Eitt högg er nóg 14. desember 2004 00:01 Jón Davíð Ragnarsson, sonur mannsins sem lét lífið eftir árásina í Mosfellsbæ um helgina, telur ofbeldið í tengslum við skemmtanalíf Íslendinga vera komið út í öfgar. Hann rifjar upp að nokkrir menn hafi verið blóðugir eftir áflog þegar hann gekk í gegnum biðstofuna á bráða- og slysadeild aðfararnótt sunnudags. Þegar hann fór heim nokkru síðar hafi þar verið lögregluþjónar að ræða við hóp af ungu fólki. "Þeir voru blóðugir og einn svo illa farinn á öðru auga að hann gat varla haldið því opnu. Þetta sá ég meðan ég var að upplifa þetta með honum pabba. Það er ótrúlegt hvað maður er oft vitni að um helgar. Um daginn var ég á göngu í Hafnarstræti og sá strák koma hlaupandi að stúlku með miklum látum. Ég gekk að stúlkunni og spurði hvort hún vildi aðstoð. Þá kom í ljós að þau þekktust og maðurinn ætlaði að rjúka í mig fyrir það að athuga hvort ég gæti aðstoðað stúlkuna," segir hann. Jón Davíð telur ofbeldi tvímælalaust orðið grófara en áður. "Það þarf að hamra á því að eitt högg er nóg. Það þarf ekki meira en það. Þetta er ekki eins og í bíómyndunum þar sem menn eru lamdir fram og til baka og það sést ekki skráma á þeim. Fólk þarf að gera sér grein fyrir þessu," segir hann. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér hvers vegna ofbeldið verður sífellt grófara. "Í 99 prósentum tilvika eru þetta ölvaðir einstaklingar, kannski með einhverja karlmennskustæla eða vandræði í einkalífi sem þeir láta bitna á öðrum undir áhrifum áfengis. Ég hef aldrei lent í slagsmálum sjálfur og get ekki ímyndað mér hvað fær fólk til að haga sér svona," segir hann. Fjöldi fólks hefur haft samband við fjölskylduna síðustu daga. "Fólk er reitt og því þykir þetta ósanngjarnt. Faðir minn átti þetta svo sannarlega ekki skilið og var engan veginn tilbúinn til að fara. Það var svo margt sem hann átti eftir ógert. Það er bara reiði í fólki sem talar við okkur. Það á ekki orð yfir því hvernig þetta getur átt sér stað," segir Jón Davíð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Jón Davíð Ragnarsson, sonur mannsins sem lét lífið eftir árásina í Mosfellsbæ um helgina, telur ofbeldið í tengslum við skemmtanalíf Íslendinga vera komið út í öfgar. Hann rifjar upp að nokkrir menn hafi verið blóðugir eftir áflog þegar hann gekk í gegnum biðstofuna á bráða- og slysadeild aðfararnótt sunnudags. Þegar hann fór heim nokkru síðar hafi þar verið lögregluþjónar að ræða við hóp af ungu fólki. "Þeir voru blóðugir og einn svo illa farinn á öðru auga að hann gat varla haldið því opnu. Þetta sá ég meðan ég var að upplifa þetta með honum pabba. Það er ótrúlegt hvað maður er oft vitni að um helgar. Um daginn var ég á göngu í Hafnarstræti og sá strák koma hlaupandi að stúlku með miklum látum. Ég gekk að stúlkunni og spurði hvort hún vildi aðstoð. Þá kom í ljós að þau þekktust og maðurinn ætlaði að rjúka í mig fyrir það að athuga hvort ég gæti aðstoðað stúlkuna," segir hann. Jón Davíð telur ofbeldi tvímælalaust orðið grófara en áður. "Það þarf að hamra á því að eitt högg er nóg. Það þarf ekki meira en það. Þetta er ekki eins og í bíómyndunum þar sem menn eru lamdir fram og til baka og það sést ekki skráma á þeim. Fólk þarf að gera sér grein fyrir þessu," segir hann. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér hvers vegna ofbeldið verður sífellt grófara. "Í 99 prósentum tilvika eru þetta ölvaðir einstaklingar, kannski með einhverja karlmennskustæla eða vandræði í einkalífi sem þeir láta bitna á öðrum undir áhrifum áfengis. Ég hef aldrei lent í slagsmálum sjálfur og get ekki ímyndað mér hvað fær fólk til að haga sér svona," segir hann. Fjöldi fólks hefur haft samband við fjölskylduna síðustu daga. "Fólk er reitt og því þykir þetta ósanngjarnt. Faðir minn átti þetta svo sannarlega ekki skilið og var engan veginn tilbúinn til að fara. Það var svo margt sem hann átti eftir ógert. Það er bara reiði í fólki sem talar við okkur. Það á ekki orð yfir því hvernig þetta getur átt sér stað," segir Jón Davíð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði