Fischer fær dvalarleyfi 15. desember 2004 00:01 Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, dvalarleyfi og hafa fyrirskipað sendiráði Íslands í Japan að hjálpa honum við að komast hingað ef hann þekkist boðið. Fischer er nú haldið í innflytjendabúðum í Japan meðan skorið er úr um stöðu hans þar og Bandaríkjastjórn hefur farið fram á að hann verði handtekinn vegna brota á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu fyrir að tefla þar á tímum borgarastríðsins á síðasta áratug. Ákvörðunin um dvalarleyfi Fischers var tilkynnt í gær, sama dag og James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, var kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu. Þar mun hann hafa sagt að málið væri á forræði bandaríska dómsmálaráðuneytisins en að utanríkisráðuneytið skipti sér ekki af því. Hvorki Gadsden né Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildu tjá sig um málið í gær. Gadsden vildi eftirláta íslenskum stjórnvöldum að fjalla um málið og Davíð vildi ekki tjá sig um ákvörðunina. "Ég er náttúrlega stórkostlega ánægður yfir þessu þori og dug ríkisstjórnarinnar," segir Sæmundur Pálsson, vinur Bobby Fischer og fyrrum lögreglumaður. "Þetta var ósk mín og von en það er framar björtustu vonum að það skarið sé tekið af svona fljótt og vel. "Ég hef alltaf verið aðdáandi Davíðs fyrir greind og ákveðni sem stjórnmálamanns. Það minnkar ekki við þetta," segir Sæmundur, sem spurði fulltrúa japanskra stjórnvalda í gær hvort Fischer gæti haldið til Íslands strax eða þyrfti að bíða niðurstöðu í máli sínu eftir rúman mánuð. Svör við því ættu að berast öðru hvoru megin helgarinnar. Hrafn Jökulsson, varaformaður Skáksambands Íslands, var hæstánægður með tíðindin. "Þetta eru ánægjulegar stórfréttir sem munu vekja mikla athygli um allan heim, langt út fyrir skákhreyfinguna. Þetta sýnir líka hið sérstaka samband á milli þessa sérkennilega snillings og íslensku þjóðarinnar. Íslendingar voru kannski eina þjóðin sem gat tekið af skarið með þessum hætti." Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að enn hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvers konar dvalarleyfi Fischer fái, almennt eða á grundvelli mannúðarástæðna. Georg sagði að það yrði ákveðið þegar Fischer kæmi hingað og áréttaði að ekki væri um pólitískt hæli að ræða. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, dvalarleyfi og hafa fyrirskipað sendiráði Íslands í Japan að hjálpa honum við að komast hingað ef hann þekkist boðið. Fischer er nú haldið í innflytjendabúðum í Japan meðan skorið er úr um stöðu hans þar og Bandaríkjastjórn hefur farið fram á að hann verði handtekinn vegna brota á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu fyrir að tefla þar á tímum borgarastríðsins á síðasta áratug. Ákvörðunin um dvalarleyfi Fischers var tilkynnt í gær, sama dag og James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, var kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu. Þar mun hann hafa sagt að málið væri á forræði bandaríska dómsmálaráðuneytisins en að utanríkisráðuneytið skipti sér ekki af því. Hvorki Gadsden né Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildu tjá sig um málið í gær. Gadsden vildi eftirláta íslenskum stjórnvöldum að fjalla um málið og Davíð vildi ekki tjá sig um ákvörðunina. "Ég er náttúrlega stórkostlega ánægður yfir þessu þori og dug ríkisstjórnarinnar," segir Sæmundur Pálsson, vinur Bobby Fischer og fyrrum lögreglumaður. "Þetta var ósk mín og von en það er framar björtustu vonum að það skarið sé tekið af svona fljótt og vel. "Ég hef alltaf verið aðdáandi Davíðs fyrir greind og ákveðni sem stjórnmálamanns. Það minnkar ekki við þetta," segir Sæmundur, sem spurði fulltrúa japanskra stjórnvalda í gær hvort Fischer gæti haldið til Íslands strax eða þyrfti að bíða niðurstöðu í máli sínu eftir rúman mánuð. Svör við því ættu að berast öðru hvoru megin helgarinnar. Hrafn Jökulsson, varaformaður Skáksambands Íslands, var hæstánægður með tíðindin. "Þetta eru ánægjulegar stórfréttir sem munu vekja mikla athygli um allan heim, langt út fyrir skákhreyfinguna. Þetta sýnir líka hið sérstaka samband á milli þessa sérkennilega snillings og íslensku þjóðarinnar. Íslendingar voru kannski eina þjóðin sem gat tekið af skarið með þessum hætti." Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að enn hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvers konar dvalarleyfi Fischer fái, almennt eða á grundvelli mannúðarástæðna. Georg sagði að það yrði ákveðið þegar Fischer kæmi hingað og áréttaði að ekki væri um pólitískt hæli að ræða.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira