Alþingi og Íraksmálið 7. desember 2004 00:01 Styr hefur staðið hérlendis um stríðsreksturinn í Írak og sérstaklega um þátt Íslands í honum. Andstæðingum stríðsins gremst að Ísland sé á lista hinna svonefndru staðföstu þjóða og gagnrýna hvernig um málið var fjallað á Alþingi. Stuðningsmenn innrásarinnar telja aftur á móti að ekkert hafi verið athugavert við meðferð málsins, rétt hafi verið að ráðast inn í landið og ekki sé hægt að taka landið af listanum. Í margra huga er hins vegar óljóst hvað felist í að vera á listanum margumrædda og hver eðlileg málsmeðferð hefði átt að vera. Móralskur stuðningur Fjörtíu og þrjú lönd eru á listanum yfir hinar staðföstu þjóðir og samkvæmt upplýsingum bandaríska varnarmálaráðuneytisins eiga þær sameiginlegt að hafa boðið Bandaríkjamönnum fram margvíslegan stuðning við innrásina í Írak og eru reiðubúnar til að lýsa þessu yfir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var gestur Kastljóss Sjónvarpsins í fyrrakvöld og þar lýsti hann nánar í hverju stuðningur Íslendinga hefði falist. "Við vorum beðnir af þrennt af Bandaríkjamönnum og Bretum: Að styðja ásamt okkar bandamönnum að Saddam yrði komið frá á grundvelli ályktunar Öryggisráðsins 1441, að þeir fengju afnot af Keflavíkurflugvelli í þessu samhengi og að við værum reiðubúnir til að lýsa stuðningi við uppbyggingu í Írak ef til þessarar innrásar kæmi," sagði hann. Orð Halldórs ríma við það sem stendur á vefsíðu bandaríska varnarmálaráðuneytisins þannig að skilningur ríkisstjórnanna á skuldbindingum Íslendinga er sá sami, fyrst og fremst móralskur stuðningur auk afnota af Keflavíkurflugvelli. Þar segir meðal annars að Bandaríkin óttist um öryggi Íslands vegna yfirvofandi hryðjuverka og þau trúi því "að stuðningur þessa litla lands skipti máli." Til viðbótar þeim stuðningi sem Halldór nefndi í Kastljósinu er kveðið á um að bandarískum herflugvélum sé heimilt að fljúga í gegnum íslenska flugumferðarsvæðið. Þetta virðist felast í veru okkar á listanum yfir staðföstu þjóðirnar. Halldór og Davíð ábyrgir Engum blöðum er um að fletta að ákvörðunin um að skrá Ísland á téðan lista var tekin af þeim Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni. Hins vegar greinir menn á um hvort umfjöllun Alþingis um málið hefði verið nægileg eða hvort þingið, nefndir þess eða þingflokkar stjórnarinnar hefðu átt að hafa meira um það að segja. Halldór Ásgrímsson kvað skýrt að orði í Kastljósinu í gær þegar hann var spurður um þetta. "Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta mál var margrætt á Alþingi, það var rætt í utanríkismálanefnd, það var rætt í þinginu en að lokum voru það að sjálfsögðu utanríkisráðherra og forsætisráðherra sem gerðu tillögu í þessum efnum." Hins vegar bætti hann því við að engin formleg ákvörðun hefði verið tekin um innrásina í ríkisstjórn þar sem Ísland væri ekki beinn aðili að henni. "Þetta er allt öðruvísi mál en þegar var farið inn í Bosníu eða Kosovo. Þá bárum við ábyrgð á því máli sem aðilar að Atlantshafsbandalaginu." Írak rætt á Alþingi En hversu mikið var um Íraksmálið fjallað á Alþingi? Ef flett er í ræðum alþingismanna síðustu mánuðina fyrir innrásina í mars 2003 kemur í ljós að málið var oft á dagskránni þingsins. Það vekur hins vegar athygli að í flestum tilvikum var ástandið í Írak rætt að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, ýmist í utandagskrárumræðum og óundirbúnum fyrirspurnum. Jafnframt kemur fljótlega í ljós þegar ræðurnar eru skoðaðar að ráðherrar ríkisstjórnarinnar lögðu áherslu á friðsamlega lausn með milligöngu Sameinuðu þjóðanna alveg þangað til tæpum mánuði fyrir innrásina. "Enginn vafi má leika á því að nokkur gereyðingarvopn sé lengur að finna í Írak," sagði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, í skýrslu sinni þann 27. febrúar. Mánuði fyrr lét hann eftirfarandi ummæli falla í óundirbúnum fyrirspurnum. "Það er alveg ljóst af