Maðurinn með píanóið 6. desember 2004 00:01 Kristinn Leifsson er píanóstillari og hefur starfað sem slíkur í sjö ár. Samt er hann ekki nema 25 ára gamall. "Ég fór til Bandaríkjanna og lærði þetta meðan ég var í MH og kláraði svo stúdentinn eftir að ég kom heim. Yfirleitt er þetta tveggja ára nám en ég var búinn að vera í kringum þetta frá fæðingu þannig að ég var ekki alveg grænn þegar ég byrjaði," segir Kristinn en hann er sonur Leifs Magnússonar sem starfaði við píanóstillingar og viðgerðir í marga áratugi, auk þess að flytja inn píanó. "Ég var alltaf að hlusta á hann stilla," heldur Kristinn áfram. "Og þetta er eitthvað sem þarf að síast inn í mann á einhverjum tíma en svo small þetta allt saman í náminu." Þrátt fyrir upprunann segist Kristinn ekki hafa farið að hugsa um píanístilinganámið fyrr en um tveimur árum áður en hann fór í námið. "Þetta starf hentar bæði vel með öðru námi og starfi og sem aðalstarf og það er alltaf nóg að gera. Svo er gaman og mjög gefandi hvað maður hittir marga í gegnum starfið, alls konar fólk. Ég er til dæmis mikið að vinna fyrir fólk sem er með börnin sín í píanónámi þannig að mín vinna stendur því mjög nærri." Kristinn segist þurfa ákeveðið næði þegar hann er að stilla, hins vegar þurfi hann alls ekki algert hljóð. "Metið mitt er sjö krakkar í feluleik í saman herbergi en ég þurfti nú að stoppa það." Nú starfa 5-6 píanóstillarar á landinu og Kristinn segir nýliðun í stéttinni vera afar litla. "Ég er yngsti píanóstillari landsins og er samt orðinn gamall í faginu og enginn að læra. Samt eru til fleiri þúsund píanó í landinu og heil 12.000 píanónemendur í tónlistarskólunum." Kristinn sér því fram á að hafa nóg að gera í framtíðinni eins og verið hefur hingað til. Hægt er að panta stillingu hjá Kristni í síma 661 7909. Atvinna Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kristinn Leifsson er píanóstillari og hefur starfað sem slíkur í sjö ár. Samt er hann ekki nema 25 ára gamall. "Ég fór til Bandaríkjanna og lærði þetta meðan ég var í MH og kláraði svo stúdentinn eftir að ég kom heim. Yfirleitt er þetta tveggja ára nám en ég var búinn að vera í kringum þetta frá fæðingu þannig að ég var ekki alveg grænn þegar ég byrjaði," segir Kristinn en hann er sonur Leifs Magnússonar sem starfaði við píanóstillingar og viðgerðir í marga áratugi, auk þess að flytja inn píanó. "Ég var alltaf að hlusta á hann stilla," heldur Kristinn áfram. "Og þetta er eitthvað sem þarf að síast inn í mann á einhverjum tíma en svo small þetta allt saman í náminu." Þrátt fyrir upprunann segist Kristinn ekki hafa farið að hugsa um píanístilinganámið fyrr en um tveimur árum áður en hann fór í námið. "Þetta starf hentar bæði vel með öðru námi og starfi og sem aðalstarf og það er alltaf nóg að gera. Svo er gaman og mjög gefandi hvað maður hittir marga í gegnum starfið, alls konar fólk. Ég er til dæmis mikið að vinna fyrir fólk sem er með börnin sín í píanónámi þannig að mín vinna stendur því mjög nærri." Kristinn segist þurfa ákeveðið næði þegar hann er að stilla, hins vegar þurfi hann alls ekki algert hljóð. "Metið mitt er sjö krakkar í feluleik í saman herbergi en ég þurfti nú að stoppa það." Nú starfa 5-6 píanóstillarar á landinu og Kristinn segir nýliðun í stéttinni vera afar litla. "Ég er yngsti píanóstillari landsins og er samt orðinn gamall í faginu og enginn að læra. Samt eru til fleiri þúsund píanó í landinu og heil 12.000 píanónemendur í tónlistarskólunum." Kristinn sér því fram á að hafa nóg að gera í framtíðinni eins og verið hefur hingað til. Hægt er að panta stillingu hjá Kristni í síma 661 7909.
Atvinna Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira