Deilt um Írak 7. desember 2004 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gagnrýndi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra harkalega í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Tilefnið var að Halldór hefði fullyrt í umræðuþætti í sjónvarpi að innrásin í Írak hefði verið rædd í utanríkisnefnd og á Alþingi. "Þetta er ósvífið og rangt," sagði Steingrímur J. "Það var aldrei rætt fyrir 19. mars 2003 að til greina kæmi að styðja árás á Írak án nýrrar ályktunar Sameinuðu þjóðanna". Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að hún ætti að hætta að ræða fortíðina einu sinni í viku og ræða frekar um framtíðina. Benti forsætisráðherra á að danskir jafnaðarmenn hefðu nýverið samþykkt áframhaldandi veru danska hersins í Írak þótt þeir hefðu verið á móti því að vera á lista hinna viljugu þjóða. "Er Samfylkingin ósammála dönskum jafnaðarmönnum?" Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar svaraði: "Við erum sammála spænskum jafnaðarmönnum". Las Mörður síðan upp orð Halldórs Ásgrímssonar frá 27. janúar 2003. Þá sagði Halldór í þingræðu: "Ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst." Lagði Mörður út af ummælunum og sagði: "Þá lá ekki á að koma Saddam Hússein frá!". Halldór varðist árásum andstæðinga út af ummælum hans um að ákvörðun um að vera með viljugum þjóðum hefði ekki verið formlega samykkt í ríkisstjórn. Sagði Halldór að málið hefði ekki verið lagt fyrir ríkisstjórn frekar en afstaða Íslands til ýmissa ályktana Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann öðru máli gegna um Írak og Afganistan en Bosníu og Kosovo því í síðari aðgerðunum tveimur hefðu Íslendingar tekið þátt sem aðilar að NATO. Steingrímur J. Sigfússon sagði að upp úr stæði í umræðunni að stjórnarandstaðan hefði gert Halldóri rangt til. Það hefðu ekki verið tveir menn sem tóku þessa ákvörðun: "Það var bara einn maður. Hann heitir Davíð Oddsson". Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gagnrýndi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra harkalega í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Tilefnið var að Halldór hefði fullyrt í umræðuþætti í sjónvarpi að innrásin í Írak hefði verið rædd í utanríkisnefnd og á Alþingi. "Þetta er ósvífið og rangt," sagði Steingrímur J. "Það var aldrei rætt fyrir 19. mars 2003 að til greina kæmi að styðja árás á Írak án nýrrar ályktunar Sameinuðu þjóðanna". Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að hún ætti að hætta að ræða fortíðina einu sinni í viku og ræða frekar um framtíðina. Benti forsætisráðherra á að danskir jafnaðarmenn hefðu nýverið samþykkt áframhaldandi veru danska hersins í Írak þótt þeir hefðu verið á móti því að vera á lista hinna viljugu þjóða. "Er Samfylkingin ósammála dönskum jafnaðarmönnum?" Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar svaraði: "Við erum sammála spænskum jafnaðarmönnum". Las Mörður síðan upp orð Halldórs Ásgrímssonar frá 27. janúar 2003. Þá sagði Halldór í þingræðu: "Ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst." Lagði Mörður út af ummælunum og sagði: "Þá lá ekki á að koma Saddam Hússein frá!". Halldór varðist árásum andstæðinga út af ummælum hans um að ákvörðun um að vera með viljugum þjóðum hefði ekki verið formlega samykkt í ríkisstjórn. Sagði Halldór að málið hefði ekki verið lagt fyrir ríkisstjórn frekar en afstaða Íslands til ýmissa ályktana Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann öðru máli gegna um Írak og Afganistan en Bosníu og Kosovo því í síðari aðgerðunum tveimur hefðu Íslendingar tekið þátt sem aðilar að NATO. Steingrímur J. Sigfússon sagði að upp úr stæði í umræðunni að stjórnarandstaðan hefði gert Halldóri rangt til. Það hefðu ekki verið tveir menn sem tóku þessa ákvörðun: "Það var bara einn maður. Hann heitir Davíð Oddsson".
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira