jól. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, greindi sendiherra Bandaríkjanna frá þessari ákvörðun íslenskra stjórnvalda á fundi í sendiráðinu. Sá fundur var skipulagður fyrir nokkru og fjallaði að mestu um önnur mál. Davíð sagðist á fundinum ekki búast við neinum viðbrögðum strax en að hann vildi greina frá þessu. Ákvörðunin byggði á mannúðarástæðum og svo leru að koma jól bætti utanríkisráðherrann við. Málið er nú til umfjöllunnar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nokkuð í að viðbragða þaðan verði að vænta. Allir stærstu vestrænu fjölmiðlar heims hafa í dag fjallað um tilboð íslenskra stjórnvalda um dvalarleyfi til handa Bobby Fischer. Til að mynda fjölluðu fréttastofur BBC, ABC, CNBC, CNN og Reuters nokkuð ítarlega um málið í morgun. BBC segir að stuðningsmenn Fischers og forsvarsmenn samtakanna Free Bobby Fischer hafi vart ráðið sér fyrir kæti þegar fregnirnar bárust, og að Fischer hafi sagt í viðtali við Stöð 2 fyrr í vikunni að hann vonaðist til að fá pólitískt hæli á hér á landi. Nokkrar efasemdir koma fram um að það sé mögulegt fyrir Fischer að komast til Íslands, þrátt fyrir boðið. Þó greinir Reuters frá því að japönsk innflytjendayfirvöld útiloki ekki þann möguleika að Fischer fái að fara til Íslands, geti hann sýnt gilt vegabréf. Hins vegar sé venjan sú að menn séu sendir til þess lands sem þeir hafa ríkisborgararrétt í og Fischer sé ekki með tilboð um ríkisborgararrétt. Fischer gladdist mjög yfir þessum tíðindum að sögn Þórðar Ægis Óskarssonar, sendiherra Íslands í Tókyó en hann greindi honum frá niðurstöðunni. Hann segir Fischer hafa tekið mjög vel í boðið. Ef til þess kæmi að japönsk stjórnvöld féllust á að hleypa Fischer til Íslands, yrði hann þó fyrst að fella niður áfrýjunarmál fyrir japönskum rétti þar sem hann óskar þess meðal annars að fá stöðu sem flóttamaður í Japan. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur nú til umfjöllunar ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að veita Bobby Fisher dvalarleyfi hér á landi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði við sendiherra Bandaríkjanna að þessi ákvörðun hefði verið tekin af mannúðarástæðum og vegna þess að það væru að koma jól. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, greindi sendiherra Bandaríkjanna frá þessari ákvörðun íslenskra stjórnvalda á fundi í sendiráðinu. Sá fundur var skipulagður fyrir nokkru og fjallaði að mestu um önnur mál. Davíð sagðist á fundinum ekki búast við neinum viðbrögðum strax en að hann vildi greina frá þessu. Ákvörðunin byggði á mannúðarástæðum og svo leru að koma jól bætti utanríkisráðherrann við. Málið er nú til umfjöllunnar í bandaríska dómsmálaráðuneytinu og samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nokkuð í að viðbragða þaðan verði að vænta. Allir stærstu vestrænu fjölmiðlar heims hafa í dag fjallað um tilboð íslenskra stjórnvalda um dvalarleyfi til handa Bobby Fischer. Til að mynda fjölluðu fréttastofur BBC, ABC, CNBC, CNN og Reuters nokkuð ítarlega um málið í morgun. BBC segir að stuðningsmenn Fischers og forsvarsmenn samtakanna Free Bobby Fischer hafi vart ráðið sér fyrir kæti þegar fregnirnar bárust, og að Fischer hafi sagt í viðtali við Stöð 2 fyrr í vikunni að hann vonaðist til að fá pólitískt hæli á hér á landi. Nokkrar efasemdir koma fram um að það sé mögulegt fyrir Fischer að komast til Íslands, þrátt fyrir boðið. Þó greinir Reuters frá því að japönsk innflytjendayfirvöld útiloki ekki þann möguleika að Fischer fái að fara til Íslands, geti hann sýnt gilt vegabréf. Hins vegar sé venjan sú að menn séu sendir til þess lands sem þeir hafa ríkisborgararrétt í og Fischer sé ekki með tilboð um ríkisborgararrétt. Fischer gladdist mjög yfir þessum tíðindum að sögn Þórðar Ægis Óskarssonar, sendiherra Íslands í Tókyó en hann greindi honum frá niðurstöðunni. Hann segir Fischer hafa tekið mjög vel í boðið. Ef til þess kæmi að japönsk stjórnvöld féllust á að hleypa Fischer til Íslands, yrði hann þó fyrst að fella niður áfrýjunarmál fyrir japönskum rétti þar sem hann óskar þess meðal annars að fá stöðu sem flóttamaður í Japan.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira