Gagnrýnir viðbrögð yfirvalda 8. desember 2004 00:01 Eyðibýlið Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd er í einangrun eftir að þrjú hross hafa á undanförnum dögum drepist úr miltisbrandi þar, að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfirdýralæknis. Það blæddi úr vitum, ytri kynfærum og endaþarmi hrossanna. Fyrsta hrossið drapst á fimmtudag, tvö hross drápust á sunnudag og fjórða hrossinu á bænum hefur verið lógað. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að níu manns séu í forvarnarmeðferð gegn miltisbrandi þar sem fólkið hafi á einn eða annan hátt komið nálægt hrossunum sem drápust. Landbúnaðarráðuneytið hefur að tillögu yfirdýralæknis fyrirskipað bann við flutningi búfjár til og frá bænum, brennslu hræjanna auk sótthreinsunar á svæðinu. Í tilkynningu frá embætti yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis segir að umferð fólks og dýra um svæðið sé einnig takmörkuð um sinn. Halldór Halldórsson, bóndi á Narfakoti sem er næsti bær við Sjónarhól, gagnrýnir starfshætti yfirvalda. Halldór sem er búfjáreftirlitsmaður á svæðinu segir að ekkert samband hafi verið haft við hann vegna málsins. Hann hafi sjálfur þurft að afla sér upplýsinga. "Ég kom að fyrsta hrossinu dauðu og snerti það en fékk bara skilaboð frá bóndanum um að ég ætti að fara til læknis og fá mér sýklalyf," segir Halldór. "Ég sótti það til heilsugæslulæknis og spurði hvort ég ætti ekki að fara í einhverja rannsókn en mér var sagt að það væri óþarfi. Mér finnst þetta voðalega skrítið allt saman. Svo er talað um að þetta sé vel girt núna. Eina girðingin er gulur borði þar sem stendur að svæðið sé í sóttkví og ég veit það að mín hross kunna ekki lesa. Við erum að fara að senda frá okkur hross í tamningu og vitum ekki hvort við megum það." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna í landi Sjónarhóls hafi verið seld út á land. Hún mun nú vera austur í Þingvallasveit og hefur ekkert samband verið haft við nýjan eiganda hennar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Eyðibýlið Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd er í einangrun eftir að þrjú hross hafa á undanförnum dögum drepist úr miltisbrandi þar, að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfirdýralæknis. Það blæddi úr vitum, ytri kynfærum og endaþarmi hrossanna. Fyrsta hrossið drapst á fimmtudag, tvö hross drápust á sunnudag og fjórða hrossinu á bænum hefur verið lógað. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að níu manns séu í forvarnarmeðferð gegn miltisbrandi þar sem fólkið hafi á einn eða annan hátt komið nálægt hrossunum sem drápust. Landbúnaðarráðuneytið hefur að tillögu yfirdýralæknis fyrirskipað bann við flutningi búfjár til og frá bænum, brennslu hræjanna auk sótthreinsunar á svæðinu. Í tilkynningu frá embætti yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis segir að umferð fólks og dýra um svæðið sé einnig takmörkuð um sinn. Halldór Halldórsson, bóndi á Narfakoti sem er næsti bær við Sjónarhól, gagnrýnir starfshætti yfirvalda. Halldór sem er búfjáreftirlitsmaður á svæðinu segir að ekkert samband hafi verið haft við hann vegna málsins. Hann hafi sjálfur þurft að afla sér upplýsinga. "Ég kom að fyrsta hrossinu dauðu og snerti það en fékk bara skilaboð frá bóndanum um að ég ætti að fara til læknis og fá mér sýklalyf," segir Halldór. "Ég sótti það til heilsugæslulæknis og spurði hvort ég ætti ekki að fara í einhverja rannsókn en mér var sagt að það væri óþarfi. Mér finnst þetta voðalega skrítið allt saman. Svo er talað um að þetta sé vel girt núna. Eina girðingin er gulur borði þar sem stendur að svæðið sé í sóttkví og ég veit það að mín hross kunna ekki lesa. Við erum að fara að senda frá okkur hross í tamningu og vitum ekki hvort við megum það." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna í landi Sjónarhóls hafi verið seld út á land. Hún mun nú vera austur í Þingvallasveit og hefur ekkert samband verið haft við nýjan eiganda hennar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent