Aðför að atvinnuvegunum 5. desember 2004 00:01 Skiptar skoðanir eru um vaxtahækkun Seðlabankans frá því í síðustu viku. Einar Oddur Kristjánsson telur þær auka á ójafnvægið í samfélaginu og tefla framtíð atvinnuveganna í tvísýnu. Seðlabankastjóri segist ekki tjá sig um gagnrýni stjórnmálamanna á aðgerðir bankans. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti talsvert í síðastliðinni viku og bar málið á góma í umræðum um fjárlög á Alþingi fyrir helgi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi bankann harkalega vegna þeirra gengishækkana sem af framtakinu leiða. "Það hlýtur að vera mjög ámælisvert og ástæða til þess að tala til þessara manna í fullri alvöru," sagði hann á föstudaginn. Einar Oddur finnur vaxtahækkununum flest til foráttu. "Vaxtahækkanir auka á það ójafnvægi sem er í þessu þjóðfélagi. Gengið hækkar og setur framleiðsluatvinnuvegina alveg út á gaddinn," segir hann og kveðst ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn hafi í tvö ár horft aðgerðalaus á viðskiptabankana taka hundruðir milljarða króna í erlendum lánum til að lána einstaklingum landinu. "Mér finnst þetta ofboðslegur glannaháttur," bætir hann við og segir að hægur vandi sé fyrir bankann að hækka kröfur um eiginfjárhlutfall lánastofnana eða beita svonefndri bindiskyldu þannig að stærri hluti fjármagns sé bundinn inni í bankanum. Engum dylst að þensluáhrifa er farið að gæta í samfélaginu, einkum vegna hækkunar eldsneytisverðs og íbúðarverðs. Einar telur orsök íbúðarverðs vera aukið framboð lánsfjár. "Seðlabankinn horfir á það brostnum augum að allt þetta fé streymi inn í landið. Síðan þykist þessi sami seðlabanki geta sagt okkur sem erum að halda utan um ríkisfjármálin til syndanna. Mér gremst þetta. Það verður að tala við þessa menn með tveimur hrútshornum," segir hann en telur þó ofmælt að hann hafi stungið upp á að bankastjórarnir yrðu reknir, því hafi hann eingöngu varpað fram í hálfkæringi í andsvörum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði í samtali við blaðið að bankinn tjái sig aldrei um gagnrýni stjórnmálamanna á störf sín. Á þeirri reglu verði ekki gerð undantekning nú. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Fleiri fréttir „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um vaxtahækkun Seðlabankans frá því í síðustu viku. Einar Oddur Kristjánsson telur þær auka á ójafnvægið í samfélaginu og tefla framtíð atvinnuveganna í tvísýnu. Seðlabankastjóri segist ekki tjá sig um gagnrýni stjórnmálamanna á aðgerðir bankans. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti talsvert í síðastliðinni viku og bar málið á góma í umræðum um fjárlög á Alþingi fyrir helgi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi bankann harkalega vegna þeirra gengishækkana sem af framtakinu leiða. "Það hlýtur að vera mjög ámælisvert og ástæða til þess að tala til þessara manna í fullri alvöru," sagði hann á föstudaginn. Einar Oddur finnur vaxtahækkununum flest til foráttu. "Vaxtahækkanir auka á það ójafnvægi sem er í þessu þjóðfélagi. Gengið hækkar og setur framleiðsluatvinnuvegina alveg út á gaddinn," segir hann og kveðst ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn hafi í tvö ár horft aðgerðalaus á viðskiptabankana taka hundruðir milljarða króna í erlendum lánum til að lána einstaklingum landinu. "Mér finnst þetta ofboðslegur glannaháttur," bætir hann við og segir að hægur vandi sé fyrir bankann að hækka kröfur um eiginfjárhlutfall lánastofnana eða beita svonefndri bindiskyldu þannig að stærri hluti fjármagns sé bundinn inni í bankanum. Engum dylst að þensluáhrifa er farið að gæta í samfélaginu, einkum vegna hækkunar eldsneytisverðs og íbúðarverðs. Einar telur orsök íbúðarverðs vera aukið framboð lánsfjár. "Seðlabankinn horfir á það brostnum augum að allt þetta fé streymi inn í landið. Síðan þykist þessi sami seðlabanki geta sagt okkur sem erum að halda utan um ríkisfjármálin til syndanna. Mér gremst þetta. Það verður að tala við þessa menn með tveimur hrútshornum," segir hann en telur þó ofmælt að hann hafi stungið upp á að bankastjórarnir yrðu reknir, því hafi hann eingöngu varpað fram í hálfkæringi í andsvörum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði í samtali við blaðið að bankinn tjái sig aldrei um gagnrýni stjórnmálamanna á störf sín. Á þeirri reglu verði ekki gerð undantekning nú.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Fleiri fréttir „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Sjá meira