okkar hálfu að við teljum algjörlega nauðsynlegt að þetta mál komi til umfjöllunar öryggisráðsins á nýjan leik, það höfum við margsagt. En ég held að allir geti verið sammála um það að ef þessi maður býr yfir gjöreyðingarvopnum með þeim afleiðingum sem það gæti haft í för með sér, þá stendur alþjóðasamfélagið frammi fyrir mjög erfiðri stöðu [...] Hins vegar ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst." Utanríkismálanefnd átti að fjalla um málið Stjórnarskráin veitir ráðherrum nokkuð rúmar heimildir til að fara með framkvæmdavaldið sem forsetinn felur þeim. Hins vegar er ekkert rætt þar um hvernig fjalla eigi um stríð og mögulega þátttöku landsins í því. Sigurður Líndal, prófessor í lögum, segir að það helgist að líkindum af því að framan af hefðum við talið okkur hlutlausa þjóð og því var þessi möguleiki ekki fyrir hendi í stjórnarskránni. Hann bendir hins vegar á að í þingskaparlögum segi að utanríkismálanefnd eigi að vera Alþingi til ráðuneytis um meiriháttar mál og slík mál eigi jafnan að bera upp við hana af stjórninni. Íraksmálið telst vart til minniháttar mála. Sigríður Anna Þórðardóttir, þáverandi formaður utanríkismálanefndar, sagðist ekki vilja tjá sig um meðferð nefndarinnar um Írak þar sem það tilheyrði liðinni tíð. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, viðurkennir að Írak hefði oft borið á góma mánuðina fyrir innrásina. "Það var hins vegar aldrei rædd sú ákvörðun að setja Ísland á þennan lista og lýsa yfir stuðningi við stríð án undangengis samþykkis Öryggisráðsins heldur þvert á móti hið gagnstæða. Sú ákvörðun að setja okkur á þennan lista var aldrei rædd sem slík í utanríkismálanefnd fyrr en allt var um garð gengið. Það er ósvífið að reyna að halda öðru fram," sagði hann í samtali við blaðið. Stuðningur Íslands við innrásina virðist þannig ekki hafa komið til kasta nefndarinnar enda þótt þingskaparlög virðast kveða á um það. Alþingi Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Styr hefur staðið hérlendis um stríðsreksturinn í Írak og sérstaklega um þátt Íslands í honum. Andstæðingum stríðsins gremst að Ísland sé á lista hinna svonefndru staðföstu þjóða og gagnrýna hvernig um málið var fjallað á Alþingi. Stuðningsmenn innrásarinnar telja aftur á móti að ekkert hafi verið athugavert við meðferð málsins, rétt hafi verið að ráðast inn í landið og ekki sé hægt að taka landið af listanum. Í margra huga er hins vegar óljóst hvað felist í að vera á listanum margumrædda og hver eðlileg málsmeðferð hefði átt að vera. Móralskur stuðningur Fjörtíu og þrjú lönd eru á listanum yfir hinar staðföstu þjóðir og samkvæmt upplýsingum bandaríska varnarmálaráðuneytisins eiga þær sameiginlegt að hafa boðið Bandaríkjamönnum fram margvíslegan stuðning við innrásina í Írak og eru reiðubúnar til að lýsa þessu yfir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var gestur Kastljóss Sjónvarpsins í fyrrakvöld og þar lýsti hann nánar í hverju stuðningur Íslendinga hefði falist. "Við vorum beðnir af þrennt af Bandaríkjamönnum og Bretum: Að styðja ásamt okkar bandamönnum að Saddam yrði komið frá á grundvelli ályktunar Öryggisráðsins 1441, að þeir fengju afnot af Keflavíkurflugvelli í þessu samhengi og að við værum reiðubúnir til að lýsa stuðningi við uppbyggingu í Írak ef til þessarar innrásar kæmi," sagði hann. Orð Halldórs ríma við það sem stendur á vefsíðu bandaríska varnarmálaráðuneytisins þannig að skilningur ríkisstjórnanna á skuldbindingum Íslendinga er sá sami, fyrst og fremst móralskur stuðningur auk afnota af Keflavíkurflugvelli. Þar segir meðal annars að Bandaríkin óttist um öryggi Íslands vegna yfirvofandi hryðjuverka og þau trúi því "að stuðningur þessa litla lands skipti máli." Til viðbótar þeim stuðningi sem Halldór nefndi í Kastljósinu er kveðið á um að bandarískum herflugvélum sé heimilt að fljúga í gegnum íslenska flugumferðarsvæðið. Þetta virðist felast í veru okkar á listanum yfir staðföstu þjóðirnar. Halldór og Davíð ábyrgir Engum blöðum er um að fletta að ákvörðunin um að skrá Ísland á téðan lista var tekin af þeim Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni. Hins vegar greinir menn á um hvort umfjöllun Alþingis um málið hefði verið nægileg eða hvort þingið, nefndir þess eða þingflokkar stjórnarinnar hefðu átt að hafa meira um það að segja. Halldór Ásgrímsson kvað skýrt að orði í Kastljósinu í gær þegar hann var spurður um þetta. "Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta mál var margrætt á Alþingi, það var rætt í utanríkismálanefnd, það var rætt í þinginu en að lokum voru það að sjálfsögðu utanríkisráðherra og forsætisráðherra sem gerðu tillögu í þessum efnum." Hins vegar bætti hann því við að engin formleg ákvörðun hefði verið tekin um innrásina í ríkisstjórn þar sem Ísland væri ekki beinn aðili að henni. "Þetta er allt öðruvísi mál en þegar var farið inn í Bosníu eða Kosovo. Þá bárum við ábyrgð á því máli sem aðilar að Atlantshafsbandalaginu." Írak rætt á Alþingi En hversu mikið var um Íraksmálið fjallað á Alþingi? Ef flett er í ræðum alþingismanna síðustu mánuðina fyrir innrásina í mars 2003 kemur í ljós að málið var oft á dagskránni þingsins. Það vekur hins vegar athygli að í flestum tilvikum var ástandið í Írak rætt að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, ýmist í utandagskrárumræðum og óundirbúnum fyrirspurnum. Jafnframt kemur fljótlega í ljós þegar ræðurnar eru skoðaðar að ráðherrar ríkisstjórnarinnar lögðu áherslu á friðsamlega lausn með milligöngu Sameinuðu þjóðanna alveg þangað til tæpum mánuði fyrir innrásina. "Enginn vafi má leika á því að nokkur gereyðingarvopn sé lengur að finna í Írak," sagði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, í skýrslu sinni þann 27. febrúar. Mánuði fyrr lét hann eftirfarandi ummæli falla í óundirbúnum fyrirspurnum. "Það er alveg ljóst af okkar hálfu að við teljum algjörlega nauðsynlegt að þetta mál komi til umfjöllunar öryggisráðsins á nýjan leik, það höfum við margsagt. En ég held að allir geti verið sammála um það að ef þessi maður býr yfir gjöreyðingarvopnum með þeim afleiðingum sem það gæti haft í för með sér, þá stendur alþjóðasamfélagið frammi fyrir mjög erfiðri stöðu [...] Hins vegar ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst." Utanríkismálanefnd átti að fjalla um málið Stjórnarskráin veitir ráðherrum nokkuð rúmar heimildir til að fara með framkvæmdavaldið sem forsetinn felur þeim. Hins vegar er ekkert rætt þar um hvernig fjalla eigi um stríð og mögulega þátttöku landsins í því. Sigurður Líndal, prófessor í lögum, segir að það helgist að líkindum af því að framan af hefðum við talið okkur hlutlausa þjóð og því var þessi möguleiki ekki fyrir hendi í stjórnarskránni. Hann bendir hins vegar á að í þingskaparlögum segi að utanríkismálanefnd eigi að vera Alþingi til ráðuneytis um meiriháttar mál og slík mál eigi jafnan að bera upp við hana af stjórninni. Íraksmálið telst vart til minniháttar mála. Sigríður Anna Þórðardóttir, þáverandi formaður utanríkismálanefndar, sagðist ekki vilja tjá sig um meðferð nefndarinnar um Írak þar sem það tilheyrði liðinni tíð. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, viðurkennir að Írak hefði oft borið á góma mánuðina fyrir innrásina. "Það var hins vegar aldrei rædd sú ákvörðun að setja Ísland á þennan lista og lýsa yfir stuðningi við stríð án undangengis samþykkis Öryggisráðsins heldur þvert á móti hið gagnstæða. Sú ákvörðun að setja okkur á þennan lista var aldrei rædd sem slík í utanríkismálanefnd fyrr en allt var um garð gengið. Það er ósvífið að reyna að halda öðru fram," sagði hann í samtali við blaðið. Stuðningur Íslands við innrásina virðist þannig ekki hafa komið til kasta nefndarinnar enda þótt þingskaparlög virðast kveða á um það.
Alþingi Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